Menntamál - 01.08.1968, Page 19
MENNTAMÁL
127
okkur, hvernig á að auðga umhverfið, hvort heldur heima
eða í skólunum.
Þriðja tegund þess skerfs, sem skólamaðurinn getur lagt
af mörkum til hins nýja þjóðfélags, sem er að mótast, er á
sviði gilda.
Hið nýja þjóðfélag er skipulagt þjóðfélag. Skipuleggjend-
ur eru að störfum allt í kringum okkur, og þeir leggja
aukna áherzlu á, að málefni, sem snerta menntun, séu með
í áætlunum sínum. Hér er þó hætta falin, því að áætlanir
verða fyrir áhrifum af kröfum samfélagsins, en þær kröfur
endurspegla hagsmunagildi sérstaks hluta jress. Til dæmis
kann ríkisstjórn, með hliðsjón af iðnaðarþróun, að krefjast
fleiri stærðfræðinga og tæknifræðinga og binda endi á vax-
andi nemendafjölda í hugvísindadeiklum; forráðamenn
vilja ef til vill sameina smáskóla og litla bekki til að spara
kennaraliðið; háskólaprófessorar kunna að lýsa yfir því,
hvernig þeir vilji, að skólarnir undirbúi nemendur sína,
en gleyma, að margir nemendur munu alls ekki fara í há-
skóla og tilgangur skólans er ekki sá að geðjast háskólanum,
hvað sem öðru líður; stjórnmálamenn munu líta á almenna
skóla og einkaskóla fremur í ljósi flokkshlýðni sinnar en
grennslast fyrir um staðreyndir, sem kynnu að koma sér
illa. Menntunarkerfi okkar hlýtur að öllum líkindum að
verða fært úr lagi af þess háttar kröfum, og það er hér, sem
skólamaðurinn getur lagt sinn stærsta og bezta skerf af
mörkum.
Skólamaðurinn er vanur því að viðurkenna menningar-
gildi og halda þeim í jafnvægi. Hann mun nreta jrau gildi,
sem eru fólgin bæði í hugvísindum og í raunvísindum; bæði
í hinum litlu sveitaskólum og í hinum stóru skólum í bæ og
borg; bæði í andrúmslofti og fræðimennsku í sérskólunum
og í hinum víðtækari samfélagsanda hins almenna skóla;
bæði í hugsjónum einkaskólanna og í hugsjónum hins full-
komlega almenna skólakerfis. Umfram allt á skólamaður-
inn sér samt alltaf sín sérstöku verðmæti og gildi, sem eru