Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 53

Vikan - 12.08.1993, Síða 53
▲ Einkar vinalegur og gest- risinn Kólumbiumaður sem ég dvaldi hjá í Bogotá, Óskar. ▲ Snemma byrjar Iffsbarátt- an. Þarna er skimaö eftir ránsfeng á útimarkaði í Quito, höfuðborg Ecuador. tölti mína leið bað ég hann vel að lifa á okkar hvössu en á- hrifamiklu tungu. Þegar inn í hreysið var komið - sem menn kalla víst hótel þarna um slóðir - tók ekki betra við þvi að hótel- stýran skildi hvorki upp né niður og gat engan veginn áttað sig á því að ég var að biðja um gistingu þótt ég hamaðist við að benda á sjálfan mig og einn af lyklun- um sem lágu á borðinu fyrir framan hana. Þessi fyrsti dagur í henni Suður-Ameríku var þá kominn á það stig að ég gat ekki varist hlátri og ( þeim svifum sem ég ætlaði að taka mitt drasl og halda út á sólbakaðar, rykugar og nánar tiltekið á Hótel Ama- zonas. Það var miðaldra mað- ur frá Ecuador, sem ég spjall- aði við í flugvélinni, sem benti mér á að þetta væri mjög ó- dýrt hótel. Þegar þangað kom lenti ég auðvitað í rifrildi við elskulegan leigubílstjórann því hann hafði tvöfaldað um- samið verð en ég tók því með stakri ró enda hafði ég lent í svipuðu áður, brosti að handabendingum hans og benti honum góðfúslega á upphæðina sem ég hafði skrifað í lófa hans tuttugu mínútum áður. Um leið og ég ▲ Á þaki vöruflutn- ingalest- ar. Þétt skipað innfædd- um á leiö yfir landa- mæri Ecuador og Kólumbiu. skítugar götur Quito ávarpaði mig ungur maður, kvaðst heita Óskar vera fæddur í Kólumbíu og þakkaði ensku- kunnáttu sína langvarandi dvöl í New York. Óskar spjall- aði við stýruna og sagði mér að það væri ekkert einstak- lingsherbergi til í hreysinu en tjáði mér um leið að hann gæti eflaust komið mér á gólf- ið ef ég væri tilbúinn að deila herbergi með þremur félögum hans og það væri ekki annað að gera en að skella sér á gólfið og láta sér vel líka. MIÐLÍNA JARÐAR Næstu fjórum dögum eyddi ég að mestu með Óskari og félögum á fjölmennum og lit- skrúðugum útimörkuðum í eldri borgarhluta Quito. Þar var hægt að rífast um verð á öllu milli himins og jarðar þó að vart sé nú þörf á því sök- um þess að Ecuador er með eindæmum ódýrt land og til viðmiðunar hef ég gaman af því að geta þess að til að mynda borgar maður 25 krón- ur fyrir hálfan lítra af ágætis flöskumiði. Einnig skelltum við okkur í stutta ferð upp að mið- línu jarðar sem liggur um Ecu- ador, skammt norður af Quito. Þar með hafði ég krossað miðlínu jarðar í þeim heims- álfum er hún liggur um, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku (Zaire í Afríku og Sumatra í Asíu). Í HÖFUÐBORG KÓLUMBÍU Þar sem reynslan hefur kennt mér að best sé að planleggja sem minnst á þessum ferða- lögum og hafa frjálsar hendur 16. TBL. 1993 VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.