Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 27
ÞANNIG ER BJORK AÐEINS MEISTARI Hún er svo ofsalega sniöug týpa og svo er hún líka svo góöur tón- listarmaður. Þaö eru margir sem hafa látið skoöun sína á Björk Guðmundsdóttur í Ijós meö ofangreindum orðum enda hefur Björk skapaö sér þá ímynd á undanförnum árum aö hún sé bara lítil, sæt stelpa sem syngur sérkenni- lega og semur tónlist á meist- aralegan hátt. Málið er samt ekki svona einfalt, á bak viö þessa fuilorðnu konu meö sakleysislega stelpuandlitiö leynist litríkur persónuleiki sem fer sínar eigin leiðir. Sigr- ar hennar í breska tónlistar- heiminum á undanförnum vik- um hafa orðið til þess aö jafnt þeir sem hafa fylgst meö henni sem tónlistarmanni sem og aörir hafa velt fyrir sér hvað leynist á bak viö tíkar- spenana og feimnislega bros- ið. Okkur lék forvitni á að vita hvaö vinir hennar og sam- starfsmenn í gegnum tíöina hefðu um málið aö segja. Sigtryggur Baldursson, trommari og skapari Bogomil Font, hefur starfaö náið meö Björk á undanförnum árum. Hann hefur þetta aö segja um þá ímynd sem hún hefur skapaö sér: „Björk hefur óneitanlega sérstakt útlit, dá- lítiö barnslegt og ég held aö hún noti þetta útlit og þá barnslegu framkomu sem hún hefur tamið sér til aö fela þaö hvað hún er feimin en hún er í raun mjög feimin og sérstaklega gagnvart fjöl- miðlafólki." Óskar Jónasson kvik- myndagerðarmaður þekkir Björk einnig mjög vel. Hann segir að hún sé vön því að vera álitin ööruvísi. „Björk ólst upp viö aö vera ööruvísi. For- eldrar hennar voru hippar þegar hún var lítil og í skólan- um var hún kölluð „kínverj- inn“. Þaö pirrar hana engan veginn aö vera álitin ööruvísi, hún er einhvern veginn stolt af því. En hún er líka mjög fal- lega öðruvísi." Kannski er þetta öðruvísi, sem Óskar talar um, ekki síst fólgið í klæöaburöinum en Björk hefur ætíð farið óhefö- bundnar leiöir hvað klæða- burö varðar. Vakti hún til að mynda mikla athygli í kvik- myndinni Rokk I Reykjavík bæöi fyrir sérkennilegan klæönaö og sviðsframkomu sem og sérkennilega radd- beitingu. Þar kom hún fram í skærgulum kjól, meö rauöar eplakinnar og stakk skemmti- lega í stúf við leðurklædda pönkarana. Óskar hefur þetta aö segja um klæöaburð henn- ar: „Hún velur sér föt fyrir utan tískustraumana, samt er hún alltaf í sniðugum fötum sem ganga upp - á einhvern skrýt- inn, persónulegan hátt. Þaö er eins og hún þurfi ekkert aö hafa fyrir því. Henni er líka fullkomlega sama um almenn- ingsálitiö. Hún er ákveöin í því að gera nákvæmlega eins og henni sýnist enda er hún aö ná langt á sínu sviði. Magga Stína, fiðluleikari og söngkona Risaeðlunnar, virð- ist heldur ekki eiga erfitt meö aö skýra velgengni Bjarkar í stuttu máli. „Aðeins einn af trilljón helstu kostum þessarar stúlku er sá aö hún getur ekki - eöa öllu heldur kann ekki aö staöna! Svo er hún svo falleg, hvernig sem á hana er lifiö." Margir hafa talaö um að Sykurmolarnir hafi lagt grunn- inn að velgengni Bjarkar sem sólósöngkonu. Flestir meðlim- ir Sykurmolanna hafa aö und- anförnu verið aö vinna að tón- listarsköpun án samstarfs viö aöra úr hljómsveitinni en eng- inn þeirra hefur átt eins mikilli velgengni aö fagna og Björk. Sigtryggur trommari hefur þetta um tónlist Bjarkar aö segja: „Björk semur sérstak- lega skemmtilega texta og tónlistin hennar er mjög per- sónuleg. Lagiö Venus Is a Boy, sem er á nýja diskinum hennar, er sannkallaö meist- araverk. Björk er mjög leitandi í tónlistarsköpuninni og hefur þörf fyrir aö prófa nýja hluti. Hún veit nákvæmlega hvaö hún vill og hefur gott af því að fá aö stjórna sjálf. Hún hefur oröiö frekari meö aldrinum - en það er bara gott.“ Bragi Ólafsson, Ijóðskáld og fyrrum bassaleikari Sykur- molanna: „Björk er fínn tónlist- armaður og þaö lýsir sér mik- iö til í því aö reyna ekki aö geðjast öörum á auðveldan hátt. Hún er mjög áhrifagjörn, stundum einum of, en þaö nýtist henni vel þvi hún skoð- ar allt og vinnur vel úr því sem henni líkar.“ Hvernig er svo þessi á- kveöna og stjórnsama kona í samstarfi? Sigtryggur: „Þaö er mjög gaman aö vinna meö Björk. Hún er bæði móttækileg og gefandi í samvinnu." Bragi: „Björk er gædd þeim ágæta en fágæta eiginleika að vita nokkurn veginn hvaö hún vill og geta framkæmt þaö án þess aö misnota ann- aö fólk eöa þaö tónlistarform sem hún velur sér f þaö og þaö skiptið. Hún ber virðingu fyrir ööru fólki og er laus viö þá sjálfsánægju sem hrjáir tónlistariðnaðinn I alveg hreint hlægilegum rnæli." Tónlistarmaöurinn Megas lætur einnig vel af samstarfi viö Björk og metur hana mikils bæöi sem persónu og tónist- armann. „Björk er alveg yndis- leg manneskja og mikil lista- kona. Ég er sannfærður um að hún á eftir að ná gífurlega langt. Hún skynjar svo vel það sem er í kringum hana og í okkar samvinnu hefur þaö sem hún hefur gert alltaf verið eins og talað út úr mínu hjarta. Þaö er til fullt af sætum stelpum sem syngja fallega en þaö er aðeins til einn meistari - og þaö er Björk.“ □ 16. TBL. 1993 VIKAN 27 TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.