Menntamál - 01.08.1968, Page 58
166
MENNTAMÁL
— Voru ekki í frumvarpinu einhver atriði, sem kennara-
samtökin gátu ekki sætt sig við?
— Jú, kennarar gagnrýndu ýmis atriði frumvarpsins,
m. a. skyldu kennara til að sækja námskeið í sumarleyfinu.
Ennfremur hafa skoðanir verið mjög skiptar um algjöra
skyldu nemendanna til níu ára skólasetu, eða í hve ríkum
mæli 9. skólaárið skuli vera frjálst.
— Stóðu ekki líka harðar deilur um hina kristilegu mark-
miðsgrein laganna?
— Jú, um markmiðsgreinina hafa staðið deilur, bæði
innan kennarasamtakanna og meðal almennings, og þegar
rætt var um breytingar á henni, bárust svo mörg mótmæli,
að andinn í greininni er um það bil sá sami og í fyrri lögum.
— En hvað um námsaðgreiningarvandamálið?
— Þá meinarðu náttúrlega möguleikana til að velja um
námsskrár. Nú hefur þetta með námsaðgreininguna í ungl-
ingaskólanum þróazt stig af stigi í Noregi, og við höfum
þar reynt að fara sömu leið og gert hefur verið í Svíþjóð.
Þegar níu ára skóli kom fyrst. til orða, þá var gert ráð
fyrir raunverulegu vali milli mismunandi lína. Rætt var
um 5 línur sunrs staðar og 3 línur annars staðar. Síðan var
söðlað yfir til námsskrárvals, þar senr er fastur kjarni náms-
greina fyrir alla, en hægt er að bæta við námsgreinum og
kennt er samkvænrt 3 mismunandi Jrungum námsskrám.
Ein námsskráin leiðir þá til menntaskóla, en hinar tvær
gera minni kröfur í aðalgreinunum, og próf frá Jreim nægir
ekki til inngöngu í nrenntaskóla. Þessi Jrrískipting nær að-
eins til aðalgreinanna (móðurmáls, stærðfræði, ensku og
Jrýzku), en að öðru leyti er námsskráin frjáls, Jrannig að
nemendur, sem nenra el'tir lrinunr Jrrenr mismunandi nánrs-
skrám eru saman t. d. í handavinnu og tónlistartímunum,
svo við komumst hjá skörpum skilum milli Jreirra bók-
næmustu og lrinna í öllum greinum.
— I hvaða bekk hefst þessi námsaðgreining?
— Hún byrjar í 8. bekk. í 7. lrekk hafa allir sama nánrs-