Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 11

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 11
sem standa fyrir framan í- þróttahúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði. í öðru var Fjöru- kráin eins og hún var þá rekin en með skálanum var stefnt á víkingaveislur. í hinu gamla húsinu var ekkert nema ná- fraenka sinnuleysis, niður- níðslan. Nú er Jóhannes að gera það upp líka. En þessi tjaldskálabygging var umdeild á sínum tíma eins og títt er raunar um byggingar í Hafnarfirði. Það vill enda oft verða á slíka lund þar sem innbyggjendum þykir vænt um bæinn sinn. Eigandi hússins ákvað á hinn bóginn að nota allt sem hann hefði til að ná fólki til sín. „Þetta er næstelsta húsið í Firðinum og heilög kýr eftir því. Ég tók samt sem áður þann kostinn að byggja við það. Afraksturinn er uppgang- ur hinn mesti og ekkert vol- æði.“ GULLFISKAR OG VlKINGAR Jóhannes er líka með sjö metra langt fiskabúr fyrir ofan barinn hjá sér í víkingaskálan- um og gullfiskabúrin eru víðar um húsakynnin. Hann segist ekki geta haft dýrin heima hjá sér þannig að þau verði að vera hjá honum í vinnunni. En hvað eiga gullfiskar og víking- ar sameiginlegt? „Ja, fiskar voru til á víkinga- öld líka þannig að þetta geng- ur ágætlega saman,“ svarar Jóhannes hlæjandi en það er ekki alveg víst að gullfiskar hafi tekið á móti Hrafna-Flóka í íshrönglinu á Vestfjörðum hér um árið. (Hér vill Jóhann- es vitaskuld meina að Flóki hafi fyrst fengið augastað á Hafnarfirði og hver veit nema þar hafi þá verið vaðandi gull- fiskagöngur um allan fjörð!) Það eitt og sér breytir engan veginn þvf að fiskarnir una sér vel í búrum sínum, innan um sverðin, gömlu skipamyndim- ar og allt annað mögulegt á þessum stað. Og eins og Jó- hannes Viðar segir sjálfur: „Ég veit ekki hvort víkingarnir ráku veitingastaði, sennilega ekki, en ef þeir gerðu það þá voru staðirnir nákvæmlega svona!“ Hann hlær ógurlega með þessum orðum sfnum. „Ég vildi engar stórar kristals- Ijósakrónur í loftin og þess háttar enda nóg af slíkum stöðum hér á landi," segir Jó- hannes og hvergi er að sjá neitt af því tagi. Hins vegar má alveg nefna ein sjötíu uppstoppuð dýr sem eru á víð og dreif um húsin. 16.TBL. 1993 VIKAN 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.