Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 3

Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 3
VORIÐ TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Kemur út í 4 heftum ó óri, minnst 48 blaðsíður hvert hefti. — Árgangurinn ^°star kr. 55.00 og greiðist fyrir 1. maí. — Útsölumenn fó 20% inn- ^eimtulaun. — Utgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, skóla- stióri, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, ^vannavöllum 8, Akureyri. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. 30. ÁRGANGUR JÚLÍ—SEPTEMBER 3. HEFTl RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Rithöfundur / flestum barnaskólum landsins vinna börnin í tómstundum sínum eitt- hvað að leikstarfsemi, fyrir bekkjarskemmtanir eða ársskemmtun. En mikill shortur var á barnaleikritum fyrir þessa starfsemi. Kennarar fögnuðu því útkomu „Ævintýraleikja“ Ragnheiðar Jónsdóttur 1934. Þar voru íslenzku tevintýrin sviðsett á skemmtilegan hátt. Ótvírœðir rithöfundarhæfileikar 'tomu fram r þessum leikritum. Enda hefur Ragnheiður ritað mikið fyrir börn frá þeim tíma. Nú hafa „Ævintýraleikirnir“ komið út í nýrri aukinni útgáfu í tveim bindum. Að þessu sinni ætlar „Vorið“ að kynna frú Ragnheiði Jónsdóttur með nokkrum orðum og birta nýjan bókarkafla eftir hana. Ragnlieiður Jónsdóttir er fædd 9. apríl 1895 á Stokkseyri. Hún tók kennarapróf 1923 og starfaði nokkur ár við barna- kennslu. Hún dvaldist rúmt ár, 1946 til 1947, á Norðurlöndum við ritstörf og lest- ur bókmennta. Auk þess hefur hún farið styttri ferðir til Englands og Bandaríkj- anna. Hún er gift Guðjóni Guðjónssyni VORIÐ 97

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.