Vorið - 01.09.1964, Síða 16

Vorið - 01.09.1964, Síða 16
— í Torneá bjó fyrir löngu ríkur kaupmaður, sem hét Pétur. Hann átti tuttugu skip í förum. Og þegar kóng- urinn heimsótti bæinn, þá lét Pétur búa til herbergi úr gleri í miðri ánni, svo að kóngurinn gæti séð laxana, sem syntu þar. En eins og þið vitið, þá eru mennirn- ir aldrei ánægðir, og Pétur hugsaði, að fyrst hann hefði getað orðið svona rík- ur, þá gæti hann orðið helmingi ríkari. Hann fékk þá hugmynd að þekja fjall- ið Aavasaska með gulli. Og þá mundi það fréttast um allan heim, að þetta hefði Pétur gert. Þá sendi hann eftir þekktum tröllkarli frá Lapplandi, og spurði hann, hvernig hann ætti að fá svona mikið gull. Tröllkarlinn hugsaði málið í sjö ár og svo sagði hann: — Byggðu „Refanút“! — Hvað er það? spurði Pétur ríki, því að hann var ekki neitt vitrari en þið eruð, þó að hann væri svona ríkur. „Refanút" er töfraskip og það á eng- an sinn líka í heiminum, svaraði tröll- karlinn. — Það getur borið meira en hundrað önnur skip, og á þremur árum getur það flutt eins mikið af gulli hing- að, eins og allt grágrýtið í Lapplandi. — Hvað er að heyra þetta, sögðu strákarnir. — Það sagði Pétur ríki líka, sagði Matti. — Hvar get ég fengið efni og fólk til að byggja það? — Láttu mig um það, svaraði tröll- karlinn. — Eg skal byggja skipið og þú þarft ekki annað að greiða fyrir það, en að gefa mér dóttur þína, ung- frú Sólbjörtu, fyrir konu. Pétur ríki hugsaði sig um, því að tröllkarlinn var hundrað ára, en ungfrú Sólbjört var ekki ennþá tvítug. En þeg' ar hann hugsaði um Aavasaska þakið gulli, þá gekk hann að þessu, þó að þvl tilskildu að brúðkaupið yrði ekki fyrr en „Refanút“ kæmi aftur úr sinni fyrstu ferð. Svo hófst tröllkarlinn handa við skipa- smíðið. Á Kuusamofj allinu vaxa furu- tré, sem eru tæplega mikið yngri eI) syndaflóðið. Alll tröllahyskið í Lapp' landi var sent til að höggva þau niður og sterk bjarndýr drógu timbursleðana niður að ströndinni. Og þar var „Ref3" nút“ smíðað. Þegar skipið var sett á flot, var skut- urinn við Torneá, en stefnið við Vasa. Á skipinu voru þrjú siglutré, og krák- urnar voru heilan dag að fljúga ínilk siglutrjánna. Matsveinarnir á skipinu voru tíu þúsund, og öll skipshöfnin borðaði þau ósköp í eina máltíð af baunum og graut, að það var alveg ótru- legt. — En það var ekki auðvelt að fa skipstjóra á þetta stóra skip. Það var til' kynnt í öllum kirkjum, að umsækjand- inn um stöðuna yrði að geta séð á ráð' húsklukkuna í Torneá í átján mílna fjarlægð, og hljóða hærra en tíu f°sS' ar. Margir reyndu þetta úr austri °o vestri, en enginn stóðst þessar raunn- Loks kom lítill náungi frá Nádendah hann var aðeins hálfur annar metri ‘A hæð, sköllóttur og kiðfættur. Hann f®r upp á kirkjutröppurnar í Limingo, sem er átján mílur fyrir sunnan Torneá, °S starði norður eftir. — Bíðið aðeinS; sagði hann, — ég sé þetta ekki vel, þvl 1 10 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.