Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 92
200
MENNTAMÁL
Kjaradómurinn.
Kjararáð lagði síðan fram endanlegar tillögur sínar fyrir
samninganefnd ríkisins í september. Samningaviðtteður
stóðu yfir þar til 1. nóvember, en samkomulag náðist ekki,
var málinu þá vísað til Kjaradóms og þingfest þar 1. nóv.
Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gerði m. a. þær kröfur, að
launastigi skyldi verða óbreyttur, gerð var krafa um breyt-
ingu á yfirvinnugreiðslum, vaktaálagi, eyðugreiðslum og
álagi vegna óþægilegs vinnutíma. Þetta rnyndi hafa rýrt
mjög allar yfirvinnugreiðslur, og kennarar hefðu misst
verulegan hluta af greiðslum fyrir vinnu utan daglegs
vinnutíma skóla. Þá var gerð sú krafa, að vikulega kennslu-
skyldu kennara skyldi inna af hendi á tímabilinu 8—17,
nema laugardaga frá 8—12. Mörg fleiri atriði í kröfum fjár-
málaráðherra miðuðu að því að skerða kjör kennara. Af 10
tillögum, sem hnigu í þá átt að bryta starfskjörum launþeg-
um til óhagræðis, snertu 7 kennara, þar af 4 kennara eina.
Kjaradómur kvað upp dóm 30. nóv. og dæmdi eins og
kunnugt er óbreytt laun og gerði yfirleitt litlar breytingar
á fyrri dómi. Þó breyttust aldurshækkanir og eru nú eftir
1 ár, 3 ár, 5 ár, 8 ár og 12 ár. Aðrar breytingar, sem snerta
kennara, voru m. a.: 1) Kennsluskylda kennara í bekkjum
afbrigðilegra og vangefinna barna skal vera 4/£ af kennslu-
skyldu almennra kennara. Er orðalagið í dóminum miklu
ákveðnara varðandi þetta atriði en áður var. 2) Greiðslu
fyrir eyður í stundaskrám skal greiða með /$ hluta dag-
vinnukaups í stað 14 áður. 3) Samningurinn um kaffitíma
í skólum var tekinn upp í dóminn óbreyttur. 4) Saman-
lagðar yfirvinnustundir geta aldrei orðið fleiri en 10 á
viku. 5) Greiða skal hluta af kennslustund, er gengur yfir
á eftirvinnutímabil þannig, að hverjar 5 mínútur unnar í
yfirvinnu greiðast eftir því sem við á með ^/g eða 1 /,, launa
fyrir kennslustund. 6) Vikulega kennsluskyldu kennara skal
inna af höndum á tímabilinu kl. 8.00—17.00 með matartíma,
alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8.00 til 12.00.