Vikan


Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 40

Vikan - 12.08.1993, Blaðsíða 40
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON The Stranglers. Jet Black (alskegg), Dave Greenfield (yfirvaraskegg), Hugh Cornwell (hökuskarö) og Jean Jaques Burnel (lubbi). Þeir skipuöu eina bestu pönksveitina en þróuöust síöan út í hreinna rokk og á köflum draumkennda popptónlist. FYRSTU FIMM ARIN ÖRLÍTIÐ UM THE STRANGLERS, AÐALSMENN PÖNKSINS Fyrirbærið var kallað ræfla- rokk til að byrja með. Það reis upp sem mótmæla- alda gegn stöðnuðu kerfi, at- vinnuleysi og efnahag- skreppu. Nú er þetta fyrirbæri þekktara sem pönk og ein af fyrstu hljómsveitunum, sem kenndar voru við þessa stefnu, var The Stranglers eða Kyrkjararnir. Hljómsveitin sú varð til í bænum Guilford sem er suð- vestur af London. Aðalhvata- maður að stofnun hennar var hinn skeggjaði og „tuttugu og eitthvað" Jet Black (rétt nafn Jethro Whitethorne) en hann varð leiður á annars ágætri vinnu sinni og ákvað að hella sér aftur út í tónlistina, hvað sem það kostaði. Á unglingsár- unum hafði hann sem sé spil- að með hinum og þessum. E f t i r nokkurn tíma var skipan hljómsveitarinnar orðin þessi: Jet á tromm- ur, Hugh Cornwell (gít- ar/söngur), Dave Green- field (hljómborð) og Jean Jaques Burnel á bassa. Þar til sá síöastnefndi gekk í sveitina hafði æðsti draumur hans veriö að ferðast til Jap- ans og fullkomna karate- tækni sína en kunnátta hans á því sviði kom þeim félögum oftar en ekki til góða þegar til slagsmála kom á tónleikum með The Stranglers. Það gekk meira að segja svo langt einu sinni ( Frakklandi að Burnel þurfti að fara huldu höfði í nokkra daga eftir að hafa afgreitt nokkra lögreglu- þjóna með slíkri tækni. GAMLA TESTAMENTIÐ Ástæöa umfjöllunar um Stranglers er sú að út er kom- inn fjögurra diska kassi sem spannar tímabilið 1977-1982, það tímabil þegar The Stranglers voru hvað grimm- astir og pönkaðastir. Kassinn ber heitiö The Old Testament, The U.A. Recordings en U.A. er skammstöfun fyrir United Artists sem hljómsveitin var á samningi hjá meirihluta þessa tímabils. Þetta eru í raun sex fyrstu breiðskífurnar; Rattus Norvegicus og No More Heroes, frá 1977, Black and White (1978), The Raven (1979) og (The Gospel Accor- ding to) The Men in Black og La Folie (1979). Á þessum skífum var stungið á ýmsum kýlum og þjóöfélagsádeilan var þeitt. Þetta var eitt af sérkennum The Stranglers en hljóm- borðsleikur Dave Greenfield á Hammond-orgelið var þó það sem menn tóku mest eftir. Dave spilaði stundum eins og hann væri í framsækinni rokksveit í ætt við Yes eða ein- hverja slíka og sólóin hans eru mörg hver perlur, til dæmis I lög- unum Down in the f Sewer af Rattus Norveg- icus og Duchess af The Ra- ven, þó í síöara laginu sé varla hægt að tala um sóló vegna þess að hljómborðsleik- ur Dave er það sem ber lagið upþi að stærstum hluta. hinar bestu, að mér skilst á mági mínum. Þar fluttu þeir meðal annars efni af sþlunkunýrri þlötu, Black and White, sem þeir kynntu á frægum blaðamanna- fundi ( Skíöaskálanum ( Hveradölum. Fróðlegt er að lesa lýsinguna á þessu ævin- týri í bókinni sem fylgir kassan- um en hún er skrifuð af Chris nokkrum Twomley og er ein- hvern veg- inn svona í þýðingu minni: „Sérkennilegri stað til kynningar á plötunni var varla hægt aö hugsa sér. Hið hrjóstruga og gróðursnauða HÉR Á LISTAHÁTIÐ1978 Vinsældir The Stranglers voru miklar og allar plöturnar sem um ræðir nema La Folie náðu inn á topp tíu yfir sölu á breið- skífum. í maí 1978 komu The Stranglers hingað á listahátíö, fylltu Höllina og undirtektir pönkaranna Island er land öfganna; jöklar, bullandi hverir og hávaðasöm jarðorka; dægursveiflan trygg- ir 24 stunda myrkur að vetri til og 24 stunda birtu á sumrin; í- búafjöldi á ferkílómetra er sá minnsti í Evr- ópu (250.00 í- búar alls, þar af 100.000 í höfuöborginni Reykjavík) en óskil- getin börn hvergi í Evr- ópu fleiri. Svart/hvítt land fyrir Svarta og hvíta albúmið. 40 VIKAN 16. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.