Vorið - 01.10.1974, Blaðsíða 16
hinar, því að nú fer hátíðin að byrja.
(Hún gengur út á undan, telpurnar veifa
og gefa Malen langt nef).
Inga: (Gengur til Malenu). Hvað ætl-
ar þú að gera? Ætlar þú virkilega að
sitja öll jólin út og mygla upp á þínu
eigin herbergi?
Malen: (Horfir ákveðin fram). Svei svei.
Pað gæti ég aldrei látið mér detta í hug.
Nú byrjar leikurinn fyrir alvöru. Ég skal
gera þeirri góðu ungfrú Abelone slíkan
grikk, að þið hafið aldrei heyrt eða séð
neitt því líkt. — Eigum við að veðja
rjómabollu um það, að ég verði, þrátt
fyrir allt, með ykkur við jólatréð.
Inga: Já, — en hvernig ætlar þú að fara
að því?
Malen: Pað skal ég sjá um, máttu vita.
Við segjum það þá, — ein rjómabolla.
Inga: (Kyssir hana hlæjandi). Ó, þú ert
alveg dæmalaus (Fer út.)
2. þÁTTUR
Mickelsberg er að gæta að jólasveina-
fötunum, sem liggja á stól, Petra er að
setja kökur, glös og sælgæti á borðið.
Mick: (Hristir höfuðið) Ég held að það
sé orðið dálítið upplitað á brúnunum,
Petra.
Petra: (Horfir móðguð á hann). Upplit-
að? — Nei, það veit sá sem allt veit, að
ekki er það upplitað. það er alveg jafn-
nýtt og fallegt og daginn, sem þér keypt-
uð það. En þegar menn eru jafn smá-
smugulegir og þér. . . .
Mick: Hva-hva-hvað er það, sem þér
eruð að segja?
Petra: Já, ég segi það. þar að auki
finnst mér, að þér ættuð að spara yður
þessa jólasveinsuppgerð. Flestar telpurn-
ar eru nú orðnar stálpaðar stúlkur. — það
ættuð þér heldur að hugsa um — og reyna
að finna upp á einhverju, sem getur
skemmt þeim dálítið um jólin.
Mick: Svona, svona, Petra litla — ekki
svona hrottaleg, — ekki svona örg. Þetta
er gömul erfðavenja, sem ég og ungfrú
Juhl.......
Petra: Þér og ungfrú Juhl. Já, en um
jólin á maður að hugsa um aðra en ekki
sjálfan sig. — Það er nú mín erfðavenja.
Mick: Já, já, já, en það er bara ekkert
við því að segja. Þetta er siður, sem er
mjög gamall hér í skólanum, á hverjum
jólum, — og við víkjum heldur ekki frá
honum þetta ár. Hlustaðu nú á, Petra. —
Ég get ekki þolað þessi föt, ég hleyp út í
búningsverslunina hérna á horninu og gái
að því, hvort ég geti ekki fengið þar nýjan
jólasveinabúning, — ég kem aftur eftir
augnablik, — en þér megið ekki segja eitt
orð um það við neinn. (Tekur glettnislega
í eyrað á henni). Viljið þér lofa mér því,
Petra litla? (Út í baksýn).
Petra: Svei, — þú. Þessi gamli vitleys-
ingur. (Um leið og hún fer til vinstri). Því
eldra sem fólk verður, því vitlausara verð-
ur það.
Malen: (Kemur eftir andartak inn um
vængjahurðina): Góðan daginn. (Horfir
í kringum sig). Nei, hér er enginn. (Býður
sjálfri sér sæti á stól, framarlega): Gerið
svo vel að fá yður sæti. (Sest). Kærar
þakkir. (Sér kökufatið). Viljið þér ekki
bragða eina litla köku? (Tekur hnefafylli
sína og stingur hverri kökunni af annarri
upp í sig, jafnframt því, sem hún þvaðrar
16
VORIÐ