Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 26

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 26
ég hann af gömlum vana. Vélrænt. En að þessu sinni áttaði ég mig. Mér var ofboðið." ÁTFÍKLAR ERU VEIKIR FYRIR AUGLÝSINGASKRUMI Spurningu um það hvort þetta hafi verið dæmigerður dagur í lífi átvagls svarar hún neitandi. „Þá væri ég sennilega dauð. Nei, svona slæmir dagar eru sem betur fer undantekning. Þennan dag var ég ekki í venjulegu ofáti held- ur hreinni og beinni átsturlun sem stundum kemur yfir mig eftir langvarandi ofát og enda- laus vonbrigði með misheppnaðar tilraunir til að hafa stjórn á þessu." Sumir átfíklar eiga þaö til að troöa í sig mat og kasta honum síðan upp. Kannast hún við það? „Nei, ég hef aldrei gert það. Mér hefur stundum dottið það í hug en ég hef bara ekki treyst mér í það. Hjá sumum ofætum er mynstrið þannig að þær éta og kasta svo upp, ef þær eru þá ekki í algjöru svelti. Þannig er það ekki í mínu tilviki. Ég hef að vísu reynt að fasta en það gekk ekki upp. Mig svimaði og ég fékk höfuðverk, auk þess sem ég varð grútmáttlaus. Hins vegar held ég að varla sé til sá megrunarkúr sem ég hef ekki reynt: Scarsdale, sítrónukúrinn, eplaedikskúrinn, bananakúrinn, hrísgrjónakúrinn og ótal teg- undir af duftkúrum, að ógleymdum alls konar heilunaraðferðum. Ég er á því að allt slíkt sé tómt skrum í gróðaskyni. Það er auðvelt að græða peninga á ofætum. Fyrirheit um krafta- verk eru svo heillandi. Ofætur og aðrir fíklar gína við öllu slíku. Eitt af því fyrsta sem mér lærðist í OA var að sjá í gegnum það. Maöur lætur fúslega blekkjast af því að maður vill endilega fá að trúa á eitthvað sem einfaldlega getur ekki gengið upp. Öfgar eru ráðandi afl í lífi ofætunnar. Maður skiptir allri tilverunni í tvennt: Allt eða ekkert, svart eða hvítt, gott eða vont. Ekkert þar á milli. Ofætum finnst lítið til þess koma að losna við fáein kíló. Ef ekki er hægt að losna við öll aukakílóin á einu bretti er eins gott að sleppa því alveg. Loforðin í auglýsingunum eru miðuð við þennan hugsunarhátt. Ágætt dæmi um það er síðasti töfrakúrinn sem ég lét ginnast af. Það sem ég féll líklega fyrir var á- byrgð sem fylgdi í kaupbæti. Ef kúrinn virkaði ekki átti maður kröfu á endurgreiðslu. Fyrst seljandinn var svo heiðarlegur að bjóðast til að endurgreiða vöruna ef hún kæmi ekki að gagni hlaut kúrinn aö virka. Ég keypti þriggja vikna birgðir af einhverri rándýrri prótín-leðju í litríkum umbúðum. Það reyndi þó aldrei á þaö hvort kúrinn virkaði eða ekki þótt hann ætti aö vera úrslitatilraun af minni hálfu. Þegar ég var nýbúin aö kaupa þetta gerðist nokkuð sem setti strik í reikninginn." MIÓNAN í AFMÆLINU „Ég var boöin í afmæli. Þar var kona sem ég kannaðist við. Hún haföi alltaf veriö feit, jafn- vel feitari en ég og því hafði það alltaf glatt mig að sjá hana. Það var bara ekkert gaman að horfa á hana í þetta sinn. Hún var ekki lengur feit. Henni var ekki einu sinni vel í skinn komiö. Hún var mjó! Og komin í stór- glæsilega rauða Chanel-dragt sem ég hafði veitt sérstaka eftirtekt í búðarglugga í Kringl- unni. Til að gera illt verra er rauöur litur sá sem fer mér langbest, að öðru leyti en því að feitabollur geta ekki