Menntamál - 01.08.1968, Qupperneq 78
186
MENNTAMÁL
komu fram í fyrirlestri hans. Vegna samþykktar, sem þingið
gerði um þetta mál, óskaði menntamálaráðherra eftir, að
skipuð yrði nefnd, sem gerði tillögur um leiðir til fram-
kvæmda. Af hálfu L.S.F.K. á Jón R. Hjálmarsson skóla-
stjóri sæti í nefndinni.
Á uppeldismálaþinginu var einnig rætt um kennara-
menntun, en engar samþykktir voru gerðar.
X. Önnur verliejni.
Auk þeirra fyrirmæla um störf stjórnarinnar, sem fólust
í samþykktum þingsins, eru fjölmörg stærri og smærri mál,
sem stjórnin hefur unnið að. Á Norðurlöndum hefur um
aillangt skeið verið starfandi óformlegt kennarasamband,
sem árlega hefur efnt til funda fyrir formenn kennarasam-
takanna. Um nokkurt skeið hafa verið uppi hugmyndir um
formlega stofnun kennarasamtaka á Norðurlöndum, og
þegar stjórn L.S.F.K. ásamt stjórn S.Í.B. fékk svo boð um
að senda fulltrúa á undirbúningsfund fyrir stofnun nor-
rænna kennarasamtaka, þótti sjálfsagt að taka slíku boði.
Á jreim fundi var samjrykkt að stofna kennarasamband
Norðurlanda.
Á öðrum fundi, sem haldinn var s.l. vetur, voru samþykkt
drög að lögum fyrir samltandið. Þau verða lögð fyrir Jretta
jring, sem um leið ákveður, hvort L.S.F.K. verður aðili að
sambandinu. Það er ljóst, að slík aðild hefur nokkurn
kostnað í för með sér, auk ýmissa starfa sem hljóta að fylgja.
Formaður L.S.F.K. sat báða fundina.
Þegar danskir kennarar komu hingað í boði Norræna
félagsins, var jress farið á leit við stjórn L.S.F.K., að hún
legði eitthvað af mörkum í sambandi við heimsóknina.
Brást hún vel við Jrví og útvegaði nokkrum Jreirra vist
lijá kennurum og bauð Jreim auk Jress í ferðalag um Suður-
land. Þótti Jtetta sjálfsagt, þar sem íslenzkir kennarar hafa
notið gestrisni danskra kennarasamtaka í heimboðum til