Vorið - 01.09.1964, Síða 37

Vorið - 01.09.1964, Síða 37
Eftir margra mánaða samskipti milli Eeknisins og Jiessarar litlu stúlku, hafði skapast traust vinátta. Andlit hans ljóm- aði alltaf í hvert skipti, sem liún kom inn til hans á stofuna. En nú var leikur- inn úti. Hann gat ekki hjálpað henni iengur, og honum féll það þyngra en hann kærði sig um að viðurkenna fyrir sjálfum sér. Þótt ótrúlegt sé, þá leið Janis nú bet- Ur- Hún fékk stóra morfínskammta, sem héldu sárustu kvölunum niðri. Þá fékk lítill og veikburða líkami liennar kraft til að hefja á ný baráttuna gegn sjúkdómnum. Frændur hennar tveir, Jim og Joe, komu og heimsóttu liana, og Janis, sem elskaði félagsskap, gat svolitla stund °rðið sama glaða og glettna Janis, eins °g svo oft áður. Hún kom þeim báðum Þ1 að hlæja, þegar hún kvartaði und- an því, að hún fyndi til í litlu tánum, því að teppið þrengdi að henni. Joe átti að fara aftur til Kingston og kom því við á sjúkrahúsinu næsta dag Þ1 að kveðja frænku sína. Þá svaf Janis fast, eftir að hafa fengið deyfandi sprautu. Þegar hún frétti á eftir, að kún hafði þ ar með misst af einni heim- sókn, varð hún fyrir miklum vonbrigð- um. Og þegar foreldrar hennar komu ]>etla sama kvöld, lá hún aftur í móki, er> í þetta sinn lá stór bréfmiði á kodd- anum hennar. Þar stóð: „Ef einhver kemur, á meðan ég sef, má hann alls ekki fara aftur!!!“ Henni fór greinilega stöðugt aftur. Jafnvel morfínið gat aðeins hjálpað henni nokkrar klukkustundir í einu, og lék ekki lengur vafi á, að endalokin voru skammt undan. Janis gerir erjðaskrá. Foreldrar hennar höfðu komið sér saman um, að ef það væri eitthvað, sem Janis óskaði sér, sem gæti glatt hana þessar síðustu stundir, skyldi hún fá það. Það skipti ekki máli, hvað það var, eða hvað það kostaði, en þegar þau spurðu hana, hristi hún aðeins höf- uðið og sagði: „Þið hafið þegar eytt miklum peningum mín vegna, og auk þess hef ég alla hluti.“ Hún horfði hugsi fram fyrir sig, og yfir andlitið breiddist kænskusvipur: „Alveg sama, hvað það er?“ „Já, alveg sama,“ endurtók faðir hennar. „Mig langar svo óskaplega mikið til að sjá þau heima.“ Hún sagði þetta hægt og rólega. „Ég veit vel, að börn mega ekki koma í heimsókn, en ef til vill gætuð þið laumað Charmaine hing- að upp. Það getur varla verið svo mik- il synd, eða hvað finnst ykkur?“ Kvöldið eftir laumuðust þau upp stig- ann að húsabaki með Charmaine á milli sín. „Hæ, hó, þið gerðuð það þá í raun og veru,“ hrópaði Janis himinlifandi. Hún breiddi út faðminn, og þær systur föðmuðust og þrýstu livor annarri að sér. Charmaine var með nýjan, gulan hatt, og vildi endilega, að Janis setti hann upp. Þær hlógu og skemmtu sér, á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Jan- is kom með eina spurningu eftir aðra: „Hvernig gengur í skólanum? Sérð þú Ricky Lewis nokkurn tíma? Segðu mér eitlhvað um litlu systkinin.“ Skyndilega opnaðist hurðin og VORIÐ 131

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.