Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 33

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 33
UÓSM.: OOD STEFÁN (MYNDIN ER SVffiSETT) UTANGARÐSBORN - Hverjar eru þá þessar brýnu þarfir barnsins - burt- séð frá því að til þess eins að komast af verður það að fá fæði, klæði og húsaskjól? Þegar líkamlegum þörfum hefur þannig verið fullnægt, hverjar eru þá hinar andlegu? ÖRYGGI, ÁSTÚÐ OG UPPÓRVUN „Stundum fara líkamlegar og andlegar þarfir barnsins sam- an eða skarast að minnsta kosti. Það er til dæmis ekki sama hvað barnið borðar. Barn sem nærist að mestu leyti á ruslfæði fær fæðuþörf sinni ekki fullnægt. Svo er um mörg börn. Þau gleypa kannski f sig eitthvert snarl á hlaupum. Þau finna stöðugt að það er tilviljun háð hvað og hvenær þau fá að borða og þetta verður eitt af því sem elur á öryggisleysi. Þannig er Ænræksla á líkamlegri þörf ofttiluti af vanrækslu á and- legri þörf. Öll börn hafa þörf fyrir það öryggi sem fólgið er í ástúð, umhyggju, aga og reglusemi. Þetta þarf að end- urtaka í slfellu fyrstu æviárin svo æskilegt grunnmynstur trausts mótist í barnssálinni. Strax við fæðingu birtist þessi þörf. Þegar barn grætur án þess að vera lasið, svangt, blautt eða kalt má telja víst að það sé f þörf fyrir blíðu og um- hyggju. Það grætur af örygcj- isleysi en ekki af óþekkt. O- værð ungbarns stafar aldrei af óþægð vegna þess að það á hana ekki til. Þörfin fyrir ör- yggi er barninu jafneðlileg og llkamlegu þarfirnar." - Með hvaða hætti myndar barnið tilfinningatengsl og hvað þarf til að veita því það andlega öryggi sem það þarfnast svo mjög? „Náttúran hefur komið því svo haganlega fyrir að barn er I fyrstu svo líkamlega háð móður sinni eða þeim sem kemur I stað hennar að það fær andlegu þörfunum svarað um leið, ef allt er með felldu. Því miður eru nauðsynleg skilyrði ekki nærri alltaf fyrir hendi. Tökum sem dæmi unga móður sem sjálf hefur ekki fengið öruggt atlæti I uppvextinum. Henni gæti reynst örðugt að annast barn- ið sitt og láta því I té þá um- önnun sem það þarfnast þar sem hún fékk hana aldrei sjálf. Segjum að hún hafi alist upp á hálfgerðum hrakhólum eða óregluheimili. Þá er ekki sennilegt að hún hafi öðlast það innra öryggi sem hún verður að hafa ef hún á að geta miðlað barninu sínu af því.“ Það er ef til vill ekki síst þetta sem Elísabet á við með því að „villibörnin" taki að erfðum þær sálrænu og fé- lagslegu orsakir sem í lang- flestum tilfellum búa að baki þegar unglingur fyllist slíkri ör- væntingu að hann segir um- hverfinu stríð á hendur, til dæmis með neyslu eiturlyfja og afbrotum. Vandamálið er ekki nýtt í þjóðfélagi okkar. Flestir vilja leiða það hjá sér, úrræði samfélagsins koma að litlu haldi og ástandið kallar ekki á almenn viðbrögð fyrr en friðsamir borgarar verða fyrir eignatjóni eða ofbeldi. Þau eru kölluð ýmsum nöfnum, þessi börn: útigangs- börn, vegalaus börn, vand- ræðabörn og síbrotaungling- ar, allt nafngiftir sem segja í mesta lagi hálfan sannleik- ann. Unglingar í uppreisn gegn umhverfi sínu hafa verið til alls staðar á öllum tímum. í þéttbýlissamfélagi nútímans, þar sem fjölmiðlar eru sífellt í leit að frávikum, ber meira á þessum fámenna hópi en þeim unglingaskara sem held- ur sig „á mottunni“ þótt lífið sé enginn dans á rósum. - Hvað þarf þá að koma til af hálfu samfélagsins þannig að sem fæst íslensk börn lendi á villigötum? ■ Þau eru kölluö ýmsum nöfnum, þessi börn: úti- gangs- börn, vegalaus börn, vandræöa- börn og sí- brotaung- lingar, allt nafngiftir sem segja í mesta lagi hálfan sannleik- ann. 16.TBL. 1993 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.