Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 40

Vikan - 12.08.1993, Síða 40
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON The Stranglers. Jet Black (alskegg), Dave Greenfield (yfirvaraskegg), Hugh Cornwell (hökuskarö) og Jean Jaques Burnel (lubbi). Þeir skipuöu eina bestu pönksveitina en þróuöust síöan út í hreinna rokk og á köflum draumkennda popptónlist. FYRSTU FIMM ARIN ÖRLÍTIÐ UM THE STRANGLERS, AÐALSMENN PÖNKSINS Fyrirbærið var kallað ræfla- rokk til að byrja með. Það reis upp sem mótmæla- alda gegn stöðnuðu kerfi, at- vinnuleysi og efnahag- skreppu. Nú er þetta fyrirbæri þekktara sem pönk og ein af fyrstu hljómsveitunum, sem kenndar voru við þessa stefnu, var The Stranglers eða Kyrkjararnir. Hljómsveitin sú varð til í bænum Guilford sem er suð- vestur af London. Aðalhvata- maður að stofnun hennar var hinn skeggjaði og „tuttugu og eitthvað" Jet Black (rétt nafn Jethro Whitethorne) en hann varð leiður á annars ágætri vinnu sinni og ákvað að hella sér aftur út í tónlistina, hvað sem það kostaði. Á unglingsár- unum hafði hann sem sé spil- að með hinum og þessum. E f t i r nokkurn tíma var skipan hljómsveitarinnar orðin þessi: Jet á tromm- ur, Hugh Cornwell (gít- ar/söngur), Dave Green- field (hljómborð) og Jean Jaques Burnel á bassa. Þar til sá síöastnefndi gekk í sveitina hafði æðsti draumur hans veriö að ferðast til Jap- ans og fullkomna karate- tækni sína en kunnátta hans á því sviði kom þeim félögum oftar en ekki til góða þegar til slagsmála kom á tónleikum með The Stranglers. Það gekk meira að segja svo langt einu sinni ( Frakklandi að Burnel þurfti að fara huldu höfði í nokkra daga eftir að hafa afgreitt nokkra lögreglu- þjóna með slíkri tækni. GAMLA TESTAMENTIÐ Ástæöa umfjöllunar um Stranglers er sú að út er kom- inn fjögurra diska kassi sem spannar tímabilið 1977-1982, það tímabil þegar The Stranglers voru hvað grimm- astir og pönkaðastir. Kassinn ber heitiö The Old Testament, The U.A. Recordings en U.A. er skammstöfun fyrir United Artists sem hljómsveitin var á samningi hjá meirihluta þessa tímabils. Þetta eru í raun sex fyrstu breiðskífurnar; Rattus Norvegicus og No More Heroes, frá 1977, Black and White (1978), The Raven (1979) og (The Gospel Accor- ding to) The Men in Black og La Folie (1979). Á þessum skífum var stungið á ýmsum kýlum og þjóöfélagsádeilan var þeitt. Þetta var eitt af sérkennum The Stranglers en hljóm- borðsleikur Dave Greenfield á Hammond-orgelið var þó það sem menn tóku mest eftir. Dave spilaði stundum eins og hann væri í framsækinni rokksveit í ætt við Yes eða ein- hverja slíka og sólóin hans eru mörg hver perlur, til dæmis I lög- unum Down in the f Sewer af Rattus Norveg- icus og Duchess af The Ra- ven, þó í síöara laginu sé varla hægt að tala um sóló vegna þess að hljómborðsleik- ur Dave er það sem ber lagið upþi að stærstum hluta. hinar bestu, að mér skilst á mági mínum. Þar fluttu þeir meðal annars efni af sþlunkunýrri þlötu, Black and White, sem þeir kynntu á frægum blaðamanna- fundi ( Skíöaskálanum ( Hveradölum. Fróðlegt er að lesa lýsinguna á þessu ævin- týri í bókinni sem fylgir kassan- um en hún er skrifuð af Chris nokkrum Twomley og er ein- hvern veg- inn svona í þýðingu minni: „Sérkennilegri stað til kynningar á plötunni var varla hægt aö hugsa sér. Hið hrjóstruga og gróðursnauða HÉR Á LISTAHÁTIÐ1978 Vinsældir The Stranglers voru miklar og allar plöturnar sem um ræðir nema La Folie náðu inn á topp tíu yfir sölu á breið- skífum. í maí 1978 komu The Stranglers hingað á listahátíö, fylltu Höllina og undirtektir pönkaranna Island er land öfganna; jöklar, bullandi hverir og hávaðasöm jarðorka; dægursveiflan trygg- ir 24 stunda myrkur að vetri til og 24 stunda birtu á sumrin; í- búafjöldi á ferkílómetra er sá minnsti í Evr- ópu (250.00 í- búar alls, þar af 100.000 í höfuöborginni Reykjavík) en óskil- getin börn hvergi í Evr- ópu fleiri. Svart/hvítt land fyrir Svarta og hvíta albúmið. 40 VIKAN 16. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.