Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 29

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 29
\ Heimurinn er alltaf að breytast, það vitum við öll. Tækni og vísindum fleygir fram, landamæri þurrk- ast út og ný verða til, Berlínar- múrinn er fallinn, við erum öll að verða hvanngræn af um- hverfisást og forseti Banda- ríkjanna er demókrati. Nýjum tímum fylgja nýir sið- ir - eða hvað? Það er oft erfitt að henda reiður á þeim breyt- ingum sem verða á gildismati okkar og siðferðiskennd, hug- myndum okkar um hvað er viðeigandi og hvað ekki og það hvernig við eigum að koma fram hvert við annað. Þetta kemst sjaldnast í blöðin, að minnsta kosti ekki á bein- an hátt. Ég man ekki eftir að hafa rekið augun í fyrirsagnir á borð við „KARLMAÐUR HLÝTUR HÖFUÐÁVERKA Á VEITINGASTAÐ - GERÐI TILRAUN TIL AÐ HJÁLPA KONU í KÁPUNA". Vegna þess hve siðir, venj- ur og viðhorf hafa breyst hratt og mikið kemur oft fyrir að við lendum á milli tveggja elda. Þú segir kannski eða gerir eitthvað sem fær einhvern annan til að segja: „Guð, hvað þú ert gamaldags!“ Það er náttúrlega stórmóðgun, eða hvað? Samt sem áður hugsar þú kannski sem svo: „Mér finnst ég samt hafa rétt fyrir mér!“ Viltu komast að því hversu gamaldags þú ert? Taktu þetta litla próf og þú munt verða margs vísari! 1. í samkvæmi á vegum vinnuveitanda þíns hittir þú aðiaðandi fráskilinn mann. Hann gerir enga tilraun til að stíga í vænginn við þig en þú: a) Lætur hann hafa nafn- spjaldið þitt og sérð svo til. b) Lætur hann hafa nafn- spjaldið og gefur honum tvær vikur; ef ekkert gerist hringir þú sjálf. c) Býður honum út í hádegis- mat. d) Kemur þér beint að efninu og býður honum í kvöldmat með öllu tilheyrandi. 2. Ef þú ferð út með karl- manni sem hefur jafnháar eða hærrí tekjur en þú, hvortykkar býður? a) Það ykkar sem átti frum- kvæðið að stefnumótinu. b) Þú ætlast til að hann geri það, nema eitthvað sérstakt komi til. c) Stundum borgar hann, stundum þú. d) Þú ferð ákveðið fram á að reikningnum sé skipt jafnt milli ykkar. 3. Þú ert búin að eiga sér- lega annríkt síðustu þrjár vik- urnar vegna mikillar yfirvinnu og íbúðin þín er eins og rusla- haugur. Þá hringir vinkona þín, sem býr langt í burtu frá þér, og segist eiga leið hjá. Hvað gerir þú? 16.TBL. 1993 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.