Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 55

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 55
jK að segja að Otavalo hafi verið óvenjuleg upplifun og þar kynntumst við lífsstíl fólksins er býr í Andesfjöllunum. Það tók okkur ekki nema dagskeyrslu að komast til Chimborazo, eins af mörgum eldfjöllum á þessum fjallgarði sem liggur frá norðri til suðurs gegnum Ecuador. Chimbor- azo hefur þó þá sérstöðu að vera þeirra hæst en næst í röðinni mun vera Cotopaxi sem teygir sig upp í 5897 metra og er því um 400 metr- um lægra. Er skemmst frá því kannaðist hann við nokkra fé- laga sem ég hafði kynnst þar þá. Þetta þótti már dálítið merkileg tilviljun. Stefnan var tekinn beint suður til Ecuador því ákveðið hafði verið að freista þess að ganga á eld- fjall eitt mikið og fagurt er nefnist Chimborazo. Fjall þetta er um 6310 metra hátt og Iiggur um miðbik Ecuador. Þegar landamærin voru að baki var stefnan tekin á Ota- valo. Þar langaði dkkur að stoppa um stund og líta á.úti- markaðina því þeir eru sagðir þeir bestu - allavega í Ecu- ador - hvað lýtur að vefnaði, harðviðarútskurði, silfursmíð og alls konar listiðn. Þetta vinna indíánar allt i höndun- um og við eyddum þarna heil- um degi á rápi. Ég verð að viðurkenna að ég braut eina af aðalreglum bakpokaferða- mennskunnar en hún er éitt-„ hvað á þá leið að kaupa aldrei meira en maður getur borið en ég keypti nokkrar stórkost- legar harðviðarstyttur, olíu- og vatnslitamálverk og handofið teppi. Þennan varning sendi ég síðan frá mér eins fljótt og mögulegt var. Ekki er ofmælt að segja að við fengum há- fjallabóndann Mós til að sýna okkur bestu leiðina að fjallinu og á það en þegar að rótum Chimborazo var komið viðraði illa á okkur og héldum við þar kyrru fyrir i tvo sólarhringa í von um að veðrið breyttist. Aðfaranótt þriðja dags voru menn orðnir heldur óþolimóðir og var þá ákveðið með sam- þykki Mós að leggja í hann þá um nóttna. Um miðbik næsta dags náðum við að snjólínu í þoku og hvassviðri eh að kveldi þess sama dags var slegið upp tjaldi ■ í kolniða- myrkri og kulda eftir að hafa mokað til snjó til skjóls. Úrið mitt vildi meina að við værum rétt undir 4000 metrum en Mós var nú ekki alveg sam- mála því og taldi okkur vera 500 metrum ofar. Í 5500 METRA HÆÐ Næsta dag hafði veðrið lítið sem ekkert breyst og eftir sex tíma á stöðugu en hægu þrammi var fundað um hvort það væri eitthvert vit að halda þessu áfram sökum þess að ekki var útlit fyrir að veðrið skánaði nokkuð og þunna loftið var farið að segja til sín. Fylgi- fiskar hæðarveiki voru farnir að ▲ Helst til lítiö er lagt upp úr vega- gerð í útjaöri Amazon enda fara allir vegir undir vatn þegar regntíma- bilið hefst. Eldfjalla- hryggur sem rís upp af hásléttu Andes- fjalla um miöbik Ecuador og skartar Chimbor- azo 6310 m og Cotopaxi 5897 m. hrella menn, höfuðverkur og máttleysi. Úrið mitt vildi ekkert tjá sig um hæð enda mælir það ekki nema að 4000 metrum en Mós kunni svör við öllu og benti á strýtu eina sem stóð upp úr snjóbreiðunni og tjáði okkur að við værum í um 5500 metra hæð yfir sjávarmáli. Heldur fannst manni nú dapurt að þurfa að snúa við svo nálægt tak- markinu sem lá tæpum þúsund metrum ofar. Það var ekki ann- að að gera en steyta hnefann í átt að toppi og garga út í rokið og þokuna (some other time). Okkur fannst nóg komið af veð- urfari hásléttunar í bili og ákváð- um að halda niður í heitara og rakara loftslag, sem sagt niður að Amazonregnskóginum. í Quito hafði ég hitt Breta sem ég gaf mig á tal við. Hann reyndist nafni minn, hafði dvalist í Suður-Ameríku um þriggja ára skeið og haft það fyrir atvinnu að þvælast með ferðamenn inn til Andesfjall- anna og niður í Amazon. Ég sagði honum frá því að ég ætl- aði að þvælast suður Ecuador, Perú og Bólivíu til að byrja með og bað hann að segja mér frá afskekktum og óspillt- um stöðum til að heimsækja á þeirri leið. Hann sagði mér að ef ég hefði áhuga á að upplifa Amazon þá hefði hann unnið með Brasilíumanni fyrir um það bil ári og hann vissi allt sem um regnskóginn væri að vita: Ég viðraði þessa hug-- mynd við strákana, þeir tóku vel í hana og ákveðið yar að_ kanna þetta mál nánar. Í DRULLU OG BLEYTU Ekki vildi betur til en svo þeg- ar við vorum í útjaðri Amazon og skammt frá þorpinu þar sem við ætluðum að heilsa upp á Brasilíumanninn Adonis að við festum okkur illa í drullusprænu. Við eyddum svo meirihluta dagsins í að reyna að moka undan græj- unni okkar og hlaða steinum og trjágreinum í staðinn. Það var nú gott og blessað að liggja í drullunni og bleytunni að reyna að moka undan blessuðum bílnum í vatninu - bara ef elskulegt drifskaftið hefði ekki brotnað í átökun- um, rétt um það leyti sem við vorum að ná honum upp. Þegar þar var komið sögu hafði safnast dágóður hópur af innfæddum sitt hvorum megin við sprænuna og mátti greini- lega sjá að þeim fannst mikið til þess koma að fá svo stór- góða skemmtun á þessu sól- ríka síðdegi. Ég þori að full- yrða að það er ekki á hverjum degi sem þeir eiga þess kost að horfa upp á fjóra flækinga athafna sig í pyttinum mok- drulluga upp fyrir haus. Það var ekki annað að gera en að játa sig sigraðan í bili en sem bétur fer höfðum við varadrif- skaft og þurftum því aðeins að koma nærétöddum í skilning um að við þyrftum að koma bílbrakinu í tog inn til þorpsins. Eftir mikið japl og jaml og þriggja tíma bið eftir traktor náðum við til þorpsins við dag- renningu eftir heldur dýrt ævin- týri, bæði fjárhagslega og lík- amlega, enda vorum við búnir að vera að í fjórtán tíma. Það er óhætt að segja að Adonis hafi tekið okkur opn- um örmum. Hann bauð okkur morgunverð og svefnaðstöðu og eftir þriggja tíma hvíld vor- um við Bob lagstir undir brak- - ið til að skipta um drifskaft. Það kom svo upp úr dúrnum ^Lm^l^QÍdið, er við félagarnir settumst að spjalli við Adonis, að mjög erfitt gæti reynst að þvælast um regnskóginn á þessum tíma árs sökum þurrka. Yfirborð vatnsins í skóginum hafði lækkað mjög og því ættum við á hgettu að lenda í strandi með bátana í tíma og ótíma. Menn voru þó lítið að stressa sig á því og frá mínum bæjardyrum séð var maðurinn álitlegur og ennþá betur leist mér á ævintýrið sem var í uppsiglingu. □ 16.TBL. 1993 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.