Menntamál - 01.12.1941, Page 7

Menntamál - 01.12.1941, Page 7
MENNTAMÁL 101 Starfssvið það’, sem Benedikt skóp með stofnun ungl- ingaskóla í Húsavík og búskaparstörfum í Garði full- nægði honum ekki. Hugsjónamaðurinn og umbótamaður- inn sterki og atorkusami náði ekki til menningaráhrifa á nógu marga með þeim hætti. Hann flutti því fyrirlestra um menningarmál og íslenzka tungu heima í Húsavík og ferðaðist um skeið um sýsluna í sömu erindum. Hann var áhrifamikill fyrirlesari, skýr í hugsun og rök- fastur, talaði af mælsku, en stillt, og málið var þróttugt og fagurt. Tómstundir sínar notaði Benedikt til fræðiiðkana í íslenzku og til lesturs merkra erlendra rita. En hugljúfasta viðfangsefni hans var þó jafnan að auka kunnáttu sína á lögmálum fyrir þróun og breytingu ís- lenzkrar tungu, því að honum var sú vissa í brjóst lögð, að „orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Þá samdi hann fyrstu drög til kennslubókar sinnar í mál- fræði, kenndi hana í handriti og endurbætti hana smátt og smátt, unz hann lét prenta hana og gefa út löngu síðar, eins og kunnugt er. En hún er ágætasta kennslubók í mál- fræði, sem enn hefur verið samin fyrir efstu bekki barna- skólanna og alþýðuskólana. Haustið 1914 tók Benedikt við stjórn barnaskólans í Húsavík og hafði á hendi stjórn beggja skólanna, unz hann hætti skólastörfum um haustið 1940. Hafði hann þá stundað kennslu alls í yfir 40 vetur. Ekki gat hjá því farið, að Benedikt tæki þátt í i’leiri störfum en þeim, sem beinlínis snertu skólastarfið. Enda tók hann mjög virkan þátt í málefnum sveitarinnar, bæði ræktunarmálum kauptúnsins og öðru því, er til umbóta horfði. Má segja, að öllum velferðarmálum hafi hann verið styrktarmaður á beinan eða óbeinan hátt og átt frumkvæði að ýmsu því, er lengst verður búið að. Benedikt var oddviti Húsavíkurhrepps frá 1922—1937. Varð þaö starf með hverju ári æ umfangsmeira, og hvíldu

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.