Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 25

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 25
að fá súpu og salat á sanngjörnu verði. Ég ætlaði að fá einhvern með mér en hætti svo við það. Ég vildi fá að éta í friði. Súpuskammt- urinn er borinn á borðið og á meðan ég beið eftir honum sótti ég brauð og smjör. Þegar ég var búin með súpuna fór ég að salatborðinu og hrúgaði á diskinn áður en ég sótti meira brauð. Aðrar tvær ferðir fór ég að hlaðborðinu en mér tókst ekki að Ijúka við síðasta skammtinn. Þegar ég var búin að ryðja þessu í mig var komið með kaffið og á meðan ég drakk það fór mig að langa í eitthvað sætt. Eg hefði vilj- að gefa mikið fyrir súkkulaðibita. Samt var ég svo södd þegar ég stóð upp að ég gat varla gengið. Það hindraði mig þó ekki í því að fara beina leið í sjoppuna til að kaupa mér súkkulaði í eftirrétt. Þegar ég var búin með það, þá fyrst fylltist ég örvæntingu og sjálfsá- sökun. Hvernig var ég eiginlega að fara með sjálfa mig? Var þetta ekki sama brjálæðið og áður en ég fór í OA? Ég ákvað að láta hér við sitja, éta ekki meira þann daginn og hafa bara eitthvað fljótlegt sem freistaði mín ekki kvöldmatinn. Það var víst á þessu stigi málsins sem ég ákvað að skrifa niður það sem ég var þegar búin að innbyrða. Nú, eftir vinnu fór ég svo að kaupa í matinn. Það fyrsta sem ég sá í búð- inni var beikon á tilboði. Mér fannst ekki ann- að koma til greina en að nota tækifærið. Egg átti ég víst í ísskápnum. Það skipti ekki máli, ég ætlaði ekki að steikja beikonið núna. Ég keypti saltfisk og hamsatólg til að hafa í mat- inn og líka ís og ávexti handa krökkunum. Enginn var kominn heim á undan mér og enn var of snemmt að byrja að elda. Ég fór að ganga frá því sem ég hafði keypt og datt þá í hug að fá mér egg og beikon. Nei, ég var búin að borða meira en nóg. Það liðu fáeinar mín- útur áður en ég var gjörsamlega búin að gleyma þessu og allt í einu stóð ég við elda- vélina, búin að taka fram pönnuna. Vélrænt. Ég borðaði eggin og beikonið, standandi þarna við eldavélina og flýtti mér svo að þrífa pönnuna og opna gluggann upp á gátt til að losna við steikarbræluna áður en fólkið kæmi heim. Svo fór ég að elda og þegar fjölskyldan settist við borðið sagðist ég vera hálflystar- laus og fór inn í stofu. Þegar allir voru farnir frá borðinu fór ég að ganga frá eftir matinn og þá hafði ég lyst á því sem var afgangs. Að svo búnu horfði ég á fréttir en þegar þeim var að Ijúka kom dóttir mín og spurði hvort hún mætti fá ís. Ég sagði henni að koma líka með ís handa hinum og þannig vildi það til að ég fékk mér ís. Á meðan ég var að gæða mér á honum kom þessi miði upp í hugann. Ég hafði stungið honum í töskuna mína og nú fór ég að rifja upp það sem ég var búin að troða í mig eftir að ég kom heim úr vinnunni. Það var ekkert smáræði. Hvaða asnagangur var þetta annars? Til hvers var ég eigin- lega að skrifa þetta niður. Ekki var það megrandi. Þetta var hvort eð er vonlaust. Jú, ég ætlaði að gera það þennan eina dag. Ég tók fram miðann, skrásetti þetta samvisku- samlega og stakk miðanum svo aftur f töskuna. í innsta hólfið sem er með rennilás. Um leið og ég gekk framhjá búrskápn- um á leiöinni inn f stofu opnaði 16. TBL. 1993 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.