Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 17

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 17
Ég finn samt stundum fyrir því að umhverfinu þykir þetta ekki alltaf sjálfsagt. Það er kannski þess vegna sem ég hélt þessu fyrir sjálfa mig þegar ég byrjaði að læra. Það er svo leiðinlegt að vera með ein- hverjar yfirlýsingar um eitt- hvað sem verður svo ekkert úr. Ég verð vissulega vör við það að farþegar líta stundum ekki á mig sem neinn venju- legan flugmann. Fólk er vant því að flugmenn séu karlkyns. Það eru aðallega strákar f kringum tvítugt sem senda mér glósur eins og „oj bara, stelpa! - ég flýg ekki með þessari vél“. Fullorðið fólk hugsar kannski svona en það segir það ekki. Aðrir og miklu fleiri verða ofsalega hrifnir og finnst þetta sniðugt og vel við hæfi.“ DORNIERINN MJÖG SKEMMTILEGUR „Ég flýg tveimur flugvélateg- undum, tveggja hreyfla og fimmtán sæta Beechcraft og nítján sæta Dornier 228. Þær eru mjög ólíkar. Dornierinn hefur alveg einstaka flughæfi- leika og er mjög skemmtileg- ur. Bæði er hann fljótur á milli staða og auk þess hægt að fljúga honum mjög hægt í að- flugi og það kemur sér vel við erfiðar aðstæður eins og til dæmis þegar lágskýjað er og þoka. Þá er gott að eiga þess kost að geta flogið löturhægt. Vélin er líka mjög stöðug og maður finnur Iftið fyrir ókyrrð. Beechcraftinn er líka mjög skemmtilegur, hann er svo einfaldur og hefur reynst ótrú- lega vel. Stundum flýg ég vélunum báðum sama daginn. Það er kannski eins og að fara af fólksbíl og yfir á jeppa, að öðru leyti er munurinn ekki svo mikill því að allar flugvélar byggjast upp á þvf sama. Sumir flugmennirnir okkar hafa réttindi á ýmsar vélar og einn þeirra flýgur ábyggilega fimm mismunandi tegundum að staðaldri, þremur eða fjór- um sama daginn þegar svo ber undir. Maður tekur réttindi á hverja vél fyrir sig. Stundum er ég spurð að því hvort ég geti flogið Fokker eða stórri þotu. Auðvitað gæti ég það en ég þarf fyrst að öðlast tilskilin réttindi. Slíkt kostar mikið og borgar sig ekki nema ég sé komin í vinnu hjá því flugfé- lagi sem hefur viðkomandi vélar í þjónustu sinni. Það er Ifka óþarfi að vera með rétt- Ekki fer öll vinnan fram um borö í flugvél- inni, ákveöin skriffinns- ka fyigir líka starfi flug- mannsins. indi á fleiri vélar en maður þarf á að halda. Nú er ég að safna mér tím- um á níu sæta vél sem pabbi hefur til umráða. Á hana þarf aðeins einn flugmann og þá get ég flogið henni sem flug- stjóri. Pabba dreymir um að vera selskapsflugmaður, ég sitji fram í og stýri og hann aftur í hjá gestunum. Hann hlakkar mikið til þegar ég fæ réttindi á hana. Hann hefur oft tekið vini sína með sér í ferðir á þessari vél, við fórum til dæmis á henni til Bretlands í í innanlandsfluginu fær maður frábæra reynslu. Sumir flugvellir á íslandi eru alveg einstakir og margir eru stað- settir þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Stundum eru há fjöll allt í kring eins og á ísa- firði þar sem aðflugið er mjög ævintýralegt. Flugbrautin ligg- ur alveg uppi í fjallshlíðinni og fjöll eru á báða vegu að auki. Þess vegna verðum við að taka mjög krappa beygju al- veg í lokin. Veðuraðstæður eru heldur ekki alltaf sem á- kjósanlegastar. Ég held aftur fyrra og á Ólafsvökuna í Fær- eyjum. Framundan er mjög skemmtileg ferð. Þá ætlar hann að taka nokkra af vinum sínum til Grænlands - og ég fæ jafnvel að koma með. Flogið verður til Kulusuk og farið með bát þaðan til næsta fjarðar þar sem er gamall her- flugvöllur. Þeir ætla að kanna aðstæður og athuga hvort unnt sé jafnvel að nota völl- inn.“ MEÐ BESTU FLUG- MÖNNUM Á ÍSLANDI - Dreymir þig um að fljúga stærri vélum? „Núna er draumurinn ekki sá að fara endilega á stærri flugvélar. Ég hef ekki neina sérstaka löngum einmitt núna til þess að fara að fljúga þotu. Það heillar mig ekki í augna- blikinu að setjast í flugmanns- sætið, taka á loft og sitja síð- an í fjóra tíma á meðan lítið gerist. í innanlandsfluginu er alltaf eitthvað að gerast. Alltaf er verið að fljúga á nýja og nýja staði, aðstæðurnar eru mismunandi og veðrið alltaf breytilegt. Maður er líka í miklu nánari tengslum við far- þegana heldur en lokaður inni allan tímann i flugstjórnarklefa stóru vélanna. á móti að það sé hvergi fal- legra og skemmtilegra að fljúga en á íslandi í góðu veðri. Sjónflugið er heillandi þegar maður getur skoðað landið. Mér finnst til dæmis mjög skemmtilegt að fljúga norður á Strandir og á Vest- firðina. Staðreyndin er sú að ég hef ferðast fremur lítið um ísland, miklu meira í út- löndum en þangað hef ég farið að minnsta kosti þrisvar á ári og hef komið til margra landa. Núna finnst mér tími til kominn að kynn- ast íslandi betur. Kærastinn minn og ég eigum Toyota- jeppa. Við höfum ferðast svolítið um hálendið og ætl- um að gera meira að því. Ég hef líka gaman af því að keyra - en það eru kannski skiptar skoðanir um hversu vel ég geri það. Ég er að fljúga með mjög reyndum flugmönnum sem búnir eru að vera f innan- landsfluginu í fjölmörg ár. Ég vil meina að þetta séu bestu flugmenn á íslandi, sem miðla mér af gífurlegri reynslu. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt í hverri einustu ferð og hver dagur í lífi mínu er spennandi ævintýri." - Hefur hvarflað að þér að freista gæfunnar eriendis? „Jú, jú, ég hefði alveg á- huga á að gera það um tíma. Það getur hins vegar verið mjög erfitt. Pabbi hefur gert það sjálfur, búið hér heima en starfað erlendis. Það er erfitt til lengri tíma. Ég held að það sé skemmtilegast að vera þá hjá litlu félagi, til dæmis í inn- anlandsflugi í Suður-Ameríku og fljúga vélum á borð við Dornier, sem er svo skemmti- leg - eða jafnvel Twin Otter og þvílíkum landbúnaðartækj- um sem fljúga rosalega hægt en geta lent nánast alls stað- ar.“ ALLIR FLUGMENN VERÐA HRÆDDIR - Aldrei hrædd? „Ég hef verið heppin á mín- um flugferli og ekki lent í neinu. Það hafa að vísu kom- ið upp smávægileg vandamál en ekkert sem máli hefur skipt. Ég varð reyndar stund- um hálfsmeyk þegar ég var að fljúga í Bandaríkjunum þar sem umferðin er ofboðsleg. Oft kom upp sú staða að ég vissi að það var fullt af vélum í kringum mig sem ég sá aftur á móti ekki, það má þá engu muna að ekki verði árekstur og það kemur oft fyrir. Auðvitað verð ég hrædd öðru hverju, allir flugmenn verða það einhvern tíma, sem betur fer. Ég myndi ekki vilja fljúga með flugmanni sem væri aldrei hræddur." - Framtíöaráætlanir? „Ég er að hugsa um að fara í háskólanám í náinni framtíð þó það verði ekki nú í haust. Ég er ekki alveg á- kveðin í því hvað ég ætla að leggja þar stund á en ég er með vissar hugmyndir. Það er ákjósanlegt að hafa eitt- hvað meira á bak við sig. Það þarf svo lítið að koma fyrir til þess að flugmaður missi skír- teinið, heilsan þarf að vera al- veg fullkomin. Maður er illa staddur ef maður missir rétt- indin á besta aldri og hefur ekki að neinu öðru að hverfa. Þess vegna hyggst ég vera í skóla næstu árin og fljúga á sumrin þegar mest er að gera, þangað til ég er búin að klára skólann. Gaman væri líka að hafa réttindi til að kenna flug. Ég þarf þá að taka tíu vikna nám- skeið og var búin að skrá mig í það síðastliðinn vetur. Þegar til kom hafði ég ekki tíma til að sinna því og sló því á frest. Það getur vel verið að ég fari á námskeið næsta vetur.“ □ 16.TBL. 1993 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.