Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 15

Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 15
Juhl: En hvað þið eruð fínar. Hlakkið þið ekki til að sjá jólatréð? Rut og Kristín: Jú, jú. Kemur jóla- sveinninn? Juhl: Já, það heyri ég. Ef þið verðið góðu börnin, er hann alltaf vanur að koma. (Meðan ungfrúin talar við þær, hafa hinar staðið við borðið og horft með á- huga á stórt pappírsblað, sem Malen er að skrifa á). Juhl: Hlustið þið nú allar á mig. Nú verðið þið að lofa mér því, að vera reglulega kurteisar og góðar við jóla- sveininn, þegar hann kemur. Pið vitið sjálfsagt, að hann hefur með sér poka með gjöfum til ykkar, — og þess vegna má hann heldur ekki fara tómhentur frá okkur. Er það? Allar: Nei. Juhl: Þið getið víst bæði gefið honum sælgæti og kökur. Allar: Ja-a-á. Malen: (Heldur á pappírsblaðinu fyr- ir aftan bak). Nei, en hvða silkikjóllinn fer ungfrúnni vel. Juhl: (Hrifin). Nei, finnst þér það Mal- en. Hann er þó, skal ég segja þér, gam- all erfðagripur. Malen: Ungfrúin verður svo yndisleg í vextinum í honum. (Snýr henni við). Megum við sjá hann á bakið? (Um leið og Juhl snýr bakinu í þær festir hún blaðið á bakið á henni. Á því stendur stórum stöfum gleðileg jól). Malen: (Við Juhl). Vill ungfrúin vera svo góð að ganga dálítið um gólfið svo að við getum séð kjólinn reglulega vel? Juhl: (Nemur staðar). En nú er best að við förum inn til mín. (Við stelpurn- ar, sem halda áfram að flissa að blaðinu). Eruð þið þá glaðar yfir því að jólin eru komin? Allar: Ja-a-á. Juhl: Já, jólin eru yndislegur tími. Þá eru allir svo góðir og vingjarnlegir hvor- ir við aðra. (Þær hlæja meira). Við, fullorðna fólkið gleymum að ávíta. Malen: Húrra. Juhl: Og börnin gleyma að vera óþekk Já, það er indælt, þegar æskan er glöð og hamingjusöm. (Horfir í spegilinn). Jæja, ykkur finnst þá að kjóllinn minn fari vel. (Sér blaðið á bakinu á sér). Hva — hva — hva— hvað er þetta. (Rífur auglýsinguna. Stelpurnar eiga erfitt með að stilla sig um að hlæja, en koma sér fyrir í röð niðurlútar). Juhl: (Heldur auglýsingunni fyrir framan sig og les:) Gleðileg jól. Gleðileg jól. Nú svo að þetta var þá jólakveðjan til forstöðukonunnar ykkar. Hver hefur skrifað þetta? (Enginn svarar). Jæja, þá er best að þið fáið allar að dúsa í stofu- fangelsi í kvöld, hver á sínu herbergi — gerið þið svo vel — og þið fáið engan jólamat. Það verður heldur ekkert jóla- tré í skólanum. Allar: Ó, ungfrú. Malen: (Gengur fram). Það var ég, sem gerði þetta, ungfrú. Þá hljóta hinar að mega halda hátíð. Juhl: (Horfir alvarleg á hana). Að þú skulir ekki skammast þín, Malen — en nú verður þú sjálf að taka afleiðingun- um. Farðu upp á herbergi þitt. Þú færð stofufangelsi í þrjá daga —og engan jólamat. Gerðu svo vel. Komið þið svo, VORIÐ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.