Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 36

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 36
 UTANGARÐSBÖRN SAMFELAGIÐ HVETURTIL Ann Peat: „Aðvaran- irnar hafa misst merkingu sína fyrir löngu enda bera ungling- arnir ekki næga virðingu fyrir dómsvald- inu til aö taka þær alvar- lega.“ Ný bresk hegningarlög- gjöf hefur vakiö nokkr- ar deilur í Bretlandi aö undanförnu en samkvæmt henni skal ekki taka tillit til af- brotaferils unglinga þegar þeir eru dæmdir til refsingar. Þeir sem gagnrýna löggjöfina telja hana binda hendur dómstóla meö þeim afleiöingum aö ungir afþrotamenn nái aö for- herðast áöur en réttarkerfinu sé kleift að taka í taumana. Þeir gagnrýna löggjöfina hvaö haröast sem dag hvern veröa vitni aö afleiðingum hennar. Ann Peat, sem er kennari á sextugsaldri, er ein af þeim. Hún hefur búiö í Der- by frá barnæsku og hefur meö eigin augum fylgst meö því sem hún kallar „eflingu frumskógarlögmálsins". Hún átti um sautján ára skeiö sæti í unglingadómstóli og hún segir þróunina hafa veriö ugg- vænlega, glæpum hafi fjölgaö ört og meðalaldur afbrota- mannanna lækkaö aö sama skapi. En dómsvaldiö fær ekki rönd við reist og Ann Peat segir sér stórlega misboöiö, fyrir hönd dómsvaldsins og fyrir hönd hins almenna borg- GLÆPA - SEGIR ANN PEAT SEM ÁTTI UM 17 ÁRA SKEIÐ SÆTI í UNGLINGA- DÓMSTÓLI í BRETLANDI ara, þegar hún horfi upp á unga síbrotamenn hafa lög og reglu aö háði og spotti. Nú hefur Ann Peat fengiö sig fullsadda og sagt af sér sem fulltrúi í unglingadóm- stólnum. Ástæöa hennar fyrir afsögninni er tvíþætt: hún tel- ur sig ekki geta sinnt starfinu við þau skilyröi sem nýja hegningarlöggjöfin setur ung- lingadómstólum og hún vill hafa svigrúm til aö segja skoðun sína. „Núna, þegar ég hef sagt af mér, er ég frjáls að því aö tjá mig um þessa lög- gjöf,“ segir hún. „Þegar maður er hluti af kerfinu er erfitt að gagnrýna þaö. Núna get ég sagt þaö sem mér sýnist." í FRUMSKÓGI NÚTÍMANS Ann Peat er ekki í nokkrum vafa um aö nýja löggjöfin beinlínis hvetji til afbrota ung- linga og hún setur fram þá kröfu - ásamt fleiri meðlimum unglingadómstóla um allt England - aö löggjöfin veröi endurskoðuö. Aö öörum kosti má að hennar dómi búast við því aö afbrot unglinga aukist um allt aö því helming. Fáum mánuöum eftir að Ann Peat sagöi af sér var hinn tveggja ára gamli James Bulger myrtur af tveimur ung- um drengjum. Bretar - og raunar allur heimurinn - fyllt- ust hryllingi. Ann Peat myndi líklega telja þennan voðaat- þurö tímannatákn. „Ég ólst upþ í dimmri hliöar- götu í Derby," segir Ann Peat. „Viö bjuggum viö þröngan kost og notuðum kamar úti í húsagarðinum. Þegar ég byrj- aöi í skóla hitti ég önnur börn sem höföu sjónvarp og var ekið til skóla í fallegum bíl - en mér og vinum mínum heföi aldrei komið til hugar aö rispa lakkið á þessum bílum eins og börn virðast gera sér til skemmtunar núna. Við bárum virðingu fyrir lögunum.'1 Hún leggur áherslu á að nú til dags sé meira gert fyrir börn og unglinga en á hennar eigin uppvaxtarárum. „Viö höföum engar félagsmiö- stöðvar, sundlaugar eöa sjón- vörp til að stytta okkur stund- ir,“ segir hún. „Frá tíu ára aldri flæktumst viö krakkarnir um göturnar en enginn sem ég þekkti komst nokkurn tíma í kast viö lögin." Hún fór í háskólann í Hull og gerðist kennari. Hún tók sæti í unglingadómstólnum eftir kvöldveröarboð þar sem hún átti fjörugar samræöur viö aöra gesti um félagslegar ræt- ur glæpa. Einn viðstaddra var í dómstólnum og bauðst til aö leggja inn gott orð fyrir hana ef hún vildi gerast fulltrúi. „Þaö var ekki auðvelt aö vera í unglingadómstólnum," segir hún. „Ég held aö ég hafi ekki veriö sérlega dómhörö því að öll þessi ár sendi ég aðeins um tylft barna til vist- unar á betrunarheimilum - en ég varö andvaka yfir hverju einasta þeirra. Þetta voru erf- iðar ákvaröanir." Á þesum árum sat hún aö meðaltali 48 réttarhöld árlega og gat því fylgtst með þróun- inni frá fyrstu hendi. „Síbrotaunglingarnir veröa yngri og yngri,“ segir hún. „Ég hef séö ellefu ára gömul börn sem hafa hálfs metra langa sakaskrá, þar sem sakargiftir eru aöallega bílaþjófnaður og innbrot. Þessi börn eru engir viövaningar í glæpum - þau eiga tæki sem þau geta notað til að fjarlægja gler úr glugg- um og annað því um líkt. Og þau hlæja aö okkur - fulltrú- um dómsvaldsins. Þau vita aö svo lengi sem þau halda sig viö ákveöna tegund glæpa eru þau örugg." Nýja hegningarlöggjöfin fel- ur nefnilega meðal annars í sér aö ekki má senda unga afbrotamenn á betrunarstofn- un nema því aðeins aö glæp- ur þeirra myndi varöa fjórtán ára fangelsisvist eöa meira fyrir fulloröinn mann. Innbrot falla aö vísu undir þá skil- greiningu en það gera bíla- þjófnaöir ekki. „Af þessum sökum," segir Ann Peat, „get ég ekki bent á sextán ára ungling sem hefur stolið hundruöum bíla og sagt sem svo: þaö þarf aö vernda samfélagið fyrir þessum ung- lingi!“ „BÖRN ÞURFA AGA" Aö hennar mati er meö nýju löggjöfinni búiö aö rífa upp meö rótum síöasta hálmstrá réttarkerfisins, sem þó var veikt fyrir. Unglingar, sem hafa gengiö í gegnum eld- skírn „frumskógarsamfélags" götunnar, kippa sér ekki upp við síendurteknar aðvaranir. „Unglingur, sem tekinn er höndum eftir aö hafa brotið af sér, er sendur til yfirvalda á hverjum stað og þau áminna hann og senda beinustu leið heim og út á götuna. aftur,” segir hún. Þau vopn sem unglinga- dómstólarnir hafa í baráttunni viö afbrotaunglingana eru fá og heldur bitlaus, aö dómi Ann Peat. „Aðvaranirnar hafa misst merkingu sína fyrir löngu enda bera unglingarnir ekki næga virðingu fyrir dómsvald- inu til aö taka þær alvarlega," segir hún. „Unglingurinn er yf- irleitt settur á einhvers konar skilorö sem meöal annars krefst þess að hann sé kom- inn heim á ákveðnum tíma á kvöldin en þaö er ekkert eftirlit haft með því. Lágar sektir eru algeng refsing og ef um end- urtekin afbrot er aö ræöa er unglingnum skipaöur eftirlits- maður. Þaö er oftast einhver félagsráðgjafi sem rabbar eitt- hvaö I mesta bróöerni viö unglinginn. Ef um alvarlega 36 VIKAN ró.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.