Vikan


Vikan - 12.08.1993, Side 19

Vikan - 12.08.1993, Side 19
STÆRÐ: S M L Yfirvídd: 107 117 126 cm Sídd frá öxl: 69 71 73 cm Ermalengd: 47 48 49 cm EFNI: FLOS frá ÍSTEX Svart (nr. 0420); 400 400 450 g Hvítt (nr. 0401): 250 300 300 g Rautt (nr.9009): 100 100 100 g Hnappar: 7 stk. Prjónar: Hringprjónar nr. 3 1/2 og 4 1/2, 80 cm langir. Hringprjónn nr. 4 1/2, 40 cm langur. Sokkaprjónar nr. 3 1/2. PRJÓNFESTA: 17 lykkjur og 22 umferðir tvíbandaprjón á prjóna nr. 4 1/2 = 10 x 10 cm. Sannreynið prjónfestuna, breytið um prjóna- stærð ef með þarf. SKAMMSTAFANIR: L = lykkja(-ur), umf = umferð(-ir), sl = slétt, br = brugðið, prj = prjónið, ent = endurtakið. PRJÓNAÐFERÐIR: Stroff: * 1 L sl, 1 L br *, ent frá * til *. Munstur 1 og 2: Prj sl samkvæmt teikningu. BOLUR: Fitjið upp með rauðu 191-205-219 L á hringprjón nr. 3 1/2. Prj fram og til baka; prj með svörtu 1 umf br, síðan stroff með svörtu þannig: Prj 1 L sl (jaöarL sem er prjónuð slétt á réttunni og röngunni), prj stroff, endið á 1 L sl (jaðarL). Athugið að á réttunni verður næsta L við hvora jaöarL að vera sl L, annars verða hnappa- og hnappagatalisti ekki réttir. Prj fram og til baka þar til stroffið mælist 2,5 cm, gerið þá 1 hnappagat hægra megin á réttunni þannig: Prj 6 L, sláið bandinu upp á prjóninn, prj 2 L sl saman, prj út umf. Prj stroff eins og áður þar til stykkið mælist 4 cm. Næsta umf (rétta): Prj 12 L, setjið þær L síðan á hjálparband/-nælu, aukið út um 16-18-20 L næstu 167-181-195 L, setjið síðustu 12 L á hjálparband/-nælu (=183-199-215 L). Skiptið yfir á hringprjón nr. 4 1/2. Fitjið upp 2 L (aukaL sem eru prj br upp allan bolinn og telj- ast ekki með í munstri), tengið saman í hring og prj Munstur 2, prj þá Munstur 1 þannig: Prj frá A til B (miðja á baki) og síðan frá C til A. Prj þar til allur bolurinn mælist 62-64-66 cm. Prj þá aftur Munstur 2, fellið af í 4. munstur- umf 2 br aukaL og fyrstu og síðustu 5-6-6 L í umf. Prj nú fram og til baka og fellið af báðum megin við hálsmál í 6. munsturumf 6-6-6 L. Felliö allar L af með rauðu. Merkið fyrir hálsmáli þannig: 31-33-35 miðL að aftan og 15-16-17 L á hvorum boðangi að framan. ERMAR: Fitjið upp með rauðu 40-40-42 L á sokkaprjóna nr. 3 1/2. Tengið saman í hring og prj með svörtu 1 umf sl, síðan stroff þar til stykkið mælist 4 cm. í síðustu stroffumf er aukið út um 14-14-14 L (=54-54-56 L). Skiptið yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna nr. 4 1/2 og prj Munstur 2, aukið út í síðustu munstur- umf um 2 L (1 L eftir fyrstu L og 1 L fyrir síðustu L í umf). Prj þá *2 umf með svörtu, 2 umf með hvítu*, ent frá * til *, þar til öll ermin mælist 44-45-46 cm (eða eins og þarf), aukið samtímis út um 2 L í 4. hverri umf þar til 94- 94-98 L eru á prjóninum. Prj aftur Munstur 2 og fellið af með rauðu. AXLASTYKKI: Fitjið upp 16 L með svörtu á prjóna nr. 4 1/2. Prj fram og tilbaka (sl á rétt- unni, br á röngunni) *2 umf meö svörtu, 2 umf með hvítu*, ent frá * til *, 18-20-22 cm. Fellið af. Prj annað stykki eins. FRÁGANGUR: Gangið vel frá lausum endum. Leggið ermar við bol og þræðið sídd handvegs, athugið að axlastykkin verða saumuð við affellinguna efst á bol og við 14 miðjuL á ermum. Saumið í vél með beinu þéttu spori 2 sauma hvorum megin við þræðinguna, klippið upp á milli. Saumið í hvora br aukaL fyrir miðju að framan, klippið upp á milli. Saumið axlastykkin við fram- og bakstykki á réttunni, látið axlastykkin ná að merkingu fyrir hálsmáli. Saumið ermar í hand- veg á réttunni. LISTAR: Hnappalisti (vinstri): Byrjið á röngunni. Setjið 12 L af hjálparbandi/-nælu á prjón nr. 3 1/2, fitjið upp með svörtu 3 kantL, prj fyrrnefndar 12 L eins og áður en prj kantL sl á réttunni og br á röngunni. Prj listann jafnlangan boðangi (teygið svolítið á listanum þegar mælt er), fell- ið af kantL, geymið hinar 12 L á hjálparbandi/- nælu. Saumið listann við boðanginn á réttunni (saumið við sl L á boðangi og sl L á lista). Saumið kantinn (3 kantL) þannig niður á röng- unni að hann hylji vélsauminn. Hnappagatalisti (hægri): Merkið fyrir hnöpp- um á vinstri lista og ákveðið hvar hnappagöt eiga að vera (alls 7 hnappar á peysu). Neðsta hnappagat hefur þegar verið gert, efsta hnappagat verður gert í hálslíninguna, 2 cm frá neðri brún. Prj listann eins og vinstri lista og gerið hnappagöt eins og gerð voru í stroffi að neðan. Saumið listann við boðang. HÁLSLÍNING: Prj með svörtu á prjóna nr. 3 1/2; prj 12 L af hvorum lista, takið upp 15-16- 17 L á hvorum boðangi, 14 L á hvoru axlastykki og 31-33-35 L á baki (=113-117- 121 L). Prj stroff fram og til baka. Prj hnappa- gat í hálslíninguna þegar hún mælist 2 cm, prj áfram með svörtu þar til líningin mælist 4,5 cm. Prj þá 1 umf sl (á réttunni) með rauðu og síðan stroff með rauðu 2 cm. Prj aftur með svörtu; prj 1 umf sl og síðan stroff 2,5 cm. Prj þá hnapþagat í líninguna. Prj loks stroff með svörtu 2 cm og fellið laust af. Brjótið líninguna til helminga og saumið hana saman I hliðum. Varpið saman hnappagötin og saumið líninguna við hálsmálið. □ 16.TBL. 1993 VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.