Vikan


Vikan - 12.08.1993, Page 11

Vikan - 12.08.1993, Page 11
sem standa fyrir framan í- þróttahúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði. í öðru var Fjöru- kráin eins og hún var þá rekin en með skálanum var stefnt á víkingaveislur. í hinu gamla húsinu var ekkert nema ná- fraenka sinnuleysis, niður- níðslan. Nú er Jóhannes að gera það upp líka. En þessi tjaldskálabygging var umdeild á sínum tíma eins og títt er raunar um byggingar í Hafnarfirði. Það vill enda oft verða á slíka lund þar sem innbyggjendum þykir vænt um bæinn sinn. Eigandi hússins ákvað á hinn bóginn að nota allt sem hann hefði til að ná fólki til sín. „Þetta er næstelsta húsið í Firðinum og heilög kýr eftir því. Ég tók samt sem áður þann kostinn að byggja við það. Afraksturinn er uppgang- ur hinn mesti og ekkert vol- æði.“ GULLFISKAR OG VlKINGAR Jóhannes er líka með sjö metra langt fiskabúr fyrir ofan barinn hjá sér í víkingaskálan- um og gullfiskabúrin eru víðar um húsakynnin. Hann segist ekki geta haft dýrin heima hjá sér þannig að þau verði að vera hjá honum í vinnunni. En hvað eiga gullfiskar og víking- ar sameiginlegt? „Ja, fiskar voru til á víkinga- öld líka þannig að þetta geng- ur ágætlega saman,“ svarar Jóhannes hlæjandi en það er ekki alveg víst að gullfiskar hafi tekið á móti Hrafna-Flóka í íshrönglinu á Vestfjörðum hér um árið. (Hér vill Jóhann- es vitaskuld meina að Flóki hafi fyrst fengið augastað á Hafnarfirði og hver veit nema þar hafi þá verið vaðandi gull- fiskagöngur um allan fjörð!) Það eitt og sér breytir engan veginn þvf að fiskarnir una sér vel í búrum sínum, innan um sverðin, gömlu skipamyndim- ar og allt annað mögulegt á þessum stað. Og eins og Jó- hannes Viðar segir sjálfur: „Ég veit ekki hvort víkingarnir ráku veitingastaði, sennilega ekki, en ef þeir gerðu það þá voru staðirnir nákvæmlega svona!“ Hann hlær ógurlega með þessum orðum sfnum. „Ég vildi engar stórar kristals- Ijósakrónur í loftin og þess háttar enda nóg af slíkum stöðum hér á landi," segir Jó- hannes og hvergi er að sjá neitt af því tagi. Hins vegar má alveg nefna ein sjötíu uppstoppuð dýr sem eru á víð og dreif um húsin. 16.TBL. 1993 VIKAN 1 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.