Vorið - 01.10.1974, Side 58

Vorið - 01.10.1974, Side 58
5. og 6.HLUTI Hann stóð upp og gekk yfir að hæðinni. Kolskeggur stóð við vatnsbólið. Hann lyfti hausnum og hneggjaði, þegar hann varð drengsins var. Alek gekk upp brekk- una og hann sá, að Kolskeggur elti hann. Drengurinn leit út á sjóinn. Öldugjálfur var við ströndina. það var eins og hest- urinn væri á verði, hann sperrti eyrun, en stóð grafkyrr. Pannig stóðu þeir báðir nokkra stund. Svo héldu þeir heim í næt- urstað. Pað var farið að hvessa af vestri. Alek gekk frá eldinum fyrir nóttina, eins og hann var vanur og skreið svo inn í kofann. Hann var orðinn mjög þreyttur, því hann hafði unnið svo að segja sleitu- laust allan daginn við sölvaaðdrátt, og leið því ekki á löngu, uns hann var stein- sofnaður. Ekki vissi Alek, hve lengi hann hafði sofið, þegar hann hrökk upp við hnegg- ið í folanum. Honum brá óhugnanlega 58 við. Pað var einkennilega heitt í kof- anum og nú heyrði hann eitthvert brak og bresti .Þakið á kofanum stóð í björtu báli! Eldurinn var að komast í veggina. Drengurinn hljóp út úr brennandi kof- anum. Úti var öskurok, og nú skildi hann, hvað hafði skeð. Neistar úr varðeldinum höfðu komist í þurrt tróðið í þakinu og þá var ekki að sökum að spyrja. Hann greip nú skjaldbökuskjöldinn og hljóp niður að vatnsbólinu. Hóf hann nú að bera vatn á eldinn. Kolskeggur snerist þarna fram og aftur við vatnsbólið, meðan Alek fyllti skjöld- inn hvað eftir annað og skvetti á eld- inn, sem magnaðist við hvassviðrið og brátt stóð allur kofinn í ljósum loga, og drengurinn og hesturinn urðu nú að hörfa æ lengra frá eldinum vegna hita og reyks. Nú tóku líka bæði trén, sem stóðu við vatnsbólið, að loga. Alek vissi, að eldurinn gat ekki breiðst út frekar. Svo hrjóstrug var eyjan, að ekki var neinn eldsmatur þarna nærri. Nú brann allt, VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.