Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 67

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 67
NÝJUNG I KVIKMYNDASÖGUNNI - Var einhver ákveðin risaeðla nokkurs konar Arnold Schwarzenegger risaeðlanna og kostaði miklu meira að gera en hinar? „Já, gram-eðlan (Tyrann- osaurus Rex). Hún er raun- veruleg, í fullri stærð og lif- andi,“ segir Stan. „Hún sýnir ó- trúlegan leik sem fjögurra og hálfs tonna leikari á sviðinu. Hún var í raun hættuleg leikur- um og öðru starfsfólki í kring- um hana. Það færði okkur ó- neitanlega nálægt raunveru- leikanum að vera með þessa risaeðlu í kringum okkur. Henni er stjórnað af tölvu og er því gott dæmi um hvernig þessi tæknilegu atriði koma saman. Hún er lifandi, í fullri stærð og að leika. Hún er að gera ýmislegt sem væri ekki hugsanlegt að hún gæti fram- kvæmt ef ekki væri fyrir tölvu- tæknina," segir hann og leggur þunga áherslu á orð sín. „Maður hefur allan þennan „raunveruleika" fyrir augunum og það er ekki nokkur leið að sjá að um tæknibrellur sé að ræða." - Hvers konar véltækni er um að ræða í sambandi við þessa risaeðlu? Er einhvers konar vél inni í henni? „Já, þetta er sambland af lyftibúnaði og fleiru, meðal annars sérstöku tæki sem brúðumeistarar nota en það færir hreyfingar frá litlu módeli af risaeðlu yfir í þá stóru. Þessi hreyfiboð fara í gegnum tölvu þannig að við erum að tala um 4500 kílóa brúðu sem er fær um að gera hluti sem aldrei í sögunni hafa verið gerðir með neinu skrímsli af þessari stærð. Þau skrímsli sem áhorf- endur hafa séð áður f kvik- myndum og skemmtigörðum hafa alltaf litið út eins og vél- menni með stífar hreyfingar vegna þyngdar þeirra og stærðar. Við urðum að fara skrefinu lengra. Okkur varð að takast að gera lífræna risaeðlu sem væri snör og mjúk í hreyf- ingum, með eðlilegri húðhreyf- ingu og virkaði ekki eins og hún væri með gúmmíbeinum. Það var ekki nóg að notast við það sem hafði verið gert áður með lyftibúnaði heldur varð að bæta við margs konar tækni sem byggist á ýmsum tölvukubbum. Þessir kubbar geta meðal annars skrásett hreyfingu á ákveðnum liða- mótum og látið hana flæða út í afganginn af líkamanum, hrað- ar en augað nemur. Það voru ýmiss konar tæknilegar nýj- ungar af þessu tagi sem gerðu okkur kleift að gera ýmislegt sem ekki hafði verið gert áður.“ Phil Tippett tekur við. „Þú varst að tala áðan um ímynd- unaraflið og að það hafi ekki stoppað okkur. Við þurftum hins vegar að vera eins trúir steingervingafræðinni og hægt var. Við þurftum að hafa til hliðsjónar hvernig risaeðlur mundu í raun líta út ef við gæt- um vakið þær til lífsins og við eyddum miklum tíma f sam- vinnu við steingervingafræð- inga. Við skoðuðum líka heim- ildarmyndir af nútíma dýrum, athuguðum hreyfingar þeirra til hliðsjónar og gáfum gaum að hver áhrif þyngd hefur á hreyf- ingar þeirra." UPPLÝSINGAR MEÐHÖNDLAÐAR EINS OG FAST EFNI - Áhorfendur eru orðnir góðu vanir og þeir búast við að sjá raunverulegar risaeðlur í Ju- rassic Park. Haldið þið að þeir eigi samt ekki eftir að trúa sín- um eigin augum eins og tilfellið var fyrir fimmtán árum þegar fólk sá King Kong? „Það verður að vera raunin, annars eiga þeir ekki skilið að lifa,“ segir Stan og við förum að hlæja. „Ég vann að þessu verkefni í tvö ár og ég hef unn- ið að ýmsum stórkostlegum myndum eins og Terminator 2. Ég segi við sjálfan mig þegar ég horfi á myndina: þetta er ekki hægt. Ég hef því trú á að viðbrögð annarra eigi eftir að verða ekki síðri. Þetta er út- koma samvinnu bestu lista- manna kvikmyndagerðar í heiminum sem nota nýjustu tækni. Þetta er ekki tæknin að nota listamennina. Þetta er stórkostleg mynd sem varð að veruleika vegna Stevens Spi- elberg. Það var hans vegna sem okkur var ýtt lengra en nokkru sinni fyrr og við fengum að gera hluti sem við höfum ekki fengið að glíma við áður. Það var hann sem setti þessa mynd saman og það var ótrú- legur galdur.