Menntamál - 01.08.1968, Blaðsíða 109
MENNTAMÁL
217
Mikið aí starfseminni hefur eins og áður beinzt að
launa- og kjaramálunum, og má það teljast eðlilegt, því að
baráttunni fyrir bættum kjörum má aldrei linna. Frá því
að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna voru
sett 1963, hefur kjarabaráttan hins vegar færzt í ákveðnara
form en áður var. Ákveðinn tími er notaður til undirbún-
ings og kröfugerðar. Þannig má segja, að meiri tími vinn-
ist til að sinna öðrum málum í þeim hléum, sem verða milli
samningstímabila.
Á sl. tveim árum hefur sambandsstjórn rætt mjög um
skipulagsmál sambandsins, og telur hún brýna nauðsyn
þess, að þau verði tekin til endurskoðunar. Eitt verkefn-
ið á því sviði er m. a. að efla samstarf við hina einstöku
félaga og fá þannig fleiri til virkrar þátttöku í starfsemi
sambandsins. Sú liugmynd hefur t. d. verið rædd, að sér-
stakar fastanefndir starfi að ákveðnum málaflokkum. Með
þessu rnyndi skapast rnótuð stefna, sem vissulega er þörf
á í mörgum málum.
Þær umræður, sem orðið hafa um endurskoðun skóla-
mála hér á landi sl. vetur, leiða hugann að því, að kennara-
stéttin má ekki láta sinn hlut eftir liggja í því máli. I til-
lögum milliþinganefndarinnar í skólamálum, sem endur-
skoðaði tillögur síðasta fulltrúaþings, kernur að vísu frarn
ákveðin stefna varðandi ýmsa þætti skólamálanna, en marg-
ir aðrir þættir þeirra þarfnast endurskoðunar. Kennarasam-
tökin þurfa því að leggja aukna áherzlu á það að rnóta
ákveðna stefnu í skóla- og uppeldismálum.
Beinist starfsemi S.Í.B. að þessu verkefni á næstunni,
ásamt markvissri baráttu fyrir bættum kjörum barnakenn-
ara, mun stéttin verða sterkari sem heild og verða metin
að verðleikum af þjóðfélaginu.