Menntamál - 01.12.1941, Side 81

Menntamál - 01.12.1941, Side 81
MENNTAMÁL 175 Þýzkir skólar í Rúmeníu. Rúmenska ríkisstjórnin hefur gefið út viðauka við fræðslulög lands- ins, þar sem Þjóðverjum í Rúmeníu er veitt leyfi til þess að hafa þýzka skóla og láta innleiða þýzkar skólabækur. Þó hefur rúmenska kennslumálastjórnin að einhverju leyti hönd í bagga með stjórn skól- anna. Þýzkir kennarar, sem sendir eru frá Þýzkalandi, skulu launaðir af Þjóðverjum. Fimm hundruð ára afmælis prentlistarinnar, sem raunar var árið 1940, hefur verið minnst víða, þrátt fyrir styrjöldina. í Svíþjóð var höfð mikil sýning á Skansinum í Stokkhólmi í tilefni afmælisins. Hér á landi hafa prentarar gefiö út mjög vandaða bók, sem sýnishorn af list prentar- ans. Er það einhver dýrasta bók, sem gefin hefur verið út á íslandi. Mun bókin gefin út í fáum eintökum og kostar 100 kr. hvert. Samúð til norskra kennara. Norskir kennarar búa nú við hinar mestu hörmungar, eins og öll norska þjóðin. Starf þeirra er lagt í rústir, virðingu þeirra misboðið og þjóðleg verðmæti og réttindi fótum troðið af nazistum. Sænskir kennarar hafa vottað norsku kennarastéttinni samúð sína. í ávarp- inu er lögð áherzla á, að norskir kennarar berjist gegn skipulagi, sem ekki geti samrýmst norrænum hugsunarhætti, og sú ósk látin í ljós, að brátt renni upp betri tímar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.