Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 38
NOKKUR GOÐ RAÐ FYRIR ASTFANGNAR KONUR Þegar maður er ástfang- inn er erfitt að beita skynseminni. Oft viljum við það ekki og segjum sem svo að það sé ekkert gaman að vera ástfangin ef maður hugsar rökrétt um leið. Að elska er að vera blindur og heyrnarlaus - að sjá ekkert reið eftir fyrsta rifrildið. Lærðu af því. Það verða óhjákvæmilega einhverjir árekstrar þótt erfitt sé að ímynda sér það í upp- hafi sambands. Þar sem þið kúrið í faðmlögum uppi í sófa er ekkert fjær ykkur en rifrildi. Þú veist auk þess ósköp vel og fyrr eða síðar kemur að því - þarf að huga að nokkrum aðalatriðum. Hvaða áhrif hef- ur hegðun hans á mig? Er þetta tilfinning sem ég þekki vel eða hefur þetta aldrei gerst áður? Er ég að gera of mikið úr þessu? Hef ég á ein- hvern hátt valdið þessari við fjölskyldu sína. Iðulega fara menn ómeðvitað eftir sama mynstrinu í eigin fjöl- skyldulífi eins og gert var á æskuheimilinu. Þannig ætt- irðu að sperra eyrun ef þú heyrir elskhuga þinn æpa til- efnislaust á mömmu sína eða systur eða sýna þeim óvirð- ingu. Ef hins vegar nýi kærastinn sýnir fjölskyldu sinni ást og virðingu ertu lík- lega í góðum málum. Á sama hátt er mikilvægt að taka eftir því hvernig mað- urinn talar um sjálfan sig. Set- ur hann sjálfan sig alltaf í hlut- verk fórnarlambsins eða sér hann sig sem sökudólg? Mundu líka að það er von- laust að ætla sér að breyta honum, hversu ástrík og vilja- sterk sem þú kannt að vera. Þú verður að horfast í augu við það hvernig hann er og gera upp við þig hvort þú get- ur sætt þig við það. nema ásjónu þess heittelskaða og heyra ekkert nema hunangssæta röddina (nema þegar þessi rödd segir eitthvað neikvætt eða trufl- andi). Að elska er að svífa um á rósrauðu skýi og sækja aldrei um lendingarleyfi, að elska er að horfa framhjá göll- um og ókostum og einblfna á töfra og mannkosti þess elskaða. Með öðrum orðum: við tengjum ást ekki við skyn- semi. Það ættum við samt einmitt að gera. Við ættum aldrei að kasta okkur út í nýtt ástar- samband með augu og eyru harðlæst og lokuð. Þvert á móti skyldum við skerpa skynjun okkar og árvekni. Hvern langar í teygjustökk án teygjunnar? Heilbrigð skynsemi dregur ekki úr sælunni og gleðinni sem fylgir því að hefja nýtt ástarsamband. Þú skiptir til- finningum þínum í tvo flokka; helmingurinn af þér Ifður um með annarlegt sælubros á vör, hinn helmingurinn fylgist af athygli með bæði þér og elskhuganum. Þannig geturðu betur áttað þig á því ef mað- urinn, sem þú ert svona hrifin af, er kannski ekki sá rétti eftir allt saman. Að vera skynsamlega ást- fangin er sem sagt ekki svo mikil þversögn eftir allt saman og hér á eftir færðu nokkrar einfaldar ráðleggingar! 1. Ekki vera vonsvikin eða að „það er bara eðlilegt að tvær fullorðnar manneskjur deili, án þess að það valdi erf- iðleikum"! Þegar svo kemur að því að þið rífist í alvöru er hætt við að allar sálfræðilegar og félagslegar kennisetningar gleymist. Eftir situr þú, reið, sár og vonsvikin. Þér finnst allt vera ónýtt, sambandið í molum. Hversu skynsöm sem þú ert sleppurðu aldrei við sárs- aukann sem fylgir fyrsta rifrild- inu. Skynsemin getur samt hjálpað þér að takast á við sársaukann, læra af rifrildinu og virkja reiðina á jákvæðan hátt en ekki neikvæðan. Skynsöm kona veit að réttast er að gefa sér tíma, láta sárin jafna sig og reyna si'ðan að setjast niður og átta sig á því um hvað deilan snerist. Með því er hægt að gera sér grein fyrir því á hvaða hátt þið eruð Ifk eða ólík og ræða það opin- skátt. 