Vorið - 01.09.1964, Side 32

Vorið - 01.09.1964, Side 32
PRINSINN: Ég er leiður yfir að valda ykkur vonbrigðum, en ég hefi enga brúði fundið. KÓNGURINN og DROTTNINGIN: Hvað er að heyra? Kemurðu ekki með neina prinsessu? PRINSINN: Nei, því miður. Ég hef farið langt og mætt mörgum, en ég hef ekki getað fundið neina sanna prinsessu, sem gæti orðið svipuð drottning og þú, mamma. KÓNGURINN (rís á fætur): Þú hefur valdið okkur vonbrigðum, sonur minn. En ég og drottningin munum geta stjórnað ríkinu í nokkur ár enn, og þú verður að reyna aftur. DROTTNINGIN: Seztu hérna hjá mér, drengur minn. Þrátt fyrir allt er ég ánægð yfir, hvað þú hefur verið var- kár. Hamingja ríkisins byggist á þessu vali þínu. Tjaldið. 3. þáttur. (Sama leiksvið. Úti er rigning og stormur). KÓNGURINN: Þetta er meira illviðrið. DROTTNINGIN: Já, það er gott að sonur okkar er kominn heim. (Það er barið á hallardyrnar). KÓNGURINN (við varðmanninn): Farðu út að hallarhliðinu og líttu eft- ir, hver þar er. Gefðu honum húsa- skjól í nótt. VARÐMAÐURINN (hneigir sig): Skipun þinni verður hlýtt, herra kon- ungur. (Fer út. Dyr heyrist opnuð, mannamál, dyrunum lokað, varðmað- urinn kemur inn aftur). VARÐMAÐURINN: Herra konungur. Það er ung stúlka úti. Hún segist vera prinsessa og spyr, hvort hún geti fengið að tala við kónginn og drottninguna. KÓNGURINN: Bjóddu henni inn. (Varðmaðurinn hneigir sig, fer ut og kemur aftur með rennvota og hrakta stúlku). PRINSESSAN: Kærar þakkir, herra koungur. (Hneigir sig). DROTTNINGIN (við hirðmeyjarnar: Lúísa, útbúðu í snatri heitt bað handa prinsessunni. Og þið hinar búið um hana í bezta gestaherberginu. (Hirðmeyjamar hneigja sig °S ganga út með prinsessunni). DROTTNINGIN (kallar í eina af hirð- meyjunum): María. MARÍA (hneigir sig): Já, göfuga drottning. DROTTNINGIN: Ég ætla að leggja þraut fyrir prinsessuna og reyna hana. Þú skalt láta litla matbaun á botninn 126 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.