Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 53

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 53
▲ Einkar vinalegur og gest- risinn Kólumbiumaður sem ég dvaldi hjá í Bogotá, Óskar. ▲ Snemma byrjar Iffsbarátt- an. Þarna er skimaö eftir ránsfeng á útimarkaði í Quito, höfuðborg Ecuador. tölti mína leið bað ég hann vel að lifa á okkar hvössu en á- hrifamiklu tungu. Þegar inn í hreysið var komið - sem menn kalla víst hótel þarna um slóðir - tók ekki betra við þvi að hótel- stýran skildi hvorki upp né niður og gat engan veginn áttað sig á því að ég var að biðja um gistingu þótt ég hamaðist við að benda á sjálfan mig og einn af lyklun- um sem lágu á borðinu fyrir framan hana. Þessi fyrsti dagur í henni Suður-Ameríku var þá kominn á það stig að ég gat ekki varist hlátri og ( þeim svifum sem ég ætlaði að taka mitt drasl og halda út á sólbakaðar, rykugar og nánar tiltekið á Hótel Ama- zonas. Það var miðaldra mað- ur frá Ecuador, sem ég spjall- aði við í flugvélinni, sem benti mér á að þetta væri mjög ó- dýrt hótel. Þegar þangað kom lenti ég auðvitað í rifrildi við elskulegan leigubílstjórann því hann hafði tvöfaldað um- samið verð en ég tók því með stakri ró enda hafði ég lent í svipuðu áður, brosti að handabendingum hans og benti honum góðfúslega á upphæðina sem ég hafði skrifað í lófa hans tuttugu mínútum áður. Um leið og ég ▲ Á þaki vöruflutn- ingalest- ar. Þétt skipað innfædd- um á leiö yfir landa- mæri Ecuador og Kólumbiu. skítugar götur Quito ávarpaði mig ungur maður, kvaðst heita Óskar vera fæddur í Kólumbíu og þakkaði ensku- kunnáttu sína langvarandi dvöl í New York. Óskar spjall- aði við stýruna og sagði mér að það væri ekkert einstak- lingsherbergi til í hreysinu en tjáði mér um leið að hann gæti eflaust komið mér á gólf- ið ef ég væri tilbúinn að deila herbergi með þremur félögum hans og það væri ekki annað að gera en að skella sér á gólfið og láta sér vel líka. MIÐLÍNA JARÐAR Næstu fjórum dögum eyddi ég að mestu með Óskari og félögum á fjölmennum og lit- skrúðugum útimörkuðum í eldri borgarhluta Quito. Þar var hægt að rífast um verð á öllu milli himins og jarðar þó að vart sé nú þörf á því sök- um þess að Ecuador er með eindæmum ódýrt land og til viðmiðunar hef ég gaman af því að geta þess að til að mynda borgar maður 25 krón- ur fyrir hálfan lítra af ágætis flöskumiði. Einnig skelltum við okkur í stutta ferð upp að mið- línu jarðar sem liggur um Ecu- ador, skammt norður af Quito. Þar með hafði ég krossað miðlínu jarðar í þeim heims- álfum er hún liggur um, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku (Zaire í Afríku og Sumatra í Asíu). Í HÖFUÐBORG KÓLUMBÍU Þar sem reynslan hefur kennt mér að best sé að planleggja sem minnst á þessum ferða- lögum og hafa frjálsar hendur 16. TBL. 1993 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.