“ „Við ættum líka að minnast á Gary Rydstrom," segir Philip Typpett. „Hann sá um hljóð- „effektana“ og stór þáttur i að gera eðlurnar raunverulegar byggist á þeim. Stærð þeirra tengist hljóðinu mikið og sumt verður aðeins numið með und- irmeðvitundinni. Honum tókst að finna upp alls konar skrítin staðreyndin er sú að eina leið- in til að treysta á sannleikann er að vera beint vitni að hon- um sjálfur. Ég bið fólk alltaf að vera á varðbergi þegar það les eða sér eitthvað. Núna til hljóð sem eðlurnar nota meðal annars í samskiptum sín á milli og það gaf þeim dýpt sem við hefðum annars ekki verið færir um að ná fram.“ - Finnst ykkur ekki svolítið kaldhæðnislegt að við gerð kvikmyndar sem að vissu leyti fjaiiar um gagnrýni á vísindin skuli vera treyst svona mikið á nýjustu tækni? „Nei, það er mikill munur þar á. Við erum að tala um tækni í þágu mannkynsins," segir Stan. Mark tekur við. „Hin hliðin á þeningnum er sú að við erum orðin svo leikin í að skapa myndir að það er ekki nokkur leið að segja til um hvaða mynd er raunveruleg. Það er hægt að breyta hvaða mynd sem er án þess að það sjáist." „Við meðhöndlum upplýs- ingar í dag eins og um fast efni sé að ræða og tæknin gerir okkur fært að gera hluti sem eru langt fyrir utan það sem við getum ímyndað okkur." skýtur Phil inn í. „Ég óttast það ekki,“ segir Mark, „því jafnvel Ijósmynd er hægt að setja á svið. Núna at- vikast hlutirnir bara hraðar og eru sveigjanlegri. Það sem gerist er að með aukinni tækni verða neytendur hennar með- vitaðri." „Það er alveg rétt,“ segir Stan, „þetta er mjög jákvætt og dæmis, eftir þetta viðtal, ferð þú heim og býrð til blaðagrein. Viðtalið verður litað af þínu sjónarhorni, hvert sem það er. Hversu trúverðug þessi grein verður er ekki nokkur leið fyrir mig að segja til um. Enginn getur sagt að þú heyrir það sem ég er að segja, þú heyrir það sem þú heldur að ég sé að segja en það þarf ekki að vera það sem ég er að reyna að segja. Það er full ástæða fyrir okkur öll að vera á varð- bergi gagnvart „raunveruleik- anum“ með tilkomu aukinnar tölvutækni.“ „Þetta færir okkur aukna á- byrgð,“ segir Mark. „Nú, þegar fólk sér okkar framsetningu á risaeðlunum, þá trúir það því að þær hafi litið svona út. Við unnum náið með steigervinga- fræðingum, eins og Phil sagði áðan, en þeir eru alls ekki allir sammála. Þegar þeir sáu fyrstu myndirnar hjá okkur urðu svolitlar rökræður þeirra á milli. Þegar þeir sáu hins vegar loka- útkomuna var hún svo trúverð- ug að sumir þeirra hugsuðu með sér að þeir þyrftu að end- urskoða fyrri hugmyndir sínar. Þannig að þetta hefur að lok- um þau áhrif að fólk getur skoðað betur hegðunarmunst- ur þessara dýra og það er at- hyglisvert hvernig þetta lokar hringnum í sambandi við „hugsanlegan raunveruleika“. □ Eðlurnar sem sjást í myndinni eru sam- bland af lyftubún- aöi og fleiru, sem svo teng- ist tölvu- borði. Sem sé leikbrúöur - sem vega fjögur og hálft tonn! 16.TBL. 1993 VIKAN 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.