2. Ef þú verður afbrýðisöm skaltu ekki bregðast við með því að gera hann af- brýðisaman á móti. í öllum mannlegum sam- skiptum verður vart við af- brýðisemi af einhverju tagi. Afbrýðisemi getur verið hættuleg vegna þess að hún ræðst að sjálfsáliti okkar og veikir hugmyndir okkar um okkur sjálfar sem kynverur og sem persónur. Þvf fylgir sár höfnunartilfinning. Þegar af- brýðisemin gerir vart við sig - hegðun hans, til dæmis með afskiptaleysi eða með því að daðra sjálf? Get ég verið hreinskilin, sagt honum hvern- ig mér líður og ætlast til að hann taki tillit til þess? Það er hættulegt að vera svo eigingjörn á ástmanninn að hann megi ekki tala við neina aðra konu - ekki einu sinni mömmu sína. Ef sam- band ykkar er gott treystirðu honum og veist að þessi huggulega kona, sem hann er að dansa við, er engin ógnun við þig. Ef þig hins vegar grunar alltaf hið versta þarftu að taka sambandið til gaum- gæfilegrar endurskoðunar. 3. Taktu sérstaklega eftir öllu sem hann segir eða gerir og ber siðferðiskennd hans og verðmætamati vitni. Karlmenn eru alltaf að gefa konunum sem elska þá mikil- vægar vísbendingar. Það er sorgleg staðreynd að þegar við heillumst af karlmanni horfum við framhjá neikvæð- um hliðum hans og sjáum að- eins þær jákvæðu. Ef við heillumst ekki af manninum erum við hins vegar fljótar að koma auga á neikvæðu hlið- arnar. Skynsöm kona ætti einmitt frekar að taka eftir nei- kvæðu hliðunum því að þá veit hún frá upphafi hvað hún er að fara út í. Eitt af þvf sem mikilvægt er að taka eftir er hvernig mað- urinn talar um og kemur fram 4. Það þarf ekki að vera slæmt þó að þið hafið ólíkar skoðanir. Mörg okkar sækjast eftir fé- laga sem endurspeglar við- horf okkar og skoðanir. Með því staðfestum við sjálfsmynd okkar. Þess vegna verðum við fljótt vonsvikin ef nýi félag- inn er á öndverðum meiði í ýmsum málum sem skipta okkur miklu. Segjum sem svo að nýja kærastanum sé alveg meinilla við indverskan mat, kvenréttindakonur og Ijóðlist. Hvernig á að bregðast við því? Getur þú virkilega elskað mann sem finnst tandoori- kjúklingur vondur? Það er vissulega erfitt að byggja traust samband milli einstaklinga sem eru ekki sammála um grundvallarat- riði. Þess vegna þarf að átta sig á því hver þessi grundvall- aratriði eru. Einn kjúklingur þarf þannig ekki að skipta sköpum á meðan stjórnmála- skoðanir geta gert það. Mat- seðillinn fer venjulega eftir smekk en stjórnmálaskoðanir snúast um siðferðileg gildi og hugmyndir um mannlegt sam- félag. Kannski er hann bara ekkert fyrir sterkan mat og það er allt í lagi. Ef andúð hans á indverskum mat stafar hins vegar af fordómum og fyrirlitningu gagnvart öðrum kynstofnum fer málið að vandast. Það getur verið gagnlegt að horfa á nýjan kærasta út frá 38 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.