Vorið - 01.10.1974, Page 15

Vorið - 01.10.1974, Page 15
Juhl: En hvað þið eruð fínar. Hlakkið þið ekki til að sjá jólatréð? Rut og Kristín: Jú, jú. Kemur jóla- sveinninn? Juhl: Já, það heyri ég. Ef þið verðið góðu börnin, er hann alltaf vanur að koma. (Meðan ungfrúin talar við þær, hafa hinar staðið við borðið og horft með á- huga á stórt pappírsblað, sem Malen er að skrifa á). Juhl: Hlustið þið nú allar á mig. Nú verðið þið að lofa mér því, að vera reglulega kurteisar og góðar við jóla- sveininn, þegar hann kemur. Pið vitið sjálfsagt, að hann hefur með sér poka með gjöfum til ykkar, — og þess vegna má hann heldur ekki fara tómhentur frá okkur. Er það? Allar: Nei. Juhl: Þið getið víst bæði gefið honum sælgæti og kökur. Allar: Ja-a-á. Malen: (Heldur á pappírsblaðinu fyr- ir aftan bak). Nei, en hvða silkikjóllinn fer ungfrúnni vel. Juhl: (Hrifin). Nei, finnst þér það Mal- en. Hann er þó, skal ég segja þér, gam- all erfðagripur. Malen: Ungfrúin verður svo yndisleg í vextinum í honum. (Snýr henni við). Megum við sjá hann á bakið? (Um leið og Juhl snýr bakinu í þær festir hún blaðið á bakið á henni. Á því stendur stórum stöfum gleðileg jól). Malen: (Við Juhl). Vill ungfrúin vera svo góð að ganga dálítið um gólfið svo að við getum séð kjólinn reglulega vel? Juhl: (Nemur staðar). En nú er best að við förum inn til mín. (Við stelpurn- ar, sem halda áfram að flissa að blaðinu). Eruð þið þá glaðar yfir því að jólin eru komin? Allar: Ja-a-á. Juhl: Já, jólin eru yndislegur tími. Þá eru allir svo góðir og vingjarnlegir hvor- ir við aðra. (Þær hlæja meira). Við, fullorðna fólkið gleymum að ávíta. Malen: Húrra. Juhl: Og börnin gleyma að vera óþekk Já, það er indælt, þegar æskan er glöð og hamingjusöm. (Horfir í spegilinn). Jæja, ykkur finnst þá að kjóllinn minn fari vel. (Sér blaðið á bakinu á sér). Hva — hva — hva— hvað er þetta. (Rífur auglýsinguna. Stelpurnar eiga erfitt með að stilla sig um að hlæja, en koma sér fyrir í röð niðurlútar). Juhl: (Heldur auglýsingunni fyrir framan sig og les:) Gleðileg jól. Gleðileg jól. Nú svo að þetta var þá jólakveðjan til forstöðukonunnar ykkar. Hver hefur skrifað þetta? (Enginn svarar). Jæja, þá er best að þið fáið allar að dúsa í stofu- fangelsi í kvöld, hver á sínu herbergi — gerið þið svo vel — og þið fáið engan jólamat. Það verður heldur ekkert jóla- tré í skólanum. Allar: Ó, ungfrú. Malen: (Gengur fram). Það var ég, sem gerði þetta, ungfrú. Þá hljóta hinar að mega halda hátíð. Juhl: (Horfir alvarleg á hana). Að þú skulir ekki skammast þín, Malen — en nú verður þú sjálf að taka afleiðingun- um. Farðu upp á herbergi þitt. Þú færð stofufangelsi í þrjá daga —og engan jólamat. Gerðu svo vel. Komið þið svo, VORIÐ 15

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.