Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 30

Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 30
— Já, að vísu, segir hún. — En í haust verð ég að byrja með nýjan bekk og marga nýja nemendur, — og sum ykkar koma ekki til mín aftur. Og svo spyr ég sjálfa mig, hvort nokkurt gagn sé að þessu verki, sem ég vinn. — Nokkurt gagn að því? segir Arn- grímur. Á þessari stundu hefur hann gleymt öllum vetrinum. Hann hugsar aðeins um síðasta skóladaginn, og hvað hann og Eilífur hafa gert til að prýða leikvöll- inn. Og hann hugsar um hve ánægju- legt er þarna uppi hjá kennslukonunni, og hvað hún er góð og myndarleg. — Hann hugsar, svo að hann verður rjóð- ur í framan: — Ég hef aldrei lært eins mikið og í vetur, segir hann. Það verður hljótt í kringum hann og allra augu stara á hann. Það er næst- um eins og hann hafi haldið ræðu um kennslukonuna, mikla merkisræðu, seni ellir nemendurnir eru sammála. E. Sig. þýddi. Það er kominn mikill snjór og Dísa er að lcika sér úfi ósamt félögum sinum. En allt i einu hverfa allir krakkarnir. Hvað hefur orðið af þeim? Getur þú fundið sjö andlit, sem falin eru ó myndinni allt í kring? 124 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.