Vikan


Vikan - 20.12.1994, Side 51

Vikan - 20.12.1994, Side 51
i I I ) I Kalkúninn er ekki matreiddur í heilu lagi í þetta skipti en óneitanlega er þetta mjög girnilegur réttur. Litlu kúlurnar í sósunni eru búnar til úr per- um meö parísarjárni. Þær eru vissulega fallegri á diskinum en perubitar svo rétt er aö nota járniö ef þiö eigiö þess kost. TEXTI: FRIÐA BJÖRNSDÓTTIR UÓSMYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON KALKUN MEÐ NÝJUM HÆTTI Í NÝÁRS- EÐA JÓLAVEISLUNA Ingvar Hinrik Svendsen, matreiðslumaöur á Lækj- arbrekku, framreiddi fyrir okkur jólamáltíð þar sem kalkún er aðalrétturinn. Kalk- úninn er þó ekki í heilu lagi eins og tlestir eiga að venj- ast á stórhátíðum. Skemmti- leg tilbreyting það. Við báð- um Ingvar að mæla með víni með máltíðinni. Hann valdi Villa Antinori - italskt milli- hvítvín - með forréttinum. Með kalkúninum valdi hánn annað ítalskt vín, Riserva Ducale, milt og mjúkt rauð- vín. Hátíðamáltíð Ingvars hentar vel til dæmis í nýjárs- fagnaðinn. Svolítið er hægt að vinna sér í haginn við matargerðina. Búðingurinn er búinn til fyrirfram og hægt er að plokka humarinn áður en hafist er handa. Ingvar Hinrik Svendsen er í Freistingu, nýstofnuðum fé- lagsskap tíu matreiðslu- manna og tveggja bakara. Þetta eru allt ungir menn og Freisting hefur það að mark- miði að framreiða góðan mat við góð tækifæri. Ingvar lærði á Lækjarbrekku en fór svo til Kaupmannahafnar og vann á Restaurant Nimb í Tívolí. Eftir það var hann í hálft ár á Fjörukránni en kom svo aftur á Lækjarbrekku og hefur verið þar í þrjú ár. A matseðlinum eru humarhalar í kryddjurtapönnuköku í for- rétt. Aðalrétturinn er kalk- únabringur, fylltar með spín- ati og sveskjum, á kartöflu- böku með perusósu og loks er eftirrétturinn ítalskur rjómabúðingur sem heitir á frummálinu Panna cotta. Gert er ráð fyrir að réttirnir séu allir fyrir fjóra. HUMARHALAR I KRYDDJURTAPÖNNU- KÖKU MEÐ VILLIHRÍSGRJÓNUM OG SAFRANSÓSU Humarhalar: 16 pillaðir humarhalar 1 stk. rauðlaukur salt og pipar 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 msk. söxuð steinselja 1 msk. brauðrasp 30 g smjör Humarinn er ristaður í smjöri á pönnu og kryddaður með salti og pipar. Hvítlaukur, rauðlaukur ásamt steinselju og brauðraspi sett á pönn- una í lokin. Safransósa: 1/2 saxaður laukur 1 dl hvítvín 3 dl rjómi 15 strá af safran 150 g smjör salt og pipar Laukurinn er snöggsteiktur (má ekki brúnast). Hvítvínið Ingvar Hinrik Svendsen matreiöslu- maöur viö jólahlaöboröiö á Lækjar- brekku sem er þar á boöstólum fram á Þorláksmessu. Þetta er þriöja áriö sem Lækjarbrekka býöur viöskipta- vinum upp á jólahlaöborö á aövent- unni. Lækjarbrekka hefur yfir tveimur veislusölum aö ráöa auk veitinga- hússins sjálfs - Kornhlööunní, sem rúmar 100 manns i sæti, og Litlu- brekku þar sem eru sæti fyrir 50 manns. I þessum sölum eru haldnar árshátíöir, brúökaupsveislur, þorra- blót og fundir af ýmsu tagi. Ingvar Hinrik vildí taka sérstaklega fram aö allar tertur Lækjarbrekku eru heima- bakaöar. 12. TBL. 1994 VIKAN 51 HÁTÍÐARMATUR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.