Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 39

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 39
dálítið mannfræðilegu sjónar- horni. Hversu mikið af skoð- unum hans og hugmyndum eru afrakstur félagsmótunar, uppeldis og menntunar? Að hvaða leyti endurspegla þær grunnafstöðu hans, siðferði- lega og félagslega? 5. Þú skalt byrgja brunninn - en ekki hrinda barninu ofan í hann! Nú á dögum er það því miður afar órómantísk stað- reynd að fortíð kærastans þíns í kynferðismálum skiptir þig miklu og getur jafnvel ver- ið lífsspursmál. Svo að nú er bara að vera hraust og pota leiðinlegu spurningunum pent inn, svona þegar hann er bú- inn að segja þér frá æskuár- unum á Djúpavogi. Þetta eru leiðindaspurningar því að enginn ætti að þurfa að hnýs- ast of mikið í einkalíf annarra. Þetta er samt maðurinn sem þú (vonandi) ert að sofa hjá og þú verður að fá að vita - svona í grófum dráttum - hvar hann hefur haldið sig undan- farin ár. Hefur hann búið í stórborg - lifað þar reglulegu kynlífi með einum eða fleiri fé- lögum? Hefur hann sofið hjá karlmanni eða farið til vændis- konu? Hefur hann farið í eyðnipróf? Hann verður að sjálfsögðu að geta ætlast til þess að þú gefir honum sömu upplýsing- ar um sjálfa þig. Þetta er nú- tíminn og það er hættulegt að vera til. Skynsöm kona er upplýst um smitleiðir kynsjúkdóma og hvernig á að forðast þá. Skynsöm kona sefur ekki hjá hverjum sem er án þess að vita eitthvað um kynhegðun viðkomandi (það er enginn að biðja um eyðublað í þrfriti, bara kurteislega en ákveðna kröfu um lágmarksupplýsing- ar). Skynsöm kona er ekki feimin við að kaupa smokka, ganga með þá á sér og fara fram á að þeir séu notaðir. Ef karlmaður, sem þú ert að sofa hjá í fyrsta skipti (og þekkir ekki þeim mun betur), neitar að nota smokk stendur þú upp, klæðir þig og ferð. Engin unaðsnótt er í alvör- unni þess virði að fá klamydiu, herpes, vörtur eða lekanda á eftir. Enginn karl- maður er heldur í alvörunni þess virði að deyja fyrir hann - svona fyrstu vikuna sem þið þekkist. 6. Hann vill fá að borga þeg- ar þið farið út saman en þú leyfir það ekki. Það er kannski freistandi að hugsa til þess að enn skuli vera til karlmenn sem vilja borga fyrir þig þegar þið farið út að borða, í leikhúsið eða á tónleika. Hélt kannski einhver að sú dýrategund væri út- dauð, eftir alla þessa kvenna- baráttu og jafnréttisumræðu? Aldeilis ekki, það eru enn til karlmenn sem finnst þeir styrkja stöðu sína gagnvart konunni með því að bjóða henni út, opna fyrir hana dyr, taka kápuna hennar og draga fram stólinn hennar - og leyfa henni ekki að sjá reikninginn á dýra veitingastaðnum. Margar konur upplifa slikt reyndar sem einhvers konar staðfestingu á því að þær séu fallegar og eftirsóknarverðar. Maðurinn væri varla að borga stórar fjárhæðir fyrir eitt kvöld með þeim að öðrum kosti - eða hvað? Hættan er auðvit- að sú að öðru hvoru ykkar finnist þú þar með vera skuld- bundin honum, hvort sem er til að fara aftur með honum út eða fara með honum heim og sofa hjá honum. Slíkar á- kvarðanir átt þú að taka á þín- um eigin forsendum en ekki hans. Svo eru auðvitað til karl- menn sem vildu ekkert frekar en konu sem býðst til - eða fer fram á - að borga sinn hluta - ég tala nú ekki um hans líka! Það eru ekki allir karlmenn jafnmúraðir og margir bera meiri virðingu fyrir konu sem situr ekki bara og horfir upp í loftið þegar reikn- ingurinn kemur. 7. Gleymdu ekki sjálfri þér. Þetta er afar mikilvægt. Of margar konur leyfa sér, með- vitað eða ómeðvitað, að þurrka út sitt eigið líf þegar þær hefja nýtt samband og falla algerlega inn f Iff ást- mannsins. Þannig hætta þær að geta notið einverunnar og hætta að vera sjálfum sér nægar. Sá tími sem þær áður nýttu í uppbyggjandi einveru - til dæmis við lestur eða eitt- hvert annað áhugamál - verður aðeins millibilsástand. í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt er setið við sím- ann og beðið eftir næstu upp- hringingu. Eigin áhugamál gleymast eða falla í skugg- ann af áhugamálum kærastans. Vinkonurnar gleymast því að þú getur ekki hætt á að mæla þér mót við þær ef hann skyldi nú vilja hitta þig. Mamma þín gleym- ist því að þú getur ekki hang- ið svona í símanum - þú ert nú einu sinni að bíða eftir Það er ekki hollt fyrir ykkur að vera öllum stundum saman. Þetta hjálpar þér einnig að gera þér grein fyrir því að þú átt líf sem er þess virði að lifa því, jafnvel án karlmanns. Ástarsamband krefst þess sama af þér og öll önnur verk- símtali. Allan daginn, alla daga vikunnar. Með því að halda sjálfstæð- inu og meta að verðleikum það líf sem þú áttir áður en hann kom til sögunnar ertu um leið að styrkja stöðu þína í sambandinu. Þú átt að stjórna því líka hvenær og hvernig þið hittist og þú átt ekki að láta hann ganga fyrir öllu öðru (lífi þfnu. Það er líka óþarfi að fá þunglyndiskast í hvert skipti sem hann kyssir þig bless. efni sem þú sinnir í lífi þínu. Það krefst vinnu, árvekni, til- litssemi og sjálfsvirðingar. Það krefst líka skynsemi. Bestu og ánægjulegustu ást- arsamböndin eru þau sem byggjast á gagnkvæmri virð- ingu en ekki þjónustulund og undirgefni. Þú verður að gera þér grein fyrir því hvaða kröfur þú vilt setja og þora að fylgja þeim eftir. Þannig sameinast best ást og skynsemi - öllum í hag. □ 16.TBL. 1993 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.