leyft sér að ganga í rauð- um fötum. Og ekki nóg með að hún væri létt- ari á sér, það var líka svo létt yfir henni. Hún geislaði. Allt þetta þaut í gegnum hugann á mér á sekúndubroti þegar ég kom auga á manneskjuna. Þetta fór rosalega í taugarnar á mér. Ég öfundaði hana og í þessum nýja samanburði við hana fannst mér ég sjálf enn ömurlegri en nokkru sinni fyrr. Ég var auðvitað ekki ein um að taka eftir stakkaskiptunum. Það var verið að pískra um þetta og ég heyrði sjálfa mig segja háðslega: „Ætli hún sé ekki bara orðin ástfangin, grey- ið.“ Hinar litu á mig undrandi. Illgirnin fór ekki fram hjá þeim. Svo fóru þær að hlæja og mál- ið var tekið af dagskrá. Næstu daga var ég friðlaus. Ég varö aö komast að því hvernig hún hafði farið aö þessu. En hvern gat ég spurt? Ekki hana sjálfa. Og ekki gat ég farið að hringja út um allan bæ til að grafast fyrir um það. Þar með heföi ég verið að viöurkenna að þetta væri eitthvert mál fyrir mig. Það var ekki hægt.“ Þó fór svo að hún hringdi í þá sem hafði haldið afmælisveisluna og veiddi upp úr henni leyndarmálið. „Nei, þessi kona var áreiðan- lega ekki í neinum vafasömum hugleiðingum, allir vissu nú að það hjónaband væri eitt af þeim fáu sem væru í lagi. En hún hafði víst farið í OA til að ná af sér spikinu. OA? Já, þaö voru svona samtök eins og AA og önnur slík. Annars vissi hún það ekki almennilega, hún vildi heldur tala um afmælið. Þetta nægði mér. OA hafði ég aldrei heyrt nefnt og reyndar átti ég bágt meö aö skilja hvernig AA gat tengst því sem ég var að stríða við. Ekki var ég alki. Á þessum tíma vissi ég nánast ekkert um tilfinningaleg vandamál og satt að segja leiddist mér allt þetta fjas um vandamál." Vikurnar, sem fóru í hönd, voru erfiðar, tími togstreitu og ringulreiðar. Um vorið átti að ferma elsta barnið á heimilinu og það stóð mikið til. „Viö höfðum miðað svo margt við þessa fermingu. Þá átti allt að vera klappað og klárt, húsið endanlega frágengið, heimilið fullkomið og fjölskyldan líka. Inni í þessari fallegu mynd grillti ég í sjálfa mig, mjög óljóst, en þegar ég leit í spegilinn blasti það við mér, þetta flikki sem mér fannst ekki vera ég sjálf heldur eitt- hvað sem ég sæti uppi með, nauðug, án þess að ég ætti sök á því eða mér kæmi það í raun og veru við. Ég var bálreið út í allt og alla. Ég gleymi aldrei deginum þegar ég ákvað að reyna OA. Þá voru nákvæmlega þrír mán- uðir í ferminguna og ég afbar ekki tilhugsun- ina um að upplifa þann dag svona á mig kom- in. Ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég væri ekki fær um að grennast af sjálfsdáðum. Ég gafst upp. Mér var alveg sama. Þessi uppgjöf var lykilatriði. Ég var löngu búin aö afla mér upplýsinga um aðsetur og fundatíma OA- samtakanna og vissi að nú voru tveir dagar í næsta fund. Þegar ég var aö koma mér af stað fór ég undan í flæmingi þegar ég var sþurð hvert ég væri að fara. Þótt ég þykist hafa tamið mér hreinskilni i samskiptum við mína nánustu hef ég aldrei getað rætt opin- skátt um einmitt þetta vandamál, en slík ein- angrun er fastur liður í því hegðunarmynstri sem er fíklum sameiginlegt." EINANGRUN OG HEGÐUNARMYNSTUR FÍKLA Hún lítur svo á aö tilfinningaleg óreiða sé oft- ast rót þess hömluleysis sem fram kemur í of- áti eða annarri ofneyslu hjá fíklum. „Hömluleysið er tilraun til að draga úr van- líðan, deyfa sársauka sem innri togstreita hef- ur óhjákvæmilega í för með sér. Fíkill er á stöðugum flótta undan hvötum sem hann hef- ur enga stjórn á og afleiðingin kemur ekki að- eins fram í ofneyslu heldur setur hún mark sitt á allt manns líf, einkum og sér í lagi á meðan vandamálið er ómeðvitað. Tilfinningaleg ein- angrun er eitt einkennið. Maður lokast inni með erfiðar tilfinningar eins og kvíða, ótta, sársauka, reiði og sorg, allt þetta sem maður veigrar sér við að finna fyrir. Tilfinningarnar hverfa ekki þótt þær séu bældar. Þær eru þarna áfram, hvort sem maöur viðurkennir þær eða ekki. Eina leiöin til að nálgast þær og ná stjórn á þeim er að ræða þær við einhvern sem hefur sömu reynslu og er því fær um að láta í té skilning og samúð. Ég veit að þetta hljómar eins og samheng- islaus þvæla en þaö er þá bara í samræmi við þá innri óreiðu sem ég er að tala um. Kannski tekst mér einhvern tíma að greiða úr þessum flækjum hjá sjálfri mér þannig að átfíkn hætti að vera vandamál hjá mér. Eg veit þaö ekki. Ég veit bara að ég á langt í land með það. Kannski er það líka rétt að maður vinni aldrei fullnaðarsigur á fíkn, að í mesta lagi megi vænta þess að maður veröi fær um að búa við hana án þess að hún stjórni öllu manns Iffi. Þannig er ástandið því miður ekki hjá mér þessa stundina. Einhvern veginn missti ég þau tök sem ég var búin að ná á þessu og nú finnst mér ég hafa verið í margra mánaða ein- angrun sem fram kemur í flótta, undanbrögð- um og endalausum feluleik,“ bætir hún við feimnislega og togar peysuna niður fyrir hnén. Hvort hún er að fela sig fyrir mér eða sjálfri sér er ekki gott að segja. Á sjö mánuðum tókst henni að losna við 26 kíló með einföldum ráöum og stuðningi félaga sinna í OA. Hafði hún þá náö svokallaðri kjör- þyngd? En hvað gerðist síðan? Hvernig náði fíknin yfirhöndinni á ný og af hverju er hún þá ekki löngu farin aftur í OA fyrst hún er enn sannfærð um aö þar sé hjálp að finna? „Við þessu á ég eiginlega engin svör. Ég veit ekki einu sinni hvort ég var komin í kjör- þyngd á sínum tíma og þaðan af síður veit ég hvaö ég er þung núna. Eg fæ mig ekki til þess að stíga á vogina og mér finnst ég þurfa aö herða mig upp áður en ég fer aftur í OA. Ég skammast mín. Með því að detta aftur í ofátið hef ég ekki bara valdið sjálfri mér ofboðsleg- um vonbrigðum heldur líka mínum nánustu sem samglöddust mér svo innilega þegar ég náöi þessum frábæra árangri. OA er engin kraftaverkalausn. Það veit ég manna best. En ég veit líka að ég losna ekki hjálparlaust úr því neti sem fíknin er. Ég átti bágt með að segja frá reynslu minni en ákvörðun um að gera það er kannski fyrsta skrefið í rétta átt. Næsta skref er kannski í áttina að voginni þar sem ég mun horfast í augu við veruleikann og þaðan liggur leiðin vonandi aftur í OA-samtök- in.“ □ OA er skammstöfun fyrir Overeaters Anony- mous, samtök sem eiga upptök sín í Banda- ríkjunum. OA-deildir eru starfræktar á átta stöðum hér á landi. Upplýsingar um fundi eru veittar í síma samtakanna, 91-25533. 26 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.