Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 24
TEXTI: ÁSLAUG RAGNARS Fíkn? Hvernig á að skilgreina hana? Fíkn er óviðráðanleg löngun til að gera það sem þú hefur illt af, vilt í rauninni ekki og átt þvi ekki að láta eftir þér. Þú berst gegn þessari knýjandi þörf en hún heldur bara á- fram að magnast þangað til allur góður ásetn- ingur er rokinn út í veður og vind. Þá læturðu undan, annars þolirðu ekki við. Þú verður, hvað sem það kostar. Þörfin verður skynseminni yfirsterkari og þú fellur fyrir freistingunni. Af því að þú ert fíkill. Svona lýsir átfíkill líðan sinni. Þetta er gift kona um fertugt, þriggja barna móðir, vel menntuð og í áhugaverðu og krefjandi starfi. Hún er í meðallagi hávaxin, lagleg, vandlega snyrt og með pott- þétta tískuhárgreiðslu, klædd víðum og síðum fötum sem dylja þó ekki að hún er þónokkuð þybbin. En þótt yfirborðið sé slétt og fellt skortir verulega á innra öryggið. Hún segir tilfinn- ingalega togstreitu hafa bagað sig svo lengi sem hún muni eftir sér. Fyrir tveimur árum vó hún 94 kíló. Þrátt fyrir endalausa megrunar- kúra tókst henni ekki að losna við aukakílóin fyrr en hún kynntist OA-samtökunum, félags- skap sem starfar á sama grundvelli og AA- samtökin og önnur slík. Þangað til sveiflaðist líf hennar öfganna á milli. Annaðhvort var hún í hörkumegrun eða troðandi í sig mat frá morgni til kvölds. Henni leið aldrei vel og hún þekkti ekki hvernig er að lifa lífi sem er ekki und- irlagt af því sem hún kallar „langvarandi rúmmálsvanda". „Með því að fara í OA var ég loksins búin að finna lausn sem dugði. Eg fór að sækja fundi reglulega, yfirleitt einu sinni í viku en stundum oftar, með þeim árangri að ég los- aði mig við 26 kíló á sjö mánuðum - án þess að fara í megrunarkúr, án þess að strita í líkams- þjálfun og án þess að vera með þetta á heilan- um. Ég fór bara eftir þeim einföldu reglum sem mælt er með í OA. Ég sótti fundi og byrj- aði að iðka reynslusporin tólf. Þau eru ekki aðeins fyrir þá sem berjast við fíkn heldur hafa þau að geyma lífsspeki sem hentar öll- um. Þetta tvennt - að sækja fundi og temja sér sporin - er það sem mestu máli skiptir. í öðru lagi fór ég að borða þrisvar á dag og ekkert þar fyrir utan. Og í þriðja lagi forðaðist ég fæðu sem talin er vanabindandi og æsir upp matarfíknina. Þannig hætti ég algjörlega að éta sykur, hvítt hveiti, salt og fitu - einu fæðutegundirnar sem varað er við. Þessi grundvallaratriði eru svo einföld að enginn vandi er að fara eftir þeim. Sé það gert er ekki hægt annað en megrast. Það eina sem er hvorki auðvelt né einfalt er að tileinka sér reynslusporin. Það er í rauninni æviverk- efni en það eitt að reyna að lifa samkvæmt þeim er nóg. Þau eru skilyrði allrar bindindis- semi og alls siðaðs lífernis." BINDINDI, SIDGÆÐI OG TRÚ Hún nefnir bindindi og siðað líferni. Það fer heldur ekki á milli mála að reynslusporin eru með trúarlegu ívafi. Þar er ýmist talað um „guð, samkvæmt skilningi okkar á honum“ „Lengi vel trúði ég því aö enginn annar gæti Kafa gengið svona langt í þessu ógeöi en annaö kom á daginn.” eða „æðri rnátt". Er verið að dulbúa trúarlega þáttinn með slíku orðalagi? Mætti þá ekki eins sleppa honum? „Ég get ekki svarað því fyrir aðra en sjálfa mig. Persónulega kann ég best við skýrt orða- lag en trúmál sem slík eru ekki beinlínis á dagskrá í OA. Hins vegar er það und- irstöðuatriði í þessum fræðum að við- urkenna mátt sem er æðri manns eig- in mætti, hvort sem við köllum hann guð, eitthvað annað eða bara ekki neitt. Sjálf hef ég alltaf átt mína barnatrú. í minum huga er þessi æðri máttur persónulegur, sá guð sem kirkjan tilbiður og sagt er frá í Biblí- unni. Ég hugsaði ekki mikið um hann áður en ég byrjaði í OA, ákallaði hann bara þegar eitthvað sérstakt var að. Nú er hann mun raunverulegri fyrir mér þótt mér finnist ég hafa fjarlægst hann talsvert að undanförnu. En trúin, ásamt siðfræði reynslusporanna, er rauði þráðurinn í því heilbrigða og reglusama líferni sem við verðum að temja okkur ef lífið á ekki að vera kvalræði, hvort sem það stafar af fíkn eða einhverri annarri ógæfu." Þegar vikið er að sjálfri átfíkninni segir hún: „Það er varla hægt að lýsa þessu þannig að fólk sem þekkir það ekki af eigin raun trúi því. Lengi vel trúði ég því að enginn annar gæti hafa gengið svona langt í þessu ógeði en annað kom á daginn þegar ég fór að hlusta á fólkið í OA,“ segir hún um leið og hún dregur upp þvældan, þéttskrifað- an seðil. DAGUR Í LÍFI ÁTFÍKILS „Þetta er sagnfræðileg heimild um það sem ég úðaði í mig á einum degi fyrir skemmstu. Ég tók upp á því að skrifa niður allt sem ég át og í stað þess að fleygja miðanum á- kvað ég að geyma hann sem áminningu. Upptaln- h ingin þarfnast skýringa en það er best að rekja m söguna eins og hún var og draga ekkert undan. Ég byrjaði daginn með því að fá mér kaffi og fimm ristaðar brauðsneiðar með smjöri og marmelaði. Það var áður en ég fór f vinnuna. Á leiðinni þangað datt mér í hug að vera nú notaleg við vinnufélagana og kaupa eitthvað gott handa okkur með morgunkaffinu. Við erum þrjú í sama verkefni þannig að ég keypti þrjár skonsur, smjör og ost. Og svo keypti ég líka þrjú sérbökuð vínarbrauð. Á leiðinni út í bílinn nartaði ég aðeins f eitt vín- arbrauðið og þegar ég steig út úr bílnum fyrir utan vinnustaðinn var það uppétið. Á leiðinni upp í lyftunni hugsaði ég um það eitt að halda áfram að éta og fannst verst að hafa ekki keyþt meira í bakaríinu. En ég sá nú við því. Ég hætti bara við að bjóða hinum upp á meðlæti og stakk pokanum í neðstu skrif- borðsskúffuna. Sfðan sótti ég mér kaffi og maulaði svo á þessu í laumi. Maður er sér- fræðingur f því að éta án þess að aðrir verði þess varir. Þegar leið að hádegi var mig farið að langa í eitthvað. Bara eitthvað. Ég var að hugsa um að fara út í sjoppu en ákvað að gera það ekki. Matartíminn nálgaðist og mér tókst að harka af mér. Þar sem ég vinn er ekkert mötuneyti en rétt hjá er veitingastaður þar sem hægt er 24 VIKAN 16.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.