Menntamál - 01.12.1941, Side 62

Menntamál - 01.12.1941, Side 62
156 MENNTAMÁL í útvarpið, er hann nefndi: Fleiri börn í sveit að sumar- lagi. Um þær mundir fór hernám landsins fram, vorskólar lögðust niður og brýn þörf þótti að auka starfsemina að mun. Á þessu sumri voru því rekin á vegum opinberra stofnana og félaga 10 barnaheimili. Auk þess voru nokkur hundruð börn styrkt með fatagjöfum, fargjöldum o. fl., er þau fóru til dvalar á sveitaheimili. Þessi starfsemi tókst yfirleitt vel, þótt á byrjunarstígi væri. Áður hafði ekkert verið greitt fyrir börnum á þennan hátt og aðeins 2—3 sumardvalarheimili verið rekin undanfarin sumur. Næst er þess að geta, að í febr. 1941 snýr Barnaverndar- ráð íslands sér til ríkisstjórnarinnar, gerir skil fyrir síð- asta ár og spyrst fyrir um, hvort gera megi ráð fyrir svip- uðum stuðningi til starfsins eins og s. 1. sumar. Ríkisstjórn- in tók málinu vel og hét að greiða V2 styrk móti bæjar- félaginu, að undangenginni fjársöfnun, og að því tryggðu, að nefndin, sem þessum málum veitti forstöðu, sæi um, að aðstandendur borguðu eftir efnum og aðstæðum fyrir börn- in. Þannig var fenginn öruggur fjárhagslegur grundvöllur til að hefja starfið á. Var svo mynduð 7 manna nefnd, er þannig var skipuð: Fyrir Barnaverndarráð íslands: Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri, Ásmundur Guðmundsson prófessor, Sigurður Thorlacius skólastjóri. Fyrir Rauða kross íslands: Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali, Haraldur Árnason kaupm. Fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur: frúrnar Guðrún Pétursdóttir og Soffía Ingvarsdóttir. Jafnframt því sem nefnd þessi var fyrir Reykjavík, starf- aði hún til fyrirgreiðslu um land allt í hernumdum bæjum. Öryggismálanefnd ríkisins starfaði í sambandi við þessa nefnd, svo að hún var nokkurkonar viðtalsnefnd fyrir hönd ríkisstj órnarinnar, sem útvegaði fólki í öðrum bæj- um samskonar styrki og Reykjavík var lofað; hún kvatti félög til starfa og hafði samstarf við aðra bæi landsins.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.