Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 32
■ HVERS VEGNA LATA þAU SVONA? ■ ERU þAU TILFINNiNGALEGA SVELT? Kastljós fjölmiðla hefur beinst mjög að „vand- ræðaunglingum" síðan Meðalfells-málið svokallaða kom upp og þeir tel ég að eigi við margslunginn vanda að stríða. Þeir eru að mínu viti ekki annað en birtingarmynd Þau eru alin upp viö öryggisleysi og þaö brýst svona út, segir Elísabet B. Bjarna- dóttir félagsráögjafi. Hún vinnur hjá Ung- lingaráögjöf Unglingaheimilis ríkisins og rekur fjölskylduráðgjöfina Sálfræ og sam- spil. miklu djúpstæðari vanda sem á sér flóknar sálrænar, félags- legar, menningarlegar og póli- tískar rætur sem erfitt er að komast fyrir og leysa til fram- búðar ( einstökum tilfellum. Eldri kynslóðirnar eru miklu uppteknari af því hvort hróflað er viö Heilræðavísum Hall- gríms Péturssonar í stuttri auglýsingu en því að heil- ræðavísur nútímabarnsins séu endalausar ofbeldis- fræðslumyndir." GO Oé. ^ Þetta segir Elísabet Berta Bjarnadóttir félagsráðgjafi hjá ^ þeirri stofnun hins félagslega kerfis alls landsins sem á að ^ annast samræmingu og sam- hæfingu þeirra úrræða sem 5< unnt er að gripa til þegar allt um þrýtur - þegar unglingur steytir á skeri þannig að allt hans ráð og allt hans l(f er í húfi. Hann er kominn út á ó- heillabraut, kominn í kast við lögin, farinn að drekka, neyta vímuefna, meira og minna bú- inn að koma sér út úr húsi heima hjá sér, flosnaður upp úr skóla og farinn að valda tjóni á eigum annarra. Margar fjölskyldur leita einnig til Ung- lingaráðgjafarinnar með vandamál sem eru ekki nærri eins alvarleg og nú bíða um fjörutíu fjölskyldur eftir því að fá þar viðtalstíma. En einhvers staðar byrjar þetta ferli sem síðan breytist í það mynstur óhugnaðar sem hér er lýst í megindráttum. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og það getur varla verið byrjunin að barn komist á gelgjuskeið og verði þá allt í einu svo óstýri- látt að það geri uppreisn gegn öllu og öllum, verði með öðr- um orðum andfélagslega sinnað og sýni það í verki. Eðahvað? „Nei,“ segir Elísabet, „auð- vitað gerist það ekki þannig þótt stundum mætti ætla að svo væri þegar fjölmiðlar segja fréttir af slíkum málum. Þessar fréttir minna oft á myndir um bófahasar. Þótt unglingar lendi í vandræðum og komist í kast við lögin hvað eftir annað er ekki þar með sagt að upplagið sé glæpa- hneigð eða ræfildómur. Þegar svo langt er gengið að leita þarf til stofnana varðandi úr- ræði er oftast mikið búið að ganga á. í langflestum tilfell- um má rekja hið óæskilega ferli aftur ( bernsku. Sé hægt að veita þá meðferð sem telja má nauðsynlega svo hægt sé að brjóta upp mynstrið og finna varanlega lausn má yfir- leitt rekja það mjög langt aft- ur, jafnvel til fyrstu tengsla barnsins við móðurina." Einfalda og tiltölulega skýra mynd af tilfinningalegum frumtengslum barns við mikil- vægustu persónuna í lífinu - móðurina eða ígildi hennar - er ekki auðvelt að draga upp, til dæmis vegna þess að við- fangsefnið mannleg tengsl er svo óáþreifanlegt að það býð- ur ekki upp á vísindalegar staðreyndir eða beinharðar upplýsingar. Þó eru þessi tengsl líklegri til þess að hafa meiri áhrif á framtíð barnsins og allt líf þess en nokkur önn- ur tengsl sem það stofnar til á ævinni. Sá sem fær tilfinn- ingalegum grunnþörfum sín- um ekki fullnægt er líklegur til að laskast þannig á sálinni að hann hljóti af því varanlegan skaða og öðlist ekki það sjálfstraust sem einstaklingn- um er nauðsynlegt til að geta stjórnað lífi sínu. Hann gæti þó orðið svo heppinn að lenda í hópi þeirra örfáu sem síðar fá góða sálræna með- ferð og hljóta á þann hátt til- finningalegt enduruppeldi. „Slíkt enduruppeldi er mögulegt í sumum tilfellum," segir Elísabet, „en meðferðin er erfið, langvinn og kostnað- arsöm. Hún gerir gífurlegar kröfur til beggja aðila, þess sem lætur meðferðina í té og þess sem sækir hana. Auð- veldara er að veita kreppu- meðferð þar sem vandamálið er afmarkað og því gefinn á- kveðinn tími. Slík kreppumeð- ferð miðast ýmist við einstak- ling eða fjölskylduna sem heild. Fólk hefur almennt betra úthald í því vinnuformi. Enduruppeldið, sem ég tala um, er líka hægt að veita með langtímavistun í fóstri og frjósömum jarðvegi. Þá vistun og langtímameðferð sem völ er á nú þyrfti að auka við og bæta þannig að fleiri einstak- lingar ættu kost á betri aðstoð en nú. Þessi úrræði taka við þegar fjölskyldan ræður ekki lengur ein við uppeldið og miðast við að unglingurinn verði fær um að standa á eig- in fótum. Slíkra úrræða verður sennilega alltaf þörf, því mið- ur. Annars finnst mér að ekki verði hjá því komist öllu leng- ur að huga í alvöru að for- varnarstarfi." - Sem beindist að hverjum? „Ég er að tala um víðtækt forvarnarstarf sem í senn fæli í sér fræðslu fyrir almenning og bætt skipulag á almennri þjónustu eins og skólakerfi, heilbrigðisþjónustu og hvers konar félagslegum stuðningi, þannig að það myndaði sam- virka heild. Með því móti feng- ist líka betri nýting á fjármun- um. Eins og málum er nú háttað er þetta of tilviljana- kennt og losaralegt, finnst mér. Ef við lítum aðeins á kostnaðarhliðina eru fyrir- byggjandi ráðstafanir mun ó- dýrari en björgunaraðgerðir." - Og hvar ætti að byrja? „Miklu meiri þjálfun í mann- legum samskiptum væri æski- leg í skólunum, allt frá því í fyrstu bekkjum barnaskóla. Slíkt fræðslustad hlýtur að vera langtímamarkmið sem er ekki hægt að hrista fram úr erminni. Það er með ólíkind- um að fræðsla um tilfinninga- legar grunnþarfir og mannleg tengsl skuli ekki vera fastur liður í því ungbarnaeftirliti sem þrátt fyrir allt hefur verið fastur liður í íslenska heilbrigðiskerf- inu í marga áratugi. Að mínu mati er ekki síður mikilvægt að verðandi foreldrar kunni skil á þessum þörfum barns- ins en að þeir viti upp á sína tíu fingur hversu marga dropa af lýsi sé ráðlegt að gefa því og hvernig eigi að hreinsa skóf úr hársverði þess. Með þvi að segja þetta er ég ekki að segja að næring og hreinlæti skipti ekki miklu máli. Þvert á móti. Hins vegar getur pattaralegt og tandur- hreint barn aldrei þrifist nema við séum tilbúin að nálgast það tilfinningalega. Fái það til- finningalegum þörfum sínum ekki fullnægt líður því aldrei vel, hversu vel sem líkamleg- um þörfum þess er sinnt.“ 32 VIKAN 16. TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.