Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 40

Vorið - 01.09.1964, Blaðsíða 40
UNGUR NEMUR - GAMALL TEMUR HANNES J. MAGNÚSSON TÓK SAMAN —-TEIKNINGAR: STEFÁN JÓNSSON. EINS OG GRÁ HIMNA FYRIR AUGUNUM Áfengi hefur samt konar áhrif á sjón- ina og maöurinn hefði dökk gleraugu. Við örlitla áfengisneyzlu dregur úr sjóninni, og við rannsóknir, sem gerð- ar voru í Karolinsku stofnuninni, var komizt að þeirri niðurstöðu, að eftir 10 cl neyzlu af brennivíni minnkaði sjónin um 30%. Sjónin daprast um 30%. Með augum bindindismannsins. ÁFENGI OG VINNA Fjölmargar vísindalegar rannsóknir hafa sannað, að áfengi dregur úr vinnu- þreki. Þetta á sér stað um hin ólíkustu störf, en þó um fram allt þá vinnu, sem krefst mikillar nákvæmni, vandvirkni, næmrar eftirtektar og dómgreindar. Þetta kemur jafnvel fram, þótt starfs- maðurinn hafi ekki drukkið nema eitt staup af víni eða eina flösku af léttu oli (Pilsner). Sömu óhrif hefur áfengi á íþrótta- afrek. Áður fyrr kom það oft fyrir, að mælt var með, að íþróttamenn neyttu áfengis fyrir keppni til að „styrkja taugarnar“, eins og það var orðað. Nu ætti hver einasti íþróttamaður að vita, að hann nýtur sín aldrei til fulls iue^ 134 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.