Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 41

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 41
STJÖRNUGJÖF = GÓÐ ★★★★★ = FRÁBÆR ★★ = SÆMILEG ★ ★★★ = MJÖG GÓÐ * = LÉLEG ÍCE-T: HOME INVASION: BYLTING í AÐSIGI! Hann lce-T er ekkert aö skafa utan af hlutunum á Home In- vasion. Svo vitnað sé í bæk- ling, sem fylgir diskinum, segir þar meðal annars eftirfarandi: „Innspýting á svartri reiði í ameríska unglinga er síðasta stigið í undirbúningi byltingar- innar. Verið viðbúin, hún er á leiðinni." Ice-T er reiðari en góðu hóf gegnir, ekki bara vegna aðstæðna svartra held- ur er hann reiður út í Time/- Warner samsteypuna sem rauf samning við hann í kjölfar Cop Killer lagsins sem gerði allt vitlaust í fyrra og einnig gafst hljómplötufyrirtækið Sire upp á honum en það ætlaði að gefa út Home Invasion. Ice-T gefur því út sjálfur núna. í nítján lögum fær hann út- rás fyrir tilfinningar sínar, blótar og ragnar en varar fólk við því í byrjunarstúf plötunnar, Warn- ing. Svo er bara kýlt á það; hvítir, löggan, eiturlyfjasalar, melludólgar og fleiri fá á bauk- inn í þungu rappinu og þaö er óvæginn boðskapurinn sem vegur þyngst í tónlist lce-T. Lög á borö viö It’s on, Home Invasion, G-Style, Fun- ky Gripsta (sungið af 14 ára rappstelpu, Grip), Addicted to Danger og Race War stað- festa að lce-T er ennþá í „heitu deildinni". Og byltingin er í aðsigi, fullyrðir hann án nokkurs efa. Svei mér þá ef ekki er hægt að taka undir með honum að hluta til. STJÖRNUGJÖF: ★★★ MIDNIGHT OIL: EARTH AND SUNANDMOON KUNNUGLEGT Þaö eru þrjú ár síðan ástr- alska rokksveitin Midnight Oil sendi frá sér hljóðversplötu en hljómleikaplata kom frá henni í fyrra. Peter Garrett, söngvari og textahöfundur, er mikill umhverfisverndarsinni og því mætti kalla tónlist Midnight Oil umhverfisrokk með pólitísku ívafi því þetta er allt samtvinn- að. Það er heldur ekkert lát á þeim pælingum hjá skallanum Garrett. Mér finnst sveitin hins vegar orðin svolítiö rótgróin og ekki ná sér alveg á flug á plötunni. Melódíurnar eru þarna en kunnuglegar eru þær og svo finnst mér að hefði mátt setja meiri kraft í þetta allt saman. Þó eru þarna ágæt lög, svo sem Bushfire, Renaissance Man, Outbreak of Love og In the Valley sem er vel útsett - en eins og Bjarni Fel. er sífellt að hamra á: Það vantar herslu- muninnl STJÖRNUGJÖF: ★★ bankastjórum Seðlabankans, innsk.: GHÁ) og kynningu á plötunni komst hljómsveitin loksins til þess að spila konsert- inn í stóru sýningarhöllinni (höf. veit greinilega ekki um aðaltil- gang Laugardalshallarinnar, innsk.: GHÁ) í Reykjavík þar CBS, áttu þeir eftir að gera prýðisplötur á borð við Aural Sculpture, hina rómantísku Feline og Dreamtime. The Old Testament inniheldur samt það besta sem The Stranglers hafa gert á ferli sínum, það er ekki spurning. □ ★ NÝIR DISKAR NÝIR DISKAR ★ lce-T er í byltingarham á Home Invasion. Um leið og The Stranglers voru lentir í Keflavík hófst fjöl- miðlasirkusinn sem stóð í 72 klukkutíma. Þar sem hljóm- sveitin var fyrsta meiri háttar sveitin til að heimsækja ísland frá því Led Zeppelin kom árið 1975 fengu þeir félagarnir ó- skipta athygli fjölmiðla. Kvik- myndatökumenn, blaðaljós- myndarar og blaðamenn fylgdu ekki aðeins hljómsveitinni held- ur og líka bresku gestunum! Daginn eftir uppgötvuðu The Stranglers að þeir voru á for- síðum allra fimm dagblaða landsins. Þeir uppgötvuðu þá að þeir gátu ekki einu sinni leyst vind án þess að lesa um það í blöðunum. Eftir nánast endalausar Ijósmyndatökur, blaðamannafundi, móttökur (meðal annars hjá borgarstjór- anum í Reykjavik, Birgi ísleifi Gunnarssyni - nú einn af sem um þrjú prósent þjóðarinn- ar voru stödd, ofurölvi." Þannig er (slandsdvöiinni lýst í meðfylgjandi bók sem er hin skemmtilegasta aflestrar þó svo að þrjú prósent af 250.000 séu 7500 en ég hef aldrei heyrt aðra tölu en 5000 í sambandi við tónleika The Stranglers. BROTTHVARFID FRÁ EMI Tvær síðustu plötur kassans, The Men in Black og La Folie, eru nokkuð öðruvísi en þær fyrri. Á þeim er tónlistin orðin myrkari en hefur samt þróast stórskemmtilega, er orðin meira í ætt við hreint rokk. Hér er að finna stórkostleg lög á borð við Golden Brown og Strange Little Girl sem eru bestu ballöður The Stranglers og rokkara á borð við Who Wants the World, Non Stop, The Man They Love to Hate, Pin Up og hið kynngimagnaða La Folie sem á frönsku þýðir ástarbrjálæði. Þema plötunnar La Folie er ástin og spurt er hvort sönn ást sé í raun til. J.J. bassaleikari segir f titillaginu sanna sögu af japönskum námsmanni í París sem myrti unnustu sína á hroðaiegan hátt, bútaði hana í sundur og át síðan. Allt vegna þess að hann elskaði hana svo mikið, var haft eftir honum. Eftir þá plötu var tekið að súrna verulega á milli The Stranglers og útgáfufyrirtækis- ins EMI sem hafði yfirtekið United Artist árið 1979. The Stranglers voru mjög ósáttir við það og því slitu þeir samn- ingum við fyrirtækið. Þar með lauk sögu The Stranglers hjá EMI en hjá nýja fyrirtækinu, ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR DISKAR ★ 16.TBL. 1993 VIKAN 41 ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR DISKAR ★ NÝIR PISKAR ★ NÝIR PISKAR ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.