Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 66
Industrial Light and Magic hefðum við gert hreyfingarnar með „stop motion" eða „go motion'-tækninni. í Jurassic Park er bæði tölvugrafík og þessar tækniaðferðir notaðar á þá leið sem aldrei áður hefur sést á hvíta tjaldinu.“ - Þetta skýrir málið nokkuð vei, en getið þið bent mér á til dæmis tvær senur í myndinni þar sem þetta á við? „Þetta á við um alla mynd- ina,“ svarar Stan og Mark bæt- ir við að sem dæmi megi taka tölvugrafíkina sem var undir hans stjórn. „Alltaf þegar við tökum að okkur nýja mynd gerum við sitthvað sem ekki hefur verið gert áður og það er hluti af þeim galdri sem starf okkar er. Við höfðum aldrei fyrr gert „tölvuleikara" sem eru lif- andi eins og í Jurassic Park. Við höfum búið til „verur“ úr vatni, bráðnum málmi eða gleri í myndum eins og The Abyss og Terminator 2 en aldrei „lífveruh' af holdi og blóði. í þetta skipti þurftum við að gera raunverulega ímynd lífvera sem anda, hugsa og sýna viðbrögð gagnvart um- hverfinu. Þegar þú horfir til dæmis í augu þeirra verður þú að trúa að þær séu lifandi. Á- horfendur sjá vöðvana spenn- ast og húðina hreyfast eðlilega í takt við beinin. Að gera þetta lífsmark trúverðugt var kjarni þeirrar áskorunar sem við tók- umst á við þegar við gerðum Jurassic Park.“ - Risaeðlurnar, sem unnið var með í tölvu, voru þannig aldrei til staðar nema sem myndirá skjánum - eða hvað? „Til að útskýra í stuttu máli hvernig við nálgumst viðfangs- efnið í kvikmyndagerð með tölvum má segja til einföldunar að eins og við venjulega kvik- myndagerð, þegar menn eru með kvikmyndavél, kvik- myndasvið og tré, þá erum við með tölvukvikmyndavél, tölvu- kvikmyndasvið og tölvutré. Báðir þessir heimar eru til og báðar myndavélarnar taka myndir. Við setjum þessar myndir síðan saman til að fá fram lokaútkomuna. Tölvan er líka einstaklega hentugt tæki til fjölföldunar. Ef maður er með tíu risaeðlur þá er minnsta mál að búa til þúsund. Ef við tökum sem dæmi senuna með eðlu- hjörðinni, sem hleypur saman í hóp, þá var hún ekki til staðar á Hawaii þegar myndin var tekin. Það var ekki hægt að klæða hóp af strútum í eðlu- búninga eða neitt þess háttar og eina leiðin er að gera svona í tölvu. Hjörðin var til staðar á „tölvu-Hawaii“ og við setjum þetta saman þannig að það lít- ur út fyrir að eðlurnar séu í raunverulegu umhverfi sínu. Við erum með tölvusól, tölvu- hæð og tölvugras og allir þess- ir þættir sannfæra áhorfand- ann um trúverðugleika mynd- arinnar." NÝ FRÁSAGNARTÆKNI - Það stefnir þá allt í það að viö þurfum ekki á leikurum að halda lengur og búast má við myndum sem eru bara leiknar af „tölvuleikurum". „Það á eftir að gerast en markmiðið er ekki að útiloka leikara. Markmiðið er að skapa og segja sögur, nýja tegund af sögum sem ekki voru hugsanlegar fyrr en þessi tölvutækni var fundin upp. Snillingurinn Spielberg fylg- ist meö töku myndarinnar. Engu að síður verður mann- lega þættinum aldrei útrýmt, það verður alltaf pláss fyrir fjölbreytileika mannlegrar tján- ingar.“ Hér tekur Stan við aftur. „Það verður að líta á tæknina sem nýtt tæki í stað þess að sjá hana sem eitthvað sem kemur í staðinn fyrir mann- eskjuna. Það eru menn að baki þessara tæknilegu fram- fara og þeir eru við stjórnvöl- inn fyrir framan tölvurnar eins og annars staðar. Það er ekk- ert nýtt að myndir séu gerðar án leikara. Við höfum teikni- myndir og brúðumyndir, þetta er bara annað frásagnarform en leiknar myndir. Það sem við erum að tala um er viðbót, ekki eitthvað sem kemur í staðinn fyrir aðra kvikmynda- gerð.“ - Er mögulegt að sjá hvað er gert í tölvu og hvað ekki? Er einhver munur sem áhorf- endur geta greint ef þeir skoða myndina til dæmis gaumgæfilega á myndbandi? Phil Tippett svarar. „Já, ef þú ert vanur að horfa á myndir gerðar í tölvu gætir þú það. Við sjáum muninn en hug- myndin er að láta tölvuveru- leikann og raunveruleikann blandast eins vel og hægt er. Það gerist ekki af sjálfu sér f klippiherberginu heldur er margra mánaða sameiginleg- ur undirbúningur fjölmargra aðila sem liggur þar að baki. Spielberg eyddi þremur mán- uðum í að vinna við og endur- bæta skissur að myndskeið- unum, ekki bara til að ákvarða hreyfingar og hátterni risaeðl- anna heldur líka til að reikna út hvað myndin mundi kosta. Öll smáatriði voru þaulskoðuð og til dæmis ákveðið áður en farið var af stað hvernig nota ætti risaeðlu í fullri stærð frá einu sjónarhorni og tölvueðlu frá öðru sjónarhorni þannig að hægt væri að klippa þar á milli án þess að það sæist." KOSTNAÐUR YFIR 1000 MILUÓNIR KRÓNA - Hvað kostuðu allar þessar brellur? „Fjórtán, fimmtán milljónir dollara," segir einhver en Michael hummar og er greini- lega ekki tilbúinn að gefa ná- kvæmt svar við spurningunni. „Það er erfitt að segja en það sem ég get sagt er að við kláruðum myndina tólf dögum á undan áætlun og það er næstum einsdæmi við gerð myndar í þessum stærðar- flokki og með svona mikið af tæknibrellum." Stan grípur aft- ur inn í. „Það trúði því enginn að hægt yrði að klára þessa mynd tímanlega því það var vitað að margar hindranir yrðu á veginum við töku hennar. Það gefur augaleið því við vor- um að vinna með eftirlíkingar af risaeðlum sem voru allt að fjögur og hálft tonn að þyngd og í annan stað með tölvuleik- ara og að láta það koma eðli- lega út, þegar leikararnir og kvikmyndatökumaðurinn voru að vinna með risaeðlur sem voru ekki einu sinni á staðn- um, er erfiðara en flesta grun- ar. Þetta voru aðstæður sem virtist ekki nokkur leið út úr en vegna samvirkni alls þessa hæfileikafólks og tæknilegra framfara varð lokaárangurinn miklu betri en nokkurn hafði dreymt um. Við fengum miklu meira út úr eftirlíkingunum af risaeðlunum en við héldum að við gætum, tölvugrafíkin var líka miklu sterkari og fjölbreytt- ari en við höfðum ímyndað okkur. Þetta rennur síðan saman næstum fullkomlega án þess að hægt sé að sjá það.“ Stan er stoltur yfir þessari nýjustu skrautfjöður í hatt sinn en Michael er meira niðri á jörðinni. „Við urðum eiginlega að Ijúka við þetta verkefni með því hugarfari að okkur hefði mistekist. Steven Spielberg segir nefnilega að ef maður nær markmiðum sínum hafi maður ekki sett þau nógu hátt. Það sem við vorum að reyna að gera var að skapa raun- verulegar risaeðlur og við gerðum það besta sem við gátum.“ - Ég heyri að ímyndunar- aflið hefur greinilega ekki stoppað ykkur, en var eitthvað sem þið gátuð ekki leyft ykkur að gera vegna þess að það var ofdýrt? Mark er fyrstur til svars. „Það sem gerðist var að þegar við sáum hvað eftirgerðirnar af risaeðlunum og tölvugrafíkin blönduðust vel saman opnuð- ust fyrir okkur miklu meiri möguleikar. Lokasenunni var til dæmis bætt við þegar við vorum hálfnaðir með myndina, út af þeim möguleikum sem okkur urðu Ijósir og vegna þess hversu langt við vorum á undan áætlun.“ 66 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.