Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 19
STÆRÐ: S M L Yfirvídd: 107 117 126 cm Sídd frá öxl: 69 71 73 cm Ermalengd: 47 48 49 cm EFNI: FLOS frá ÍSTEX Svart (nr. 0420); 400 400 450 g Hvítt (nr. 0401): 250 300 300 g Rautt (nr.9009): 100 100 100 g Hnappar: 7 stk. Prjónar: Hringprjónar nr. 3 1/2 og 4 1/2, 80 cm langir. Hringprjónn nr. 4 1/2, 40 cm langur. Sokkaprjónar nr. 3 1/2. PRJÓNFESTA: 17 lykkjur og 22 umferðir tvíbandaprjón á prjóna nr. 4 1/2 = 10 x 10 cm. Sannreynið prjónfestuna, breytið um prjóna- stærð ef með þarf. SKAMMSTAFANIR: L = lykkja(-ur), umf = umferð(-ir), sl = slétt, br = brugðið, prj = prjónið, ent = endurtakið. PRJÓNAÐFERÐIR: Stroff: * 1 L sl, 1 L br *, ent frá * til *. Munstur 1 og 2: Prj sl samkvæmt teikningu. BOLUR: Fitjið upp með rauðu 191-205-219 L á hringprjón nr. 3 1/2. Prj fram og til baka; prj með svörtu 1 umf br, síðan stroff með svörtu þannig: Prj 1 L sl (jaöarL sem er prjónuð slétt á réttunni og röngunni), prj stroff, endið á 1 L sl (jaðarL). Athugið að á réttunni verður næsta L við hvora jaöarL að vera sl L, annars verða hnappa- og hnappagatalisti ekki réttir. Prj fram og til baka þar til stroffið mælist 2,5 cm, gerið þá 1 hnappagat hægra megin á réttunni þannig: Prj 6 L, sláið bandinu upp á prjóninn, prj 2 L sl saman, prj út umf. Prj stroff eins og áður þar til stykkið mælist 4 cm. Næsta umf (rétta): Prj 12 L, setjið þær L síðan á hjálparband/-nælu, aukið út um 16-18-20 L næstu 167-181-195 L, setjið síðustu 12 L á hjálparband/-nælu (=183-199-215 L). Skiptið yfir á hringprjón nr. 4 1/2. Fitjið upp 2 L (aukaL sem eru prj br upp allan bolinn og telj- ast ekki með í munstri), tengið saman í hring og prj Munstur 2, prj þá Munstur 1 þannig: Prj frá A til B (miðja á baki) og síðan frá C til A. Prj þar til allur bolurinn mælist 62-64-66 cm. Prj þá aftur Munstur 2, fellið af í 4. munstur- umf 2 br aukaL og fyrstu og síðustu 5-6-6 L í umf. Prj nú fram og til baka og fellið af báðum megin við hálsmál í 6. munsturumf 6-6-6 L. Felliö allar L af með rauðu. Merkið fyrir hálsmáli þannig: 31-33-35 miðL að aftan og 15-16-17 L á hvorum boðangi að framan. ERMAR: Fitjið upp með rauðu 40-40-42 L á sokkaprjóna nr. 3 1/2. Tengið saman í hring og prj með svörtu 1 umf sl, síðan stroff þar til stykkið mælist 4 cm. í síðustu stroffumf er aukið út um 14-14-14 L (=54-54-56 L). Skiptið yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna nr. 4 1/2 og prj Munstur 2, aukið út í síðustu munstur- umf um 2 L (1 L eftir fyrstu L og 1 L fyrir síðustu L í umf). Prj þá *2 umf með svörtu, 2 umf með hvítu*, ent frá * til *, þar til öll ermin mælist 44-45-46 cm (eða eins og þarf), aukið samtímis út um 2 L í 4. hverri umf þar til 94- 94-98 L eru á prjóninum. Prj aftur Munstur 2 og fellið af með rauðu. AXLASTYKKI: Fitjið upp 16 L með svörtu á prjóna nr. 4 1/2. Prj fram og tilbaka (sl á rétt- unni, br á röngunni) *2 umf meö svörtu, 2 umf með hvítu*, ent frá * til *, 18-20-22 cm. Fellið af. Prj annað stykki eins. FRÁGANGUR: Gangið vel frá lausum endum. Leggið ermar við bol og þræðið sídd handvegs, athugið að axlastykkin verða saumuð við affellinguna efst á bol og við 14 miðjuL á ermum. Saumið í vél með beinu þéttu spori 2 sauma hvorum megin við þræðinguna, klippið upp á milli. Saumið í hvora br aukaL fyrir miðju að framan, klippið upp á milli. Saumið axlastykkin við fram- og bakstykki á réttunni, látið axlastykkin ná að merkingu fyrir hálsmáli. Saumið ermar í hand- veg á réttunni. LISTAR: Hnappalisti (vinstri): Byrjið á röngunni. Setjið 12 L af hjálparbandi/-nælu á prjón nr. 3 1/2, fitjið upp með svörtu 3 kantL, prj fyrrnefndar 12 L eins og áður en prj kantL sl á réttunni og br á röngunni. Prj listann jafnlangan boðangi (teygið svolítið á listanum þegar mælt er), fell- ið af kantL, geymið hinar 12 L á hjálparbandi/- nælu. Saumið listann við boðanginn á réttunni (saumið við sl L á boðangi og sl L á lista). Saumið kantinn (3 kantL) þannig niður á röng- unni að hann hylji vélsauminn. Hnappagatalisti (hægri): Merkið fyrir hnöpp- um á vinstri lista og ákveðið hvar hnappagöt eiga að vera (alls 7 hnappar á peysu). Neðsta hnappagat hefur þegar verið gert, efsta hnappagat verður gert í hálslíninguna, 2 cm frá neðri brún. Prj listann eins og vinstri lista og gerið hnappagöt eins og gerð voru í stroffi að neðan. Saumið listann við boðang. HÁLSLÍNING: Prj með svörtu á prjóna nr. 3 1/2; prj 12 L af hvorum lista, takið upp 15-16- 17 L á hvorum boðangi, 14 L á hvoru axlastykki og 31-33-35 L á baki (=113-117- 121 L). Prj stroff fram og til baka. Prj hnappa- gat í hálslíninguna þegar hún mælist 2 cm, prj áfram með svörtu þar til líningin mælist 4,5 cm. Prj þá 1 umf sl (á réttunni) með rauðu og síðan stroff með rauðu 2 cm. Prj aftur með svörtu; prj 1 umf sl og síðan stroff 2,5 cm. Prj þá hnapþagat í líninguna. Prj loks stroff með svörtu 2 cm og fellið laust af. Brjótið líninguna til helminga og saumið hana saman I hliðum. Varpið saman hnappagötin og saumið líninguna við hálsmálið. □ 16.TBL. 1993 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.