Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 6

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 6
ÞÝÐING: HALLA SVERRISDÓTTIR ÓVÍGD SAMBÚÐ ið eruð búin að vera saman í sex mánuði og allt gengur eins og í sögu. Þér hefur aldrei liðið eins vel með nokkrum manni áður og hann er yfir sig hrifinn af þér. Eitt kvöldið, eftir róm- antískan kvöldverð, horfir hann feimnislega á þig og segir: „Hvers vegna flyturðu ekki bara inn til mín? Þú ert hvort sem er alltaf hérna.“ Þetta er kannski ekki bein- línis bónorð en þú varst heldur ekkert að vonast eftir því strax. Og ef þú kynnir nú ein- hvern tímann að vilja giftast honum þá er þetta góð byrjun. Hann er að segja þér að hann vilji að samband ykkar verði nánara - eða hvað? Þegar hér er komið sögu eru þær margar sem pakka umsvifalaust niður dótinu sínu og flytja inn til kærastans án þess að blikna eða blána. Það færist stöðugt í vöxt að ógift pör búi saman árum saman. Óvígð sambúð, sem áður var álitin í meira lagi vafasöm, er nú félagslega viðurkennt og vinsælt sambúðarform. Hefur þessi félagslega til- raun tekist vel? Margar konur halda því fram að óvígð sam- búð sé allt eins tilfinningalega gefandi og hjónaband, en er það rétt? Er fólk, sem býr saman, líklegt til að gifta sig á endanum og verður hjóna- bandið þá betra en ella úr því að fólk hefur „æfingu"? Sumir sálfræðingar og fé- lagsfræðingar, sem hafa rann- sakað þessi mál, hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrir mörgum konum sé þetta fyrir- komulag óhentugt og erfitt. SAMBÚÐ, HJÓNABAND - SKILNAÐUR? Sambúð getur vissulega falið í sér skammtímafélagsskap, hlýju og ást. Margir telja samt að ef stefnan sé á hjónaband- ið sé sambúð ekki alltaf góð hugmynd. Auðvitað eru marg- ar konur í sambúð einmitt vegna þess að þær eru óákveðnar; þær vita ekki enn hvort þetta er maðurinn sem þær vilja giftast. En ef það er bónorð sem þú bíður eftir og sambúðin er í þínum augum millibilsástand meðan hann er að átta sig ertu líklega í vond- um málum. Það er varasamt að gera því skóna, þó að þið búið saman og deilið lífskjör- um, að einn daginn muni hann skyndilega hníga niður á hnén. Ef kærastinn er hikandi við hjónaband er sambúð ekki endilega rétta leiðin til að sannfæra hann. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins eitt af hverjum þremur pörum í sambúð kom- ast alla leið upp að altarinu og fyrir þau sem komast þangað er leiðin oft þyrnum stráð. Það er furðulegt en satt að hjón, sem hafa búið saman, hafa allt að því 80 prósent hærri skilnaðartíðni en þau sem ekki hafa gert það. Ein skýringin á þessu kann að vera sú að fólk sem fer í sam- búð fyrir hjónaband sé síður tilbúið að helga sig hjóna- bandinu og því líklegra til að skilja síðar. Það er algeng skoðun að sambúð sé einhvers konar „hjónabandsæfing" og að í sambúð geti par, sem ætlar sér að giftast, kynnst hvort öðru, kostum sem göllum, áður en stóra skrefið er tekið. Samt lenda mörg pör, sem hafa verið í sambúð, ( óham- ingjusömu hjónabandi; það virðist engin trygging fyrir far- sælu hjónalífi að hafa búið saman áður. Algengasta um- kvörtunarefnið er stirð tjá- skipti. Nú hefði maður haldið að fólk sem hefur búið saman lengi fyrir hjónaband ætti að vera farið að þekkjast en svo virðist ekki endilega vera. Hvernig stendur á þessari fylgni milli sambúðar og hjóna- bandserfiðleika? Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Ein tilgátan er sú að parið hafi verið í sam- búð fyrst af því að það skorti trú á hjónabandið sem stofnun og hjónaband þess sé því síð- ur líklegt til að verða farsælt. Hjónaband er erfiðisvinna og til að það gangi vel verða báð- ir aðilar að hafa trú á því. Ann- ar möguleiki er að parið hafi alltaf átt í tjáskiptaörðugleikum og hafi hugsanlega verið hik- andi við giftingu af þeim sök- um. Að lokum má geta sér þess til að í sambúð hafi fólk tilhneigingu til að leyna von- brigðum sínum og leyfa sér síður að kvarta ef eitthvað er að. Margar konur hugsa lík- lega sem svo: „Ef ég nöldra í honum núna getur hann bara farið frá mér. Það er ekki eins og við séum gift!“ Þannig verður til gallað tjáskipta- mynstur sem þau síðan taka með sér inn í hjónabandið. FORSENDUR SAMBÚÐARINNAR Nýleg bandarísk könnun leiddi í Ijós að kynlíf er ein meginá- stæða þess að fólk fer að búa saman. Að minnsta kosti nefna karlmenn reglulegt kyn- líf sem helsta hvatann. Þetta þýðir auðvitað ekki að karl- menn sæki ekki líka ást og vináttu í sambúðina. Margar konur kjósa á sama hátt að búa með elskhugum sínum hreinlega til að hafa greiðari aðgang að þeim, án þess að hugsa um hjónaband. Megin- reglan er þessi: Áður en skref- ið er stigið inn í sambúð er mikilvægt að báðir aðilar viti við hverju hinn býst og hverjar ástæður hvors aðila fyrir sig eru fyrir því að vilja fara í sam- búð. Sér hún fyrir sér brúð- kaup innan árs eða tveggja ára? En hann? Ætla þau að búa saman vegna þess að það er „hentugt“ fyrir bæði eða vegna þess að þau vilja vera saman öllum stundum? Hvers vegna velja þau þá sambúð en ekki hjónaband? Þetta eru mikilvægar spurningar sem hvert par verður að spyrja hvort annað áður en ákvörð- unin ertekin. Valdabarátta er Ijótt orð, að minnsta kosti þegar mannleg samskipti eru annars vegar. Samt er það svo að í sambúð er yfirleitt annar aðilinn valda- minni en hinn - og oftast er það konan. Eðlilegt er að ályk- ta að sá aðilinn sem leggur minna í sambúðina tilfinninga- lega hafi meiri völd og kann- anir sýna að karlmenn taka ó- 6 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.