Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 7

Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 7
auðvitað að vera viðráðanlegir og fáan- legir hlutir. Áskildi hann sér rétt til að samþykkja eða synja óskum þeirra eftir því, sem á stæði. Þið getið svo sem getið nærri, að þetta vakti engan smáræðis fögnuð hjá börnunum. Þau höfðu nærri því þriggja stunda umhugsunarfrest og héldu sig í barnaher- berginu og báru þar ráð sín saman af hinum mesta áhuga. Steina langaði mest til a ðkjósa sér reiðhest ,en Dóra gamla, fóstra þeirra, fullvissaði hann um að afi hefði ekki efni á að gefa svo ríkmann- legar gjafir. Hann varð því að finna eitt- hvað annað, en það ætlaði að reynast honum örðugt viðfangsefni, því að ósk- irnar voru óteljandi. Þó fór svo að lok- um, að þeim fannst tíminn allt of lengi að líða, þarna uppi í barnaherberginu, nema Jóni litla. Hann sat við borðið hinn rólegasti og skoðaði biblíumyndir. Loksins opnaði afi dyrnar og lang- þráða stundin var komin. Steini hafði á- kveðið, eftir mikil heilabrot, að óska sér nýútkominnar drengjabókar. Afi vissi að það var góð bók og hét að gefa honum hana. Svo kom röðin að Gunnhildi. Hana hafði lengi langað til að eignast nýja handtösku en pabbi og mamma höfðu í svo mörg horn að líta, hvað útgjöld snerti, að hún varð að sætta sig við gömlu vaxdúkstöskuna sína til þessa. Nú hét afi að uppfylla ósk hennar. Svenni var órabelgur fjölskyldunnar. Honum hætti stundum til að koma heim í fötum sínum, einkum buxunum, illa förnum eftir riðl sitt á húsaþökum, görð- um og girðingum, en hann lofaði statt og stöðugt bót og betrun og bað þá mömmu sína og Dóru gömlu afsökunar á aðförum sínum. Hann hugsaði mikið um ævinýralíf í fjarlægum löndum, og þegar pabbi eða mamma safnaði saman börnunum og sagði þeim frá kristniboð- inu og ýmsum undraverðum atburðum, sem gerðust þar, óskaði Sveinn með sjálfum sér, að hann gæti verið þar og varið kristniboðana fyrir villidýrum og villimönnum. En þá þurfti hann að hafa góða byssu meðferðis. Afi varð líka öldungis forviða, er Svenni blóðrjóður í kinnum, óskaði sér að fá byssu í jólagjöf, — reglulega byssu, sem hægt væri að drepa ljón með. Systkinin ráku upp skellihlátur og afi gat ekki varist því að hlæja með þeim. En hann gat ekki orðið við þessari ósk Svenna, og það þó að hann fengi að vita tilgang og ástæður fyrir henni. Komu þeir sér þá saman um, að góður litakassi myndi henta betur. Eiríkur litli hafði mikinn áhuga fyrir garðyrkju og honum var heitið skóflu og hjólbörum við hans hæfi. Og nú var röðin komin að Jóni litla. Hann leit með trúnaðartrausti hálf- feimnislega á afa sinn og hvíslaði að honum: — Mig langar mest að fá Biblíu með stóru letri og góð gleraugu. Einhvern veginn heyrðu systkini hans hverju hann hvíslaði að afa sínum og varð þá heldur en ekki ys og pískur þeirra á milli. —- Hvað ætlar þú að gera við gler- augun? spurði Steini. — Heldurðu að þú getir lesið, ef þú 7 VORIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.