Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 46

Vikan - 20.12.1994, Page 46
 : m' Bláberjafrauð skreytt meö sykurslöri og ferskum ávöxtum. pönnu í um þaö bil eina mín- útu, saltað og piprað. Hvtt- víni eða mysu skvett yfir. Einnig má skvetta koníaki yf- ir humarkjötiö. Grænmetið látið út á, kryddað. Að síð- ustu er rjómanum bætt út í og soðið niður í eina til tvær mínútur. Karríhrísgrjón: Hrísgrjónin soðin með karrí- dufti út í. RÓSASTEIKTAR RJÚPNABRINGUR I „JÓLAPAKKA" MEÐ JURTASÓSU, BRÚNUÐUM KARTÖLFUM OG EPLASALATI Rjúpnabringur: 12 úrbeinaðar rjúpnabringur (sex rjúpur) salt og pipar villikrydd - „örtseasoning“ 12 blöð blaðdeig Bringunum er velt upp úr hveiti, þær kryddaðar og steiktar á vel heitri pönnu í um það bil eina mínútu á hvorri hlið. Látnar kólna á borði (ekki í ísskáp). Blað- deigið smurt með ólífuolíu og bringunum pakkað inn í það. Bakað í 180 til 200 stiga heitum ofni þar til deigið er orðið fallega brúnað. Eins og nafnið „rósasteiktar rjúpna- bringur" gefur til kynna eru rjúpurnar ekki jafnmikið steiktar eða soðnar og margir eiga að venjast frá ömmu eða mömmu. Þeir, sem kunna að vilja rjúpurnar gegnsteiktar, steikja þær heldur lengur á pönnunni en hér er mælt með. Eplasalat: 3 gul epli 1 dl sýrður rjómi 1 1/2 dl rjómi Sykri skvett yfir eftir því hvað eplin eru súr. Sítrónu- og appelsínusafa skvett yfir epl- in sem eru skorin í bita. Rjóminn er léttþeyttur. Sýrði rjóminn er hrærður sér. Öllu blandað saman og eplin sett út í. Jurtasósa: 1/2 I vatn kjötkraftur og jurtakrydd 1-2 tsk. rifsberjahlaup smáklípa af gráðosti Látið þetta sjóða og síðan er það þykkt með smjörbollu eða maízenamjöli. Rjóma bætt út í eftir smekk. BLÁBERJAFRAUD 400 g bláberjasulta 1/2 I rjómi 8 matarlímsblöð Rjóminn er léttþeyttur og sultunni bætt út í. Matarlíms- blööin eru látin liggja í köldu vatni í um það bil 2-5 mínút- ur eða þar til þau eru orðin mjúk. Þá eru þau tekin úr vatninu og það kreist að mestu úr þeim. Blöðin eru látin bráðna yfir vatnsbaði þar til þau eru orðin það vel volg aö að hægt er að bæta þeim út í. Hrært vel í á með- an. Sett í mót og látið stífna í kæli í tvær klukkustundir. Skreytt með ferskum ávöxt- um.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.