Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 42

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 42
Foreldrar gera oftar en ekki upp á milli barna sinn og þá þannig að til vansa er. Að þessu sinni höfum við til umfjöllunar bréf frá ungum strák sem er mjög óánægður með að faðir hans setji hann í það hlutverk heima að vera sífellt gagnrýndur af ósekju. Að hans mati mismunar faðir hans honum og systkinum hans gróflega, eftir því sem hann segir í bréfi sínu og dregur ekkert undan enda hrygg- ur og vonlítill. Hann segir hann bókstaflega ekki þola sig og gera alltaf lítið úr sér. JONA RUNA MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ hans. Hún er heimavinnandi og í kvöld- skóla. Ég er frekar óöruggur með mig,“ segir Jón. HRYGGUR OG VONLÍTILL „Það er svo furðulegt, kæra Jóna Rúna, að ég skuli þurfa að leita eftir stuðningi þínum í þessu máii, en hvað á ég að gera? Pabbi kemst upp með það að gera stöðugt lítið úr mér og gagnrýna mig sífellt fyr- ir alls konar hluti sem ég skil ekki af hverju geta verið svona nei- kvæðir í hans huga,“ segir þessi óham- ingjusami sextán ára skólastrákur sem kýs að nota dulnefnið Jón. Hann lýsir mjög nákvæmlega samskiptum sínum við föður sinn sem eru ömurleg. MIG VANTAR UPPORVUN OG VILL BREYTINGAR Hann tjáir sig jafnframt um eitt og annað sem ekki er rétt að birta hér. „Viltu vera svo góð að uppörva mig og segja mér nákvæmlega þfna skoðun á þessum vandræðum mínum. Gæti verið lausn að flytja að heiman? Væri möguleiki fyrir mig að breyta þessu ömur- lega áliti sem pabbi minn hef- ur á mér? Hvað get ég eigin- lega gert sem ég geri ekki? Ég les flest sem þú skrifar og hef mikinn áhuga á því. Með fyrirfram þökk.“ Ég er Jóni þakklát fyrir þá uppörvun sem hann veitir mér með áhuga sínum og nota inn- sæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til svaranna. AÁn MhniD OG MISHEPPNAÐUR BRÓÐIR Jón virðist eiga mjög gott með að læra og stendur sig í námi og íþróttum þannig að hvert foreldri mætti vera hreykið af. „Pabbi er mjög góður við bróður minn sem er dálítið yngri en ég og þó hann bæði drekki og sukki um hverja helgi þá er hann alltaf bestur. Ég get vel viður- bornum mismunað er mjog gott og oftast tekur hun minn mal- stað í rifrildum okkar pabba. Hún sér hvað hann mismunar mér og bróður mínum og reynir að bæta mér þetta upp,“ segir hann og bætir hinu og þessu við sem er tákn þess hvað samskipti feðganna eru óeðlileg. Faðir hans þolir hann ekki og leynir því alls ekki. AF FORELDRUM ROSALEGAR SOGUR AF FÁTAKLEGRI FORTÍÐ „Ég er kannski ekki fullkominn en ég er mjög góður í teikningu og spila á gítar og meira að segja er ég í hljómsveit með nokkrum vinum mínu. Það hrósa mér margir og kennararnir mínir eru mjög á- nægðir með mig í skólanum enda er ég með þeim hæstu í bekknum og oftast val- inn til að taka þátt í því sem stendur til. Ég drekk ekki og reyki ekki. Pabbi hefur kennt sér allt sem hann kann sjálfur og rekur eigið fyrirtæki og er líka í stjórn ýmissa fé- laga. Honum finnst hann mjög klár og seg- ir okkur systkinunum rosalega sögur af sinni fátæklegu og erfiðu fortíð þar sem hann var gerður að þræl fjölskyldunnar undir fermingaraldri," segir Jón og augljós- lega þykir honum sem nóg sé komið af hroka og píslarvætti föðurins. BROTINN OG BEYGÐUR Það kemur líka fram í bréfinu að pabbi hans vill alls ekki að Jón mennti sig. Hann telur hann geta farið út á atvinnumarkaðinn strax. Jón þráir að læra og vill verða rafvirki eða eitt- hvað álíka. Pabbi hans virðist þola flesta heima nema hann. Hann virðist aldrei rólegur nema hann hafi tilfinningu þess að Jón sé brotinn og beygður. „Mamma mín er bæði góð, margþætt og andlega hugsandi manneskja og þolir ekki frekar en ég þessa framkomu pabba við mig. Hún getur bara svo lítið gert enda algjörlega á valdi Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík VÖXTUR RÓSARINNAR OG ÓHENTUGUR JARÐVEGUR Það er ekkert skrýtið þó Jóni verði al- varlega hugsað til þess hvers vegna í ó- sköpunum faðir hans getur engan veg- inn þolað hann þrátt fyrir að Jón leggi sig í líma við að reyna að þóknast hon- um. Ef við ímynduðum okkur að Jón væri rós, sem rækta ætti í fallegum garði, þá vitum við að án réttrar vökvun- ar og heppilegs jarðvegs, sem hentar vaxtarmöguleikum rósarinnar, gengur ekki að ná fram eiginleikum hennar þannig að með tíð og tíma beri hún þau blóm, fegurð og anga sem í raun eru til staðar blundandi í eðli henn- ar. Vaxtarskilyrðin næðu einfaldlega ekki fram að ganga ef jarðvegurinn væri kolómögulegur og hlutföll Ijóss og skugga röng og öðrum grundvallarskilyrðum til vaxtar ábótavant. Þetta vita allir. Sama á við um börnin okkar, þau blómstra ekki ef vaxtarskilyrði þeirra eru vanvirt og gengið er gróflega á mannréttindi þeirra. ÓTÆPILEG STÓRYRÐI OG VANÞROSKI Börnin verður að rækta og styrkja með réttum hlutföllum af ást og umhyggju, ekkert síður en með fæði og ytri hlutum. Það þarf að hlúa að þeim af nærfærni og elsku og satt best að segja er hyggilegt að spara öll stóryrði og vanþroskaða umfjöllun um manngildi þeirra, ef ekki á illa að fara. Öll framkoma okkar við börnin okkar verður að vera tengd hvers kyns virðingu fyrir þeirra sjónarmiðum og vilja líka. Við verðum að sjá eðliskosti þeirra, ekkert síður en mögulega galla og aðra minni háttar vankanta. MISMUNANDI MANNGERÐIR Enginn er fullkominn og þar er Jón náttúrlega enginn sértök undantekning en honum er heldur ekki alls varnað. Pilturinn virðist vera miklum eðliskostum búinn. / 42 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.