Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 4
fyrrverandi skólastjóra í H.afnarfirði. Ritaði hún mikið í ,,Æskuna“ á þeim
árum, sem hann var ritstjóri hennar.
Frú Ragnheiður Jónsdóttir hefur verið mikilvirkur rithöfundur. Hún
hefur jöfnum höndum ritað almennar skáldsögur og unglingabækur. Eftir
hana hafa komið út sex til átta skáldsögur og auk þess milli tíu og tuttugu
barna- og unglingabœkur. Ævintýraleikirnir hafa áður verið nefndir.
Skáldsögur Ragnheiðar liggja utan við þessa kynningu. En í stuttu máU
einkennir þær samúð með olnbogabörnum lífsins.
Barnabækurnar um Hörð og Helgu í Glaðheimum eru í senn skemmti-
legar og heilbrigðar. Og þó munu unglingabækur Ragnheiðar njóta mestra
vinsælda, t, d. Dóru-bækurnar, sem eru í sjö bindum, og svo Kötlu-bœkurnar,
sem enn er ekki lokið. Ragnheiður virðist eiga sérstaklega létt með að setja
sig í spor ungra stúlkna og hugsunarhátt þeirra.
Þegar ég spurði Ragnheiði, hvað henni þætti vænst um af því, sem hún
hefur skrifað fyrir börn og unglinga, þá nefndi hún Ævintýraleikina, en af
sögupersónum sínum þætti sér vænst um Dóru.
Sögukaflinn, sem hér birtist, er úr nýrri bók, sem kemur út í haust, og
heitir „Katla og Svala“. Hún er framhald af Kötlu-bókunum. — E. Sig■
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR:
ÓVÆNT TÍÐINDI
(SÖGUKAFLI)
Katla er að koma úr spilatíma írá
ömmu Dísu. Hún er í góðu skapi, af
því að hún fékk hrós fyrir frammistöð-
una, sem hún fær reyndar oft nú orðið.
Amma Dísa segir, að hún sé með beztu
nemendum, sem hún hafi haft, og það er
ekki lítils virði. Katla hefur alltaf jafn
mikið yndi af að læra að spila, og hún
tekur það fram yfir allt annað nám.
Henni þykir líka gaman í söngtímunu®
hjá Elínu, sem hún hefur í sömu ferð-
inni.
Dísa lj ósálfur kemur hlaupandi á moti
henni, og Katla lyftir henni upp.
— Hvar er hann litli bróðir minn?
Þú áttir að koma með hann, segir Disa-
— Hann er ekki bróðir þinn, Htla
flónið mitt, segir Katla og lítur í kring-
98 VORIÐ