Vikan


Vikan - 12.08.1993, Síða 29

Vikan - 12.08.1993, Síða 29
\ Heimurinn er alltaf að breytast, það vitum við öll. Tækni og vísindum fleygir fram, landamæri þurrk- ast út og ný verða til, Berlínar- múrinn er fallinn, við erum öll að verða hvanngræn af um- hverfisást og forseti Banda- ríkjanna er demókrati. Nýjum tímum fylgja nýir sið- ir - eða hvað? Það er oft erfitt að henda reiður á þeim breyt- ingum sem verða á gildismati okkar og siðferðiskennd, hug- myndum okkar um hvað er viðeigandi og hvað ekki og það hvernig við eigum að koma fram hvert við annað. Þetta kemst sjaldnast í blöðin, að minnsta kosti ekki á bein- an hátt. Ég man ekki eftir að hafa rekið augun í fyrirsagnir á borð við „KARLMAÐUR HLÝTUR HÖFUÐÁVERKA Á VEITINGASTAÐ - GERÐI TILRAUN TIL AÐ HJÁLPA KONU í KÁPUNA". Vegna þess hve siðir, venj- ur og viðhorf hafa breyst hratt og mikið kemur oft fyrir að við lendum á milli tveggja elda. Þú segir kannski eða gerir eitthvað sem fær einhvern annan til að segja: „Guð, hvað þú ert gamaldags!“ Það er náttúrlega stórmóðgun, eða hvað? Samt sem áður hugsar þú kannski sem svo: „Mér finnst ég samt hafa rétt fyrir mér!“ Viltu komast að því hversu gamaldags þú ert? Taktu þetta litla próf og þú munt verða margs vísari! 1. í samkvæmi á vegum vinnuveitanda þíns hittir þú aðiaðandi fráskilinn mann. Hann gerir enga tilraun til að stíga í vænginn við þig en þú: a) Lætur hann hafa nafn- spjaldið þitt og sérð svo til. b) Lætur hann hafa nafn- spjaldið og gefur honum tvær vikur; ef ekkert gerist hringir þú sjálf. c) Býður honum út í hádegis- mat. d) Kemur þér beint að efninu og býður honum í kvöldmat með öllu tilheyrandi. 2. Ef þú ferð út með karl- manni sem hefur jafnháar eða hærrí tekjur en þú, hvortykkar býður? a) Það ykkar sem átti frum- kvæðið að stefnumótinu. b) Þú ætlast til að hann geri það, nema eitthvað sérstakt komi til. c) Stundum borgar hann, stundum þú. d) Þú ferð ákveðið fram á að reikningnum sé skipt jafnt milli ykkar. 3. Þú ert búin að eiga sér- lega annríkt síðustu þrjár vik- urnar vegna mikillar yfirvinnu og íbúðin þín er eins og rusla- haugur. Þá hringir vinkona þín, sem býr langt í burtu frá þér, og segist eiga leið hjá. Hvað gerir þú? 16.TBL. 1993 VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.