Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 76
184
MENNTAMÁL
þar að lútandi. í öðru lagi þar£ svo að ætla sjóðnum hæfi-
legar tekjur árlega, svo hægt sé að nota vexti til úthlutunar.
VII. Launa- og kjaramál.
Allar samþykktir þingsins í launa- og kjaramálum voru
sendar til Kjararáðs. Voru þær allar samþykktar þar og
unnið að lausn þeirra við samninganefnd ríkisins. Eins og
kunnugt er, tókust engir samningar milli samninganefnd-
arinnar og Kjararáðs, og var því öllum málum vísað til
Kjaradóms. Yfirleitt tók samninganefnd ríkisins illa öllum
kröfum okkar um leiðréttingu og eyddi rniklu máli fyrir
Kjaradómi til að sanna óréttmæti Jæirra. Þrátt fyrir það
að Kjaradómur í heild sé okkur óhagstæður og tæki fáar
af tillögum okkar til jákvæðrar afgreiðslu er Jrar þó að finna
fjögur atriði, sem telja verður til bóta.
1. Greiðsla fyrir vinnu við félagsstörf og fleira.
2. Greiðsla fyrir matartíma á laugardögum, ef unnið
er e. h.
3. Greiðsla fyrir hverjar unnar 5 mínútur í yfirvinnu.
4. Eftirvinna sé aldrei meiri en 10 tímar á viku.
Neikvæðasti úrskurður Kjaradóms í okkar málum var
ákvæðið um daglegan vinnutíma kennara. Ríkisstjórnin
lagði þann skilning í þessi dómsorð Kjaradóms, að ekki
skyldi greiða álag á tímabilið milli kl. 4—5, hvort sem
vinna hæfist kl. 8 eða 9. Gaf hún út úrskurð Jiar að lútandi,
en tók sér um leið það bessaleyfi að ákvarða upp á einsdæmi
að lækka álag á eftirvinnu og næturvinnu eftir kl. 5 úr
50% og 90% í 25%. Þessu var strax mótmælt. Stjórn
L.S.F.K. fékk Jóhann Þórðarson lögfræðing til þess að at-
huga lagalegan skilning á þessu ákvæði, og komst hann að
þeirri niðurstöðu, að það bæri ekki að túlka þetta ákvæði
til breytingar á J)ví, sem áður hafði gilt, heldur að skylt
væri, að daglegur vinnutími skyldi vera innan þessara tak-
marka. Þegar hér var komið, taldi fjárimálaráðuneytið
æskilegt, að B.S.R.B. tilnefndi viðræðunefnd til að ræða