Menntamál - 01.12.1941, Page 24

Menntamál - 01.12.1941, Page 24
118 MENNTAMÁL litsleiðangur innan skamms, en Stefán Jónsson getur ekki hafið starf sitt fyrr en eftir nýár. — Áður hefur lítillega verið minnst á störf námsstjóranna eða eftirlitsmannanna. Nú skal drepið á þau nokkru nánar. Verkefni þeirra verða einkum þessi: 1. Að athuga hvort gildandi lögum og fyrirmælum fræðslumálastjórnar sé framfylgt, og hvort þau séu vel við hæfi þeirrar hugsjónar, sem keppt er eftir með skóla- haldinu og hennar ytri aðstæðna, sem skólarnir eiga við að búa. 2. Að kynna sér starfsskilyrði kennara, aðbúð þeirra og barnanna, aðstæður til náms og þroska og árangur kennslu, með það fyrir augum, að ráðnar verði bætur á því, sem áfátt kynni að reynast. 3. Að kynna sér aga, stjórn og uppeldisáhrif skóla og heimila eftir föngum, hversu mikið samstarf er þeirra í milli og með hverjum hætti það mætti verða sem af- farasælast. 4. Að leiðbeina kennurum, skólanefndum og aðstand- endum barna um réttindi þeirra og skyldur og um allt það, er verða má börnunum til aukins manngildis og bætts árangurs af skóladvölinni. 5. Að athuga og gera tillögur um sameining skóla- hverfa, samstarfs smærri skóla og vinna að hagkvæm- um breytingum á skipun og framkvæmd skólahalds og menningarstarfsemi — frá sjónarmiði uppeldis- og fræðslu- og fjármála. En auðvitað kemur fjölda margt fleira til greina en það, er nú var nefnt. Reynslan ein kennir smám sam- an, hversu margþætt og víðtækt starf námsstjóranna kann að verða. En skólanefndir og kennarar geta mjög stutt þá í starfi. Þess vegna skiptir svo miklu máli, að þessir aðilar hafi góðan skilning á starfi námsstjóranna. Þeir eru ekki settir skólanefndum og kennurum til höfuðs, heldur til hjálpar. Auðvitað benda þeir á misfellur, þar